MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Síðsumars mótastand

9/7/2016

0 Comments

 
Picture
Mói á Metamóti 2016.
Picture
Stuðningsliðið fagnaði sigri á metamóti.
Picture
B-flokki áhugamanna á metamóti.
Picture
A úrslit í fjórgangi í Dreyra.
Picture
A útslit í tölti í Dreyra.
Picture
Við Mustad skvísur fögnum gulli og silfri í slaktaumatöltinu í Dreyra.
Við fjölskyldan gerðum góða ferð á Norðurálsmót Dreyra á Akranesi um miðjan ágústmánuð. Hrossin okkar höfðu verið mánaðarlöngu sumarfríi í júlí á meðan við fjölskyldan skruppum í sólarlandaferð en þau voru komin í ágætistrimm á ný eftir góða hvíld og útiveru í sumarhaganum.   

Ég tók að þessi sinni þátt í þremur greinum á mótinu, mætti í fjórgang á Móa og Myrkvu, í töltið á Móa og í slaktaumatölt á Myrkvu. Uppskeran af þessu mótastandi var sú að við komum heim með eitt gull og tvö silfur.

Það munaði aðeins hársbreidd að við Mói hefðum sigur í okkar fyrstu töltúrslitum. Eftir að hafa verið jöfn Elíasi og Barónessu í 1.-2. sæti með 6,94 í einkunn gáfu dómarar sætaröðun. Annað sætið varð okkar eftir þá röðun með eins stigs mun þegar tveir dómara gáfu okkur 1. sætið en þrír 2. sætið. Það gat því ekki staðið tæpara. Þetta er sannarlega efnileg byrjun í töltkeppni hjá þessum sex vetra fola en við erum sífelld að prufa okkur áfram í nýjum keppnisgreinum.

​Öruggt gull vannst síðan á Myrkvu í slaktaumatölt með 6,88 í einkunn og silfur í fjórgangi með 6,83 í einkunn í harðri keppni um hverja kommu og sæti.


A úrslit í slaktaumatölti (T2): 
1. Saga Steinþórsdóttir/ Myrkva frá Álfhólum, 6,88
2. Hrafnhildur Jónsdóttir/ Hrímnir frá S-Brennihóli, 6,21
3. Katla Sif Snorradóttir/ Pontíak frá Breiðabólsstað, 6,00

A úrslit í fjórgangi (V2): 
1. Elías Þórhallsson/ Barónessa frá Ekru, 6,87
2. Saga Steinþórsdóttir/ Myrkva frá Álfhólum, 6,83
3. Hrafnhildur Jónsdóttir/ Kraftur frá Keldudal, 6,80
4. Sigurður V. Matthíasson/ Aþena frá Húsafelli 2, 6,57
5. Jón Steinar Konráðsson/ Prins frá Skúfslæk,i 6,37 
6. Anna Björk Ólafsdóttir/ Bjartmar frá Stafholti, 6,37 

A úrtslit í tölti (T3):
1.-2. Elías Þórhallsson/ Barónessa frá Ekru, 6,94 
1.-2. Saga Steinþórsdóttir/ Mói frá Álfhólum, 6,94 
3. Snorri Dal/ Íslendingur frá Dalvík, 6,72 
4. Jóhannes M. Ármannsson/ Ester frá Eskiholti, 6,72 
5. Jón Steinar Konráðsson/ Prins frá Skúfslæk, 6,44

Næsta mót var Metamót Spretts í byrjun september. Þar reyndum við Mói okkur í gæðingakeppni í fyrsta sinn, nánar tiltekið í B-flokki gæðinga. Mói stóð sig frábærlega í sinni fyrstu gæðingakeppni
 og hann leysti þetta verkefni jafn vel og önnur sem fyrir hann hafa verið lögð. Ég reið reyndar full varfærnislega í forkeppni enda sjálf ryðguð í greininni og því enduðum við á að fara lengri leiðina að þessu sinni. Við komum neðarlega inn í B-úrslitin með 8,31 í einkunn eftir forkeppnina en unnum þau með 8,42 í einkunn. Það var síðan á brattann að sækja í æsispennandi A-úrslitum þar sem níu hestar og knapar öttu kappi. Við Mói höfðum að lokum nauman sigur þar sem 0,01 stig skyldu að efstu þrjú sætin. Þetta er í annað sinn sem ég keppi á Metamóti Spretts en fyrra skiptið var fyrir þremur árum þegar ég keppti á Grósku frá Kjarholtum í A flokki áhugamanna þar sem við enduðum með silfrið. Þetta mót er skemmtilegur endir á mótasumrinu og að þessu sinni var hann afar sætur. 

A-úrslit í B flokki áhugamanna:
​
1. Saga Steinþórsdóttir/ Mói frá Álfhólum, 8,48 
2. Þorvarður Friðbjörnsson/ Þjóðólfur frá Þjóðólfsh., 8,47
3. Birta Ingadóttir/ Október frá Oddhóli, 8,47
4. Guðrún M. Valsteinsd./ Óskar Þór frá Hvítárholti, 8,39
5. Atli Freyr Maríönnuson/ Óðinn frá Ingólfshvoli, 8,38
6. Arna Snjólaug Birgisdóttir/ Nasa frá Útey, 8,36
7. Sverrir Einarsson/ Kraftur frá Votmúla 2, 8,35
8. Gunnar Tryggvason/ Grettir frá Brimilsvöllum, 8,19
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL