Sá leiði atburður átti sér stað á aðventunni að fyrsta folaldið sem fæðist okkur í heil þrjú ár fannst bráðkvaddur í haganum. Ungi folinn var annað folaldið undan Myrkvu okkur en hann var jafnframt undan gæðingnum Dagfara frá Álfhólum (8.62) sem er í eigu Söru vinkonu okkar. Fyrir eigum við eitt afkvæmi undan Myrkvu sem er á fjórða vetri, Mjölni frá Reykjavík.
Þá vorum við með Eyrúnu frá Strandarhjáleigu (8.25) í tvo mánuði í sumar í girðingu hjá Sjóði frá Kirkjubæ (8.70) en því miður fyljaðist hún ekki eftir dvölina. Það fer því afar lítið fyrir ræktunarafrekum okkar þessa dagana þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir á því sviði og lítið hætta á offjölgun í litla stóðinu okkar á næstunni. Við horfum þó björtum augum fram á veginn og vonum að næsta ár verði okkur gjöfulla í þessum efnum. Landsmótið í Reykjavík var haldið á okkar heimasvæði í Víðidalnum í sumar. Við vorum tvo hesta sem tóku þátt í þremur atriðum á mótinu. Við Mói kepptum fyrir hestamannafélagið Fák í B-flokki gæðinga og fengum 8.49 í einkunn, sem var aðeins 0,06 stigum frá milliriðlum og enduðum við í 39. sæti af 109 keppendum. Þá tókum við Mói jafnframt þátt í ræktunarbússsýningu Álfhóla á föstudagskvöldvökunni með Söru vinkonu og fjölskyldu þar sem átta 1. verðlauna stóðhestar voru sýndir fyrir hönd búsins. Frábær skemmtun og mikill heiður fyrir okkur Móa að vera valin í hópinn, ekki síst þar sem hann var eini stóðhesturinn sem ekki var í eigu fjölskyldunnar sjálfrar.
Loks sýndi Viðar Ingólfsson hana Eldey frá Árbæjarhjáleigu í afkvæmahópnum með Jarli föður sínum sem hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á mótinu. Virkilega skemmtilegt mót fyrir okkur fjölskylduna og sérlega ánægjulegt að fá tækifæri til að keppa og sýna á heimavelli. ![]() Helgina 16.-17. júní sl. tókum við Mói þátt í Wowair áhugamóti Spretts í annað sinn og vörðum sigur okkar í fjórgangi frá því í fyrra. Þetta er virkilega skemmtilegt mót og ekki skemmdi heldur fyrir að fá veglegan ferðavinning í sigurlaun. Það er algjörlega til fyrirmyndar hve vel Sprettarar sinna áhugamönnum í hestamennsku, bæði með þessu sumarmóti og ekki síður með áhugamannadeildinni sem fram fer yfir vetrartímann. Ég hef sjálf tekið þátt í áhugamannadeild Spretts sl. þrjú ár með liði Mustad sem hefur verið mjög skemmtileg áskorun. Liðið hefur verið með í deildinni frá upphafi og verið í topp baráttunni en í vor urðu ákveðin tímamót og tækifæri til breytinga. Eftir vandlega íhugsun ákvað ég í framhaldinu að taka eitt ár í pásu frá deildinni með það í huga að koma tvíefld til leiks að ári liðnu. Það er bæði tímafrekt og krefjandi að taka þátt í svona metnaðarfullri keppnisdeild sem spannar að minnsta kosti þriggja mánaða tímabil. Taka þarf inn snemma og koma hestunum snemma í kennisform. Við erum sem stendur með fimm hesta á húsi þessa dagana og verðum að venju með hesta á húsi frameftir haustinu, frameftir októbermánaðuði. Væntanlega tökum við ekki aftur á hús fyrr en eftir jólahátíðir þennan veturinn, sem verður afar þægileg tilbreyting. A-úrslit - fjórgangur V2 1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 6,70 2. Jessica Elisabeth Westlund / Frjór frá Flekkudal, 6,50 3. Brynja Viðarsdóttir / Barónessa frá Ekru, 6,43 4.-6. Hrafnhildur Jónsdóttir / Kraftur frá Keldudal, 6,23 4.-6. Ríkharður Flemming Jensen / Tannálfur frá Traðarlandi, 6,23 4.-6. Kristín Ingólfsdóttir / Garpur frá Miðhúsum, 6,23
Við kíktum í sveitina í byrjun mánaðar til þess að taka út vetrarvöxtinn á hinni tveggja vetra Myrru frá Álfhólum. Myrra er sammæðra Móanum okkar, undan klárhryssunni Móeiði (8,22) frá Álfhólum en faðir hennar er gæðingurinn Konsert frá Hofi (8,72). Hún hefur tekið út mjög góðan þroska á því rúma ári sem liðið er frá því að við hjónin völdum okkur hryssuna í fertugsafmælisgjöf, hún er bæði hálslöng og háfætt og gefur fullorðnu hrossunum lítið eftir í stærð. Það verður virkilega spennandi að byrja að temja þessa efnilegu unghryssu eftir rúmlega ár.
![]() Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að spreyta sig í gæðingakeppni og það var ekki endilega planið fyrirfram hjá okkur Móa að taka þátt í úrtökumóti Fáks fyrir landsmótið. Aðdragandinn og undirbúningurinn fyrir þátttökunni var ekki langur en það gekk furðuvel að skipta um gír úr íþróttakeppni yfir í gæðingakeppni. Við ákvaðum þó að breyta aðeins til og fengum Viðar Ingólfsson til liðs við okkur við sýninguna í forkeppni sem leysti það verkefni með strakri prýði. Niðurstaðan var 14. sæti eftir forkeppni með 8,42 í einkunn og fyrsti varahestur inná landsmótið. Við fengum síðan tækifæri til að spreyta okkur í úrslitum gæðingamótsins eftir töluverð afföll í röðum efstu hesta og var það mikið fjör og virkilega skemmtileg reynsla fyrir okkur. Þau skemmtilegu tíðindi bárust okkur síðan í dag að vegna afskráningar þá erum Mói kominn með þáttökurétt inná landsmótið. Gefst okkur þá báðum tækifæri til að keppa í fyrsta sinn á landsmóti en við höfum þó áður mætt á landsmót því á síðasta móti tókum við þátt í afkvæmahópi Kjerúlfs frá Kollaleiru. Úrslit í B flokki gæðinga 1. Póstur frá Litla-Dal / Gústaf Ásgeir Hinriksson 8,89 2. Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson 8,80 3. Valur frá Árbakka / Hulda Gústafsdóttir 8,72 4. Sproti frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8,71 5. Æska frá Akureyri / John Sigurjónsson 8,70 6. Taktur frá Vakurstöðum / Matthías Leó Matthíasson 8,65 7. Sæmd frá Vestra-Fíflholti / Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,61 8. Mói frá Álfhólum / Saga Steinþórsdóttir 8,42 ![]() Við fengum fréttir af því í vikunni að fætt væri móálótt hestfolald undan Myrkvu okkar og Dagfara frá Álfhólum (8.62). Það eru þá komin 10 ár frá síðasta merfolaldi sem fæddist sumarið 2008 en sex hestfolald hafa fæðst okkur í röð síðan þá. Kynjahlutföllin eru á þá leið að af þeim 14 folöldum sem við höfum ræktað á sl. 20 árum þá eru ellefu hestfolöldum á móti þremur merfolöldum. Skal engan undra að við freistumst til að kaupum af og til efnilegar hryssur til að rétta kynjahlutfallið við í litla hesthúsinu okkar. Folinn ungi virðist nokkuð álitlegur við fyrstu sýn og fer hann um á góðganginum sem er alltaf kostur. Vonandi hefur hann erft fleiri eiginleika en litinn einan frá Dagfara sem er frábær gæðingur og við hrifumst mjög af við fyrstu sýn þegar sá var einungis veturgamlan. ![]() Dagana 9.-13. maí fór Reykjavíkurmeistaramót Fáks fram í Víðidalnum þar sem við Mói tókum þátt í fjórgangi og tölti í 1. flokki. Við vorum efst í fjórgangi eftir forkeppnina, annað árið í röð en þurftum því miður að hætta forkeppni í tölti vegna mistaka. Í úrslitunum lenntum við í smá brasi sem urðu okkur á endanum dýrkeypt og við enduðum í 3. sæti úrslitanna eins og í fyrra. Í sárabót náðum við þó að landa hinum eftirsótta Reykjavíkurmeistaratitli sem veittur er efsta félagsmanni Fáks hverju sinni. Liðin voru heil 24 ár síðan þeim titli var síðast hampað en það var í tölt unglinga árið 1994. Meðfylgjandi má sjá heildarniðurstöður úrslitanna: A-úrslit - 1. flokkur fjórgangur V2 1. Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,83 2. Róbert Bergmann / Brynjar frá Bakkakoti 6,73 3. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,70 4. Telma Tómasson / Baron frá Bala 6,63 5. Hrefna María Ómarsdóttir / Selja frá Gljúfurárholti 6,17 ![]() Þetta vor hefur á margan hátt verið sérstakt. Fyrir það fyrsta þá hefur veðrið haft mikil áhrif á mótahald enda hefur það verið einstaklega slæmt þennan maímánuðinn. Mót hafa færst til um daga og jafnvel verið aflýst vegna vonskuveðurs. Þau mót sem þó voru haldin liðu mörg hver fyrir risjótt veðurfar og kuldatíð. Það má með sanni segja að íþróttamót Harðar helgina 4. til 6. maí. hafi fremur verið vetrarmót en vormót. Alla mótadagana gekk á með dimmum hríðaréljum og köldum vindhviðum. Við Mói létum veðrið ekki slá okkur útaf laginu og mættum gallvösk í braut í ullarnærfötunum og tókum þátt í fjórgangi 1. flokki. Við áttum góða daga á mótinu og stóðum efst eftir bæði forkeppni og úrslit með 7,07 í lokaeinkunn, sjá nánari úrslit hér fyrir neðan. Þar af fengum við okkar fyrstu átta í einkunn fyrir yfirferð sem var sérlega ánægjulegt. Þetta mót var góð upphitun fyrir Reykjavíkurmeistaramótið sem hófst strax í vikunni eftir. A úrslit - 1.flokkur fjórgangur V2 1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,07 2. Hrafnhildur Jónsdóttir / Kraftur frá Keldudal 6,47 3. Hjörvar Ágústsson / Bylur frá Kirkjubæ 6,33 4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Menja frá Margrétarhofi 6,30 5. Brynja Viðarsdóttir / Barónessa frá Ekru 6,13 6. Hrafnhildur H Guðmundsdóttir / Þytur frá Dalvík 6,03 ![]() Fréttaflutningur héðan af síðunni hefur legið í nokkrum dvala sökum anna sl. mánuði en hér verður leitast við að stikkla á stóru frá viðburðum vetrarins. Keppnistímabil ársins hófst með þátttöku minni í áhugamannadeild Spretts með MUSTAD liðnu í byrjun febrúar en þetta er þriðja árið í röð sem ég tek þátt í deildinni. Við Mói gerðum okkur lítið fyrir og endurtókum leikinn frá því í fyrra og unnum fjórgangsmótið sem var fyrsta mótið af fjórum. Ég keppi jafnframt á Eyrúnu frá Strandarhjáleigu í bæði fimmgangi og slaktaumatölti en við erum ennþá að stilla saman strengi og árangur okkar var í besta falli ásættanlegur. Heildarárangur vetrarins var því töluvert síðri en í fyrra og MUSTAD liðið endaði í 8. sæti af 16 liðum sem var lækkun um fjögur sæti frá því árið áður. Í einstaklingskeppninni endaði ég í 9.-12. sæti af 80 keppendum. A-úrslit - fjórgangur V2 1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,80 2. Sigurbjörn Viktorsson / Tenór frá Stóra-Ási 6,47 3. Kristín Ingólfsdóttir / Garpur frá Miðhúsum 6,43 4. Hannes Brynjar Sigurgeirson / Gammur frá Enni 6,40 5. Jón Steinar Konráðsson / Garpur frá Kálfhóli 2 6,33 6. Þórunn Eggertsdóttir / Harki frá Bjargshóli 6,27 7. Sævar Leifsson / Hamar frá Hafsteinsstöðum 6,23 8.-9. Árni Sigfús Birgisson / Herdís frá Lönguhlíð 6,13 8.-9. Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 6,13 |