MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Töltkeppni og lokastaða

4/27/2017

0 Comments

 
PictureMói 7v. frá Álfhólum
Spennandi vetri í áhugamannadeild Spretts lauk í lok síðasta mánaðar með þátttöku okkar Móa í lokagrein mótaraðarinnar.
Við Mói kepptum að venju fyrir hönd Mustad liðsins og vorum í 3.-6. sæti inn í úrslitin eftir forkeppnina í töltinu. Úrslitin voru jöfn en spennandi þrátt fyrir að Jón og Roði hefðu töluvert forskot á aðra keppendur í baráttunni um efsta sætið. Svo fór að lokum að við Mói enduðum jöfn þeim Glóðdísi og Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum í 5.-6. sæti með 6,56 í einkunn en hrepptum 5. sætið á hlutkesti. Þessi árangur dugði því miður ekki til skáka Sigurbirni Viktorssyni í einstaklingskeppninni því að þrátt fyrir að við værum jöfn að samanlögðum stigum þá raðaðist hann einu sæti ofar í fjórganginum og var því hærri í samanburði á úrslitasætum. Þriðja sætið í einstaklingskeppninni af 75 keppendum var því niðurstaðan að þessu sinn og fjórða sætið í samanlagðri liðakeppni okkar Mustadkvenna í spennandi keppni þeirra 15 liða sem attu kappi í deildinni þetta árið.  Hér að neðan má sjá yfirlit efstu sæta í töltinu, einstaklings- og liðakeppninni.  

A-úrslit í tölti: 
1. Jón Ólafur Guðmundsson og Roði frá Margrétarhofi 7,33
2. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Barði frá Laugarbökkum 6,94
3. Sigurður Grétar Halldórsson og Sævar frá Ytri-Skógum 6,72
4. Brynja Viðarsdóttir og Sólfaxi frá Sámsstöðum 6,67
5-6. Saga Steinþórsdóttir og Mói frá Álfhólum 6,56
5.-6. Glódís Helgadóttir og Herkúles frá Ragnheiðarstöður 6,56

7. Katrín Sigurðardóttir og Ólína frá Skeiðvöllum 6,50
8. Jón Steinar Konráðsson og Prins frá Skúfslæk 6,11

Lokastaðan í einstaklingskeppni 2017:

1. Jón Ó Guðmundsson 25
2.-3. Sigurbjörn Viktorsson 19
2.-3. Saga Steinþórsdóttir 19

Lokastaða í liðakeppni 2017:
1. Hringdu/Exporthestar 445 
2. Vagnar & þjónusta 443 
3. Kæling 429 
4. Mustad 407 
5. Barki 370 
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL