MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Reykjavíkurmeistaramót og íþróttamót Harðar

5/22/2017

0 Comments

 
PictureKolbrá Eva og Vinur í pollaflokki.
Við Mói mættum í tvær greinar á Reykjavíkurmeistaramótnu í ár en í fyrra þreyttum við frumraun okkar í fjórgangi á þessu móti. Þá enduðum við í 5. sæti í A-úrslitum í fjórgangi 1. flokki með 6.70 í einkunn. Í ár mættum við aftur í fjórganginn en bættum töltkeppninni við að þessu sinni enda hesturinn árinu eldri og reyndari. Eftir forkeppni vorum við Mói efst í fjórgangi ásamt Eddu Rún og Spyrnu. Við vorum síðan efst inn í B-úrslitin í töltinu með 6,70 eftir forkeppnina. 

B-úrslitin í tölti gengu ágætlega en ennþá vantar aðeins upp á öryggi okkar í hraðabreytingum og við enduðum í 7.-8. sæti með 6,78 í einkunn. Í fjórgangsúrslitunum gekk okkur betur en herslumuninn vantaði þó upp á í brokk- og fetsýningunni til að eiga möguleika á sigri að þessu sinni. Við enduðum því jöfn Stellu Sólveigu og Pétri Gauti í 2.-3. sæti með 6,90 í einkunn.    

A-úrslit í fjórgangi 1. flokki:
1. Edda Rún Guðmundsdóttir / Spyrna frá Strandarhöfði 7,03
2.-3. Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,90
2.-3. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,90
4. Anna S. Valdemarsdóttir / Blökk frá Þingholti 6,83
5. Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk 6,77
6. John Sigurjónsson / Æska frá Akureyri 6,53

​
B-úrslit í tölti 1. flokki: 
6. John Sigurjónsson / Æska frá Akureyri 7,22
7.-8. Birgitta Bjarnadóttir / Þytur frá Gegnishólaparti 6,78
7.-8. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,78
9. Þorvarður Friðbjörnsson / Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 6,61
10. Ragnheiður Þorvaldsdóttir / Hrafnagaldur frá Hvítárholti 6,56
11. Guðrún Sylvía Pétursdóttir / Rafn frá Melabergi 6,28
 
​

Picture
ÍÞRÓTTAMÓT HARÐAR

Um liðna helgi mættum við Myrkva á íþróttarmót Harðar í bæði fjórgang og slaktaumatölt en dýrkeyptir hnökkrar í fjórgangssýningunni kostuðu okkur úrslitasæti í þeirri grein og enduðu við í 6. sæti eftir forkeppni. Slaktaumatöltið gekk þó betur og vorum við í öðru sæti eftir forkeppni með 6.40 í einkunn  en færðust niður í það þriðja í úrslitum.
​
​

A- úrslit í slaktaumatölti (T2)  1. flokki:

1. Hulda Kolbeinsdóttir / Nemi frá Grafarkoti 6,67 
2. Játvarður Jökull Ingvarsson / Sóldögg frá Brúnum 6,50 
3. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,38 
4. Sóley Þórsdóttir / Krákur frá Skjálg 6,08 
5. Rúna Helgadóttir / Fjóla frá Brú 5,83 

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL