MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Síðsumarsmót í ágúst

9/9/2019

 
PictureEldey í 2. sæti í A-flokki áhugamanna.
Ég skellti mér á WR Suðurlandsmótið helgina 23.-25. ágúst sl. en þá voru liðin ein átta ár síðan ég keppti síðast á þessu móti á henni Myrkvu minni. 

Við Mói tókum að þessu sinni þátt í bæði fjórgangi og tölti og það verður að viðurkennast að aksturinn sem fylgir þátttöku á Hellumótum er alveg í það allra mesta. Forkeppni á föstudegi og laugardegi ásamt tvennum úrslitum á sunnudegi þýddi einfaldlega 600 km akstur yfir helgina.    

Ég ákvað með afar skömmum fyrirvara að láta vaða og skrá okkur Móa til þátttöku eftir afar létt síðsumarstrimm að loknu sumarfríi okkar beggja. Þar sem Mói er stóðhestur naut hann auðvitað ekki þeirra forréttinda að koma með okkur í hestaferðina og hans miðsumar pása var því nokkuð lengri en hinna hestana okkar. Ég ákvað jafnframt að dusta rykið af töltkeppninni (T3) eftir nokkurt hlé í þeirri grein en við Mói höfum að mestu einbeitt okkur að fjórganginum sl. tvö árin með smá viðkomu í B-flokki. Við máttum vel við una og komumst í A- úrslit í báðum greinum. Við eigum meira inni í töltinu og munum halda áfram að æfa okkur í þeirri grein á komandi keppnistímabili. Þrátt fyrir að vera nokkuð frá okkar besta formi þá vorum vaxandi allt mótið og hefðum toppað okkur á fjórða degi. 
  
Þá mætti ég í fyrsta sinn með Eldey frá Árbæjarhjáleigu II á keppnisbrautina núna í ágúst. Við tókum úr okkur hrollinn með keppni í fimmgangi á WR Suðurlandsmótinu þar sem 2 af 5 gangtegundum fóru algjörlega í vaskinn. Það var ekkert annað í stöðunni en að girða sig í brók og mæta galvaskar á næsta mót sem var A-flokkur áhugamanna á Gæðingaveislu Sörla dagana 27.-29. ágúst. Þar gekk okkur betur að púsla öllum gangtegundum saman forkeppninni og niðurstaðan í úrslitum var 2. sætið með 8,29 í einkunn. Skömm er frá því að segja að ekki voru liðin nema 20 ár ár frá minni síðustu þátttöku í A-flokki ef frá er talin ein A-flokks keppni á beinni braut á Metamóti fyrir sex árum síðan. Þá mættu þeir félagar Drífandi frá Álfhólum og Steinþór Nói að nýju í brautina og tóku annað rennsli í barnaflokknum. Þeir áunnu sér keppnisrétt í A-úrslitum eftir forkeppni og unnu sig upp í 4. sætið með 8,38 í aðaleinkunn. Flottar framfarir á milli móta og Þeir stefna á að mæta aftur til leiks á næsta tímabili, reynslunni ríkari.   

Það hefði reyndar verið gaman að mæta á það skemmtilega mót (Metamót) sem fram fór núna um helgina en ég var erlendis og komst því miður ekki að þessu sinni. Vonandi næst! 

​WR Suðurlandsmót - Fjórgangur (V2) 1. flokkur
1. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 7.33
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,97
3. Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 6,87
4. Arnhildur Helgadóttir / Gná frá Kílhrauni 6,77
5. Elín M. Björnsdóttir / Melódía frá Hjarðarholti 6,53
6. Brynja Viðarsdóttir / Barónessa frá Ekru 6,40
7. Daníel Ingi Larsen / Alrún frá Langsstöðum 6,13


WR Suðurlandsmót - Tölt (T3) 1. flokkur
1. Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 7,50
2. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 7.39
3. Vilborg Smáradóttir / Dreyri frá Hjaltastöðum 6,83

4.-6. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,67
4.-6. Fríða Hansen / Vargur frá Leirubakka 6,67
4.-6. Klara Sveinbjörnsdóttir / Seimur frá Eystra-Fróðholti 6,67
7. Hrönn Ásmundsdóttir / Rafn frá Melabergi 6,61
8. María L. Skúladóttir / Hafrún frá Ytra-Vallholti 6,39 


​Gæðingaveisla Sörla - A-flokkur áhugamanna
1. Tónn frá Breiðholti í Flóa / Kristín Ingólfsdóttir 8,37
2. Eldey frá Árbæjarhjáleigu II / Saga Steinþórsdóttir 8,29
3. Sólon frá Lækjarbakka / Hafdís Arna Sigurðardóttir 8,28
4. Þór frá Minni-Völlum / Sigurður Ævarsson 8,11
5. Draupnir frá Varmadal / Stella Björg Kristinsdóttir 8,08
6. Villi frá Garðabæ / Stefnir Guðmundsson 8,05
7. List frá Hólmum / Viktor Aron Adolfsson 7,93


Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL