MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Sumarþjálfun

9/9/2014

0 Comments

 
Picture
Mói 4v. frá Álfhólum.
Picture
Mói 4v. frá Álfhólum.
Í sumarbyrjun sóttum við Ágústínusarsynina okkar tvo úr vetrarbeitinni í Kjós en þeir voru báðir gerðir reiðfærir síðastliðið haust. Við höfum í sumar haldið áfram þeirra grunnþjálfun og tamningu og fórum við meðal annars með þá í þrjá stutta rekstrartúra. Þar af var 2ja daga rekstrartúr áleiðis til Þingvalla og tveir tamningartúrar í Landeyjunum með Söru og fylgdarliði í Álfhólum. 
Af öðrum hrossum hjá okkur er það helst að frétta að Skriða frá Reykjavík hefur verið seld til Svíþjóðar og heldur til nýrra heimahaga í næsta mánuði. Óskum við nýjum eigenda til hamingju með hryssuna. Við höfum jafnframt fest kaup á efnilegum ungfoli frá Álfhólum því finna þurfti nýjan arftaka fyrir þegar Myrkva var leidd undir stóðhest í sumar.  Það var ljóst að húsfreyjan var ekki reiðubúin til þess að leggja keppnisskóna á hilluna að svo stöddu. Því var farið á stúfana að leita að hestefni til að taka við hlutverkinu og þótti okkur í því sambandi algjör óþarfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Því varð fyrir valinu 4 vetra náfrændi Myrkvu, nánar tiltekið systursonur hennar undan klárhryssunni og hestagullinu Móeiði frá Álfhólum (8,22, þar af 8,43 fyrir hæfileika) og Kjerúlf frá Kollaleiru (8,44, þar af 8,64 fyrir hæfileika). Nánar má lesa um þennan unga og efnilega fola hér. Það eru því spennandi tímar framundan í vetur með nýjum verkefnum.   
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL