MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Suðurlandsmót

11/7/2011

0 Comments

 
PictureMyrkva frá Álfhólum í apríl 2011.
Við Myrkva frá Álfhólum gerðum okkur ferð austur á Hellu til að keppa í fjórgangi opnum flokki á Suðurlandsmóti í ágúst. Ferðirnar austur urðu á endanum þrjár því við vorum í 6. sæti eftir forkeppnina á fimmtudegi, fórum í B-úrslit á laugardegi og loks í A-úrslit sunnudegi eftir sigur í B-úrslitum.

Í A-úrslitunum unnum við okkur upp um tvö sæti og skelltum ekki minni keppnismönnum en Sigurði Sigurðarsyni og Sigurbirni Bárðarsyni aftur fyrir okkur með einkunnina 6.87.

Suðurlandsmót.
Ég var ánægð með okkur Myrkvu í forkeppninni á Hellu og hún kom einbeitt til leiks á nýjum stað og nýjum velli. Á Suðurlandsmótinu var boðið upp á að ríða einn í braut í opna flokkinum sem mér finnst langskemmtilegast. Það er himinn á haf á milli þess að fá að stýra sínu prógrammi eða að bíða eftir fyrirmælum frá þul. Svona byrjaði ég að keppa í yngri flokkum en forkeppni með fleiri knöpum í braut hófst ekki fyrr en ég var komin í ungmenna eða fullorðinsflokk.

Við Myrkva fengum einkunina 6.70 og 6. sætið eftir hnökralausa og þétta fjórgangssýningu. Ég vonaðist til að ná beint í A-úrslit en það var síðasti knapi í braut sem ýtti okku niður í B-úrslit. Ég var búin að lagfæra prógrammið og betrumbæta frá Íslandsmótinu mánuði áður. Það voru því ákveðin vonbrigði að fá ekki hærri tölur í forkeppninni fyrir mun betri sýningu en á Íslandsmóti þar sem hreinlega allt fór í vaskinn. Það var hins vegar samdóma álit bæði keppenda og áhorfenda að dómar á þessu móti voru almennt frekar lágir og lækkuðu flestöll pör í einkunn frá fyrri mótum. Þeir sem röðuð sér fyrir ofan mig í forkeppni voru hins vegar mun þekktari knapar á reynslumeiri hestum þannig að ég var sátt við heildarniðustöðu forkeppninnar.

Í B-úrslitunum mættum við verðugum andstæðingum, 1. verðlauna kynbótahrossum, fyrrverandi Íslandsmeistara í fjórgangi og þaulreyndum keppnishestum sem höfðu farið langt yfir 7una á fyrri mótum sumarsins. Því miður var Myrkva alls ekki nógu góð í B-úrsitunum og langt frá því að vera eins góð og í forkeppninni. Við vorum enn að stilla saman nýja keppnisstrengi - búnað, upphitun og undirbúningur -sem ekki var réttur á þessum degi. Tölurnar sem við fengum voru verðskuldaðar og lægri en í forkeppni - aðaleinkunn 6.67.

Sigurinn í B-úrslitum var naumur en nægði til að vinna okkur sæti í A-úrslitum daginn eftir.

B-úrslit Fjórgangur 1. flokkur
1. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,67
2. Jón Herkovic / Vænting frá Ketilsstöðum 6,63
3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Blossi frá Syðsta-Ósi 6,57
4. Saga Mellbin / Bárður frá Gili 6,50
5. Jóhann Kristinn Ragnarsson / Sleipnir frá Kverná 6,20

Í A-úrslitunum fundum við taktinn á ný og ég var verulega ánægð með frammistöðuna okkar þrátt fyrir ýmsa hnökkra sem skrifast á reynsluleysi okkar beggja. Styrkleiki Myrkvu er hversu jafnvíg hún er á öllum gangtegundum og var engin einkunn undir 6,5. Nokkrar 7,5 sáust á lofti sem strikuðust því miður að mestu út að þessu sinni en markmiðið er auðvitað að sjá meira af þeim á næsta ári og þar yfir.

í A-úrslitunum fengum við 6,67 fyrir hægt tölt, 6,83 fyrir brokk, stökk og yfirferð og 7,17 fyrir fet. Unnum við okkur upp um tvö sæti og skelltum ekki minni mönnum en Sigurði Sigurðarsyni og Sigurbirni Bárðarsyni aftur fyrir okkur í röðinni með einkunnina 6.87.

Fjórgangur 1. flokkur - A-úrslit  
1. Eyjólfur Þorsteinsson / Komma frá Bjarnanesi 1 7,53
2. Bylgja Gauksdóttir / Grýta frá Garðabæ 7,27
3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Þórir frá Hólum 7,13
4. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,87
5. Sigurbjörn Bárðarson / Penni frá Glæsibæ 6,77
6. Sigurður Sigurðarson / Hríma frá Þjóðólfshaga 1 6,67

Samantekt frá sumri.
Þetta sumar var okkar fyrsta keppnistímabil saman og liðin voru rúm sex ár síðan ég fór síðast inn í keppnisbraut. Við fórum okkur hægt, mættum á fjögur íþróttamót en vorum vaxandi allan tímann og náðum meistaraflokkseinkunn á öllum mótunum.

Við mættum á eina síðsumars kynbótasýningu á Hellu þar sem Myrkva fékk 8,5 fyrir flesta þætti hæfileikadóms, ekki á sínum besta degi. Á heildina litið þá er ég sátt við sumarið. Keppnisfræðin voru afar ryðguð í upphafi vertíðar en við lærðum mikið af hverju einasta móti og fjögurra ára samvinna okkar Myrkvu skilaði sér í góðum árangri og framförum á tímabilinu.

Það hefði auðvitað verið gaman að mæta á fleiri mót síðsumar, s.s.  Dreyramótið, Tommamótið og Metamótið en við ákváðum að stefna frekar á kynbótasýningu undir lok sumars, stilla betur strengi fyrir komandi keppnistímabil og koma fram sterkari á nýju ári.  

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af A-úrslitunum á Suðurlandsmóti:

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL