MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Sonur Dimmuborgar

6/23/2012

0 Comments

 
Picture
Í vikunni fæddist myndarlegt hestfolald í Álfhólum undan Dimmuborg frá Álfhólum og Kráki frá Blesastöðum 1A. Dimmuborg er fimm vetra dóttir gæðingsins Dimmu frá Miðfelli, sem meðal annars er móðir Dívu og Dimmis frá Álfhólum. Dimmuborg er undan Braga frá Kópavogi sem hefur m.a. hlotið 8.51 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, stökk, fet, fegurð í reið, hægt stökk og hægt tölt. Fimm elstu afkvæmi Dimmu frá Miðfelli hafa öll komið í dóm og þar af hafa fjögur hlotið mjög góð 1. verðlaun.

Dimmuborg slasaðist illa þegar hún mjaðmabrotnaði aðeins tveggja vetra gömul og var henni vart hugað líf. Dimmuborg verður aldrei tamin en hún getur átt afkvæmi og það verður hennar hlutverk hér eftir. Dimmuborg fór eftirminnanlega um mýrina á Álfhólum með miklum fótaburði og fasi áður en hún slasaðist. Þess má geta að tvær jafnöldrur hennar frá Álfhólum, einnig undan Braga frá Kópavogi, eru komnar inn á landsmótið í Reykjavík með glæsileg 1. verðlaun. Á landsmótinu mun Krákur einnig hljóta 1. verðlauna fyrir afkvæmi aðeins 10 vetra gamall, Díva systir Dimmuborgar tekur þátt í tötlkeppni landsmóts og ræktunarbú Álfhóla kemur fram með þeim systkinum Dimmi og Dívu í farabroddi.

Ungi folinn undan Dimmuborg er sameign okkar og Söru í Álfhólum og það verður spennandi að fylgjast með þroska hans á komandi vikum og mánuðum. 
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL