MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Síðsumars íþróttarmót

9/28/2012

0 Comments

 
PictureHart barist í fjórgangsúrslitum í Herði. Mynd: BSG.
Eftir gott sumarfrí með fjölskyldunni að loknu landsmóti var kominn tími til að sækja hryssurnar okkar úr haganum og hefja þjálfun á ný í lok júlímánaðar. Við Myrkva byrjuðum á að skella okkur á skemmtilegt íþróttamót í Mosfellsbæ í byrjun ágúst þar sem við tókum þátt í tveimur greinum, tölti og fjórgangi. Árangurinn í töltinu var ekki til frásagnar en við fórum hins vegar beint í A-úrslit í fjórgangi opnum flokki með einkunina 6.67 og enduðum í 4. sæti.

Helgina eftir var ferðinni heitið á Suðurlandsmótið á Hellu með þær stöllur, Myrkvu og Grósku frá Kjarnholtum I. Þetta var frumraun Grósku í fimmganginum en Myrkva er orðin keppnisreynd í sinni grein og enduðum við í 8. sæti í B-úrslitum í opnum flokki í fjórgangi eftir sterka forkeppni með einkunina 6.70.   

Stefnan var næst tekin á gæðingamótin tvö, gæðingaveislu í Sörla og metamót í Andvara en bakmeiðsli mín settu strik í reikninginn og lítið fór fyrir útreiðum næstu tvær vikurnar.

Eftir góða hvíld skráði ég báðar hryssurnar á Tommamótið í Víðidal sem haldið var aðra helgina í september. Þetta er frábært mót sem haldið er til minningar um öðlinginn Tómas Ragnarsson sem lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra á Selfossi en er núna komið á réttann stað á heimasvæði Tómasar í Víðidalnum. 

Ég skráði Myrkvu í nýja töltgrein sem við höfðum ekki reynt okkur við áður, slaktaumatölt (T2). Þessi grein hentar Myrkvu mun betur en hefðbundnar töltkeppnir og kom hún mér skemmtilega á óvart á okkar fyrstu slaktauma æfingum tveimur dömum fyrir mótið. Eftir forkeppnina vorum við í öðru sæti með einkunina 6.17 en hasarinn í úrslitunum reyndist okkur erfiður og slaki taumurinn leið fyrir það. Við féllum því niður í 5. sæti en munum örugglega mæta aftur í þessa stórskemmtileg keppnisgrein þegar við verðum búnar að æfa okkur aðeins betur.

Það er mikil tilhlökkun að halda áfram þjálfuninni með þessar tvær hryssur á næsta keppnistímabili og reyna okkur í nýjum keppnisgreinum. Þær stöllur hafa verið í léttri þjálfun á haustdögum þar sem þær eru unghryssunum okkar til stuðning. Fljótlega fara þær allar í haustbeitina þar sem þær fá kærkomna þriggja mánaða hvíld frá þjálfunin fram á næsta ár.   

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL