MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Úrslit í brakandi blíðu

5/10/2011

0 Comments

 
PictureMyrkva frá Álfhólum á Rvk. móti.
Það var hreinlega ekki hægt að biðja um betra veður en var síðasta sunnudagsmorgun þegar úrslitin í fjórgangi 2. flokki voru riðin á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Það hreyfði vart hár á höfði og hitinn fór hátt í tuttugu gráður strax í morgunsárið. Úrslitin voru skemmtileg en krefjandi í hitanum fyrir bæði knapa og hesta. Þetta var fyrsta úrslitakeppni okkar Myrkvu og fyrirfram var erfitt að vita hvernig óreynt par í sinni fyrstu keppni mundi reynast í samanburðinum við verðuga andstæðinga. Miklar sviptingar urðu í röðun keppenda og á endanum höfðu allir sætaskipti nema við Myrkva.

Myrkva var nokkuð jöfn í öllum atriðum keppninnar og þegar þrjár gangtegundir voru búnar af fimm vorum við efstar að stigum þrátt fyrir að sýningin á brokki hefði ekki tekist sem skyldi. Myrkva á einnig meira inni fyrir fetið og vandræði í stökkskiptingu drógu okkur niður, því minnkað forskotið verulega fyrir síðasta atriði keppninnar, yfirferðina. Þar á Myrkva enn sem komið er á brattann að sækja og sluppum við naumlega með einkunina sex á meðan okkar keppinautar okkar fengu einum til einum og hálfum hærra í einkunn.

Úrslitin réðust á lokaatriði keppninnar og sigurinn rann okkur úr greipum. Annað sætið var niðurstaðan að þessu sinni með einkunina 6,53 og má vel við una á fyrsta móti með tvo hátt dæmda 1. verðlauna stóðhesta á hvora hönd. Við Myrkva höfum ekki sagt okkar síðasta og stefnum á að æfa okkur betur og stilla saman strengi á mótum sumarsins.

Heildarniðurstöður frá úrslitunum má sjá hér fyrir neðan og myndirnar af okkur Myrkvu tók Hrefna María Ómarsdóttir.

Reykjavíkurmeistaramót Fáks    
Fjórgangur A úrslit 2. flokkur
                                                       
1. Rakel Sigurhansdóttir / Stormur frá Efri-Rauðalæk        6,77        
2. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum        6,53      
3. Stefnir Guðmundsson / Bjarkar frá Blesastöðum 1A        6,4      
4. Brynja Viðarsdóttir / Ketill frá Vakurstöðum        6,37      
5. Darri Gunnarsson / Unnar frá Árbakka        6,33        
6. Drifa Danielsdóttir / Háfeti frá Þingnesi        6,3    
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL