MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Vetur konungur

1/30/2012

0 Comments

 
PictureMyrkva í hausthaganum 2011.
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að veturinn er genginn í garð í allri sinni dýrð. Álíka vetur höfum við ekki upplifað ì að minnsta kosti áratug.

Umhleypingarnar eru verstar, blindbylur og rigning til skiptist með tilheyrandi òfærð og hálku. Það er vissulega svekkjandi að geta ekki riðið almennilega út utandyra vikum saman því færið hefur verið frábært þá daga sem veðrið er skaplegt. Tíminn er því að mestu nýttur til nauðsynlegra verkefna innandyra í reiðhöllinni og prísa ég mig sæla að hafa aðgengi að frábærri inniaðstöðu.

Hryssurnar okkar koma afar vel undan hausti og hafa líklega aldrei verið betri í upphafi vetrar. Hver dagur færir okkur vonandi nær takmarkinu og ég hef góða tilfinningu fyrir nýju ári. Ég er enn að bíða eftir fari fyrir síðustu hestana okkar í bæinn en fyrirhugaðar ferðir fallið niður í þessari veðráttu. Það verður spennandi að halda áfram þar sem frá var horfið með yngri hrossin.

En hestamennskan er tímafrekt áhugamál og fyrir venjulegt fjölskyldufólk getur reynst erfitt að réttlæta langa dvöl í hesthúsinu á þessum árstíma. Við brugðum því á það ráð að fá duglega stúlku til okkar í hesthúsið sem mun aðstoðar okkur í vetur, bæði við hirðingar og þjálfun unghestanna.

Hesthúsið er vissulega góð hvíld frá erli dagsins og mikilvægur staður fyrir alla hestamenn til að endurhlaða starfsorkuna fyrir nýjan vinnudag en það má ekki vera kvöð að sinna áhugamálinu sínu. Með hverjum degi styttist í vorið og lok dimmra og kaldra vetrarkvölda. Tilhugsunin um grænar grundir og bjarta daga kemur bæði knapa og hesti yfir erfiðasta þjálfunartímabil ársins.

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL