MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Reykjavíkurmeistaramót 2019

8/7/2019

0 Comments

 
Picture
Við Mói skellum okkur á Reykjavíkurmeistaramótið sem að þessu sinni var haldið um miðjan júnímánuð. Við höfum keppt árlega á þessu móti síðastliðin fjögur ár og jafnað gengið vel.

Við höfum ávallt náð í A-úrslit í fjórgangi í 1. flokki og einnig verið í B-úrslitum í tölti en okkur hefur ekki enn tekist að landa sigri á þessu gríðarsterka íþróttamóti. Reykjavíkurmeistraratitillinn í fyrra fyrir 3. sætið var þó ánægjulegur áfangi og í ár enduðum við naumlega í 2. sæti, með 0,03 mun á eftir Eddu Rún og Spyrnu.

Við megum vel við una því silfrið er okkar besti árangur á þessu móti og við hlutum jafnframt okkar hæstu einkunn frá upphafi (7,27) með allar gangtegundir jafnar og góðar.  


​WR Reykjavíkurmeistaramót - Fjórgangur 1. flokkur
1. Edda Rún Guðmundsdóttir / Spyrna frá Strandarhöfði 7,30
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,27
3. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 6,97
4. Dagmar Öder Einarsdóttir / Villa frá Kópavogi 6,73
5. Anna Þöll Haraldsdóttir / Óson frá Bakka 6,60
6. Hrefna María Ómarsdóttir / Selja frá Gljúfurárholti 6,50

Þá bárust okkur þau gleðitíðindi frá Margrétarhofi í júlíbyrjun að Eyrún okkar frá Strandarhjáleigu (8,25) væri sónuð með staðfest fyl við Kveik frá Stangarlæk (8,76). Kveikur nýtur mikilla vinsælda og komust færri að en vildu þetta árið. Við erum því virkilega spennt fyrir afkvæminu og vonum innilega að Eyrún komi með hryssuna sem við höfum beðið þolinmóð eftir í nærri 12 ár.  


Annars er það helst að frétta að við erum komin með hestana okkar á hús að nýju eftir stutt sumarfrí í julí. Við ætlum við að leika okkur eitthvað inn í haustið, þjálfa söluhross og byrja að temja ungviðið okkar sem komið er á tamningaraldur. Í því ljósi höfum við jafnframt ákveðið að taka Myrkvu aftur á hús næsta vetur en meðfylgjandi myndir hér að neðan eru einmitt af yngsta afkvæmi hennar undan Dagfara frá Álfhólum (8.62) sem fæddist snemma í sumar. Ungi folinn vex og dafnar í sveitasælunni, hann fer um á góðgangi og lofar bara nokkuð góðu.  

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL