MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Reykjavík Riders Cup

6/26/2017

0 Comments

 
PictureSigur í fjórgangi á Reykjavík Riders Cup.
Hið stórskemmtilega Reykjavík Riders Cup íþróttamót fór fram á félagssvæði Fáks dagana 20.-22. júní sl. en það var jafnframt síðasta mótið okkar Móa í bili þar sem kominn er tími á kærkomið og langþráð sumarfrí fyrir okkur bæði.  

Við Mói tókum þátt í tveimur keppnisgreinum en þetta var í annað sinn sem við tökum þátt í þessu móti. Að þessu sinni stóðum við efst eftir forkeppni í fjórgangi með 6.90 í einkunn og vorum jafnframt í öðru sæti inn í töltúrslitin með 6.77 í einkunn. Úrslitin voru síðan æsispennandi og harð barist en leikar fóru svo að við héldum forystunni í fjórgangi og unnum sigur með 7.07 í einkunn en enduðum jöfn þeim Láru og Gormi í töltinu með 7.17 í einkunn. Þau úrslit voru kunngerð með sætaröðun dómara og munaði einungis einu stigi á okkur. Þar með rann tvöfaldur sigur okkur Móa úr greipum að þessu sinni og Lára landaði gullinu í tölti. Við gátum þó vel unað samanlögðum árangri eftir tvær spennandi úrslitaviðueignir á sama kvöldinu. 


A-úrslit í fjórgangi (V2) - opinn flokkur: 
1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 7.07
2. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Fífill frá Feti, 6.93
3. Anna S. Valdemarsdóttir / Blökk frá Þingholti, 6.80
4. Jóhanna M. Snorradóttir / Glaður frá Mykjunesi 2, 6.40
5. Rósa Valdimarsdóttir / Íkon frá Hákoti, 6.33


A- úrslit í tölti (T3) – opinn flokkur:
1.-2. Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli, 7.17
1.-2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 7.17
3. Erlendur Ari Óskarsson / Byr frá Grafarkoti, 6.78
4. Rósa Valdimarsdóttir / Íkon frá Hákoti, 6.67
5. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Fífill frá Feti, 6.39

6. Jóhann Ólafsson / Nóta frá Grímsstöðum, 6.17

​Viku áður fór fram skemmtilegt kvöldmót í Herði þar sem boðið var upp á keppni í opnum flokki í bæði fjórgangi og fimmgangi. Við Mói skelltum okkur í fjórgangskeppnina til að hita okkur upp fyrir síðasta mótið að sinni (Reykavík Rider Cup) og stóðum efst bæði eftir forkeppni og úrslit. Úrslitin fóru þannig að við unnum nokkuð örugglega með 7.0 í einkunn en nánari úrslit má sjá hér:  

Fjórgangur A-úrslit Opinn flokkur: 
1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 7.00
2. Sara Rut Heimisdóttir /Brák frá Stóra-Vatnsskarði, 6.53

3. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartartungu, 6.40
4. Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga, 6.20
5. Ásta M. Jónsdóttir / Saga frá Brúsastöðum, 6.10
6. Súsanna Sand Ólafsdóttir / Krumma frá Skör, 5.93

Picture
Sigur í fjórgangi á kvöldmóti Harðar.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL