MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Sumarsmellur 2013

7/1/2013

0 Comments

 
PictureSlaktaumatölt T2, mynd: Bjarni Sv. Guðmundsson.
Helgina 28.-30. júní mætti ég á Sumarsmell Harðar með brúnkurnar okkar tvær í alls fjórar keppnisgreinar. Ég skráði Myrkvu í meistaraflokk í fjórgangi til að æfa fjórgangsprógrammið fyrir Íslandsmótið í næstu viku og í slaktaumatölt í 1. flokki. Ég tók þá slæmu ákvörðun að breytta uppsetningunni á prógramminu á síðustu stundu og sú ákvörðun bar ekki árangur, prógrammi gekk einfaldlega ekki upp hjá okkur. Einkunnin var 6.60 og 6. sæti sem var vissulega vonbrigði eftir góða frammistöðu á Gullmótinu með 6,8 í forkeppni og 7,17 í B-úrslitum. 

Í slaktaumatöltinu gekk okkur betur og var þetta í þriðja sinn sem við reynum okkur í þessari grein. Forkeppnin gekk vel og spennulaust og enduðum við efst með einkunnina 6.63. Í úrslitunum byrjuðum við einnig vel og hlutum 7,50 fyrir frjálsu ferðina en vorum full heitar og riðum hæga töltið of hratt. Fengum við frá 6 upp í 7 fyrir það atriði. Stress og spenna hljóp síðan í okkur báðar á slaka tauminum og fengum við dapra einkunn fyrir lokaatriðið sem gildir tvöfalt og enduðum því í 2. sæti með einkunnina 6,42. Gengur vonandi betur næst. 

Með Grósku frá Kjarnholtum I mætti ég í fimmgang og gæðingaskeið í 1. flokki. Í fimmganginum áttum við ágæta sýningu, engin einkunn undir 6 nema fyrir töltið sem var heldur stirt að þessu sinni. Aðaleinkunnin var 6,0 fyrir sýninguna í heild og 13.-14. sæti af 29 keppendum. Við skráðum okkur einnig til leiks í gæðingaskeiðið en í þeirri grein hef ég ekki keppt í sl. 18 ár. Við sýndum efnilega takta og fengum 6 til 6,5 fyrir flest atriði ef frá er talin niðurhægingin í lokin og 8. sæti. Við munum mæta aftur í þessa skemmtilegu skeiðgrein síðar í sumar. 

Picture
Mosó 2013, mynd: Bjarni Sv. Guðmundsson.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL