MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Vormót 2019

5/31/2019

0 Comments

 
Picture
Eftir kærkomið mótafrí í vetur hjá okkur Móa þá var afar ánægjulegt að mæta aftur í braut á vormánuðum. Við ákváðum að dusta af okkur vetrarrykið og mættum í Firmakeppni Fáks sem ávallt er haldin á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni var fimakeppnin í formi gæðingakeppni á beinni braut og höfðum við Mói sigur í flokkinum Konur 1 með 8,40 í einkunn.     

Næsta mót var íþróttamót Harðar og þar tókum þátt í fjórgangi 1. flokk og stóðum efst eftir forkeppni með 6.90 í einkunn. Í úrslitum gekk síðan allt upp, góð frammistaða á öllum gangtegundum og allar einkunnirnar voru jafnar. Enduðum við efst eftir harða úrslitakeppni með 7,20 í aðaleinkunn, þar af tvær áttur fyrir yfirferð - sem er besti árangur okkur í fjórgangi hingað til. Það var virkilega ánægjuleg uppskera vel eftir að hafa tekið okkur hvíld frá öllum hallarmótunum og deildum í vetur.  
​
Gæðingamót Fáks fór fram blíðskaparveðri í lok maímánar og tókum við Mói þátt í B- flokki áhugamanna í fyrsta sinn á okkar keppnisferli. Áður höfðum við keppt í gæðingakeppni á metamóti Spretts fyrir þremur árum og Mói tók jafnframt þátt í úrtöku fyrir landsmótið í Fáki í fyrra. Hann komst inn á landsmótið sem varahestur og kepptum við þar saman í sérstakri forkeppni fyrir hönd Fáks.

Á gæðingamóti Fáks vorum við Mói efst í okkar flokki eftir forkeppni með 8,50 í aðaleinkunn. Við hækkuðum okkur síðan upp í 8,61 í úrslitunum með jafnar og góðar tölur fyrir öll atriðin. Árangur Móa á þessu gæðingamóti er sá besti hingað til en fókusinn okkar hefur ekki verið mikill á gæðingakeppni síðustu árin enda hefur gæðingamót Fáks verið í harðri samkeppni við stærri íþróttamót sem haldin hafa verið á sama tíma. Það voru því liðin sjö ár síðan ég reið síðast hefðbundna forkeppni í gæðingakeppni (ein í braut), þá á Myrkvu frá Álfhólum (móðursystur Móa). Það verður að viðurkennast að það var alveg sérlega skemmtilegt að taka þátt á þessu gæðingamóti og rifja upp þetta frjálsa keppnisform þar sem knapinn ræður alveg uppröðun allra gangtegunda. Ekki var síður ánægjulegt að uppskera vel og hafa sigur úr bítum.     

Þá háði Steinþór Nói (12 ára) frumraun sína á keppnisvellinum og tók þátt barnaflokki á gæðingamótinu á Drífanda sínum frá Álfhólum. Það reyndi sannarlega á úrræðasemi unga knapans þegar fyrirfram ákveðna prógrammið klikkaði óvænt í framkvæmd. Leysti drengurinn snilldarvel úr þeim erfiðu aðstæðum og náði að bjarga sýningunni sinni með því að spila röðun gangtegunda af fingrum fram og breyta sýningunni í snarheitum. Uppskáru þeir fínar tölur fyrir bæði gangtegundir (tölt/brokk) og stökk en fetið fór því miður alveg í vaskinn að þessu sinni og hafði af þeim úrslitasæti. Þessi fyrsta keppni fer í reynslubankann góða og er sonurinn harðákveðinn í að mæta aftur í braut, reynslunni ríkari - og komast vonandi í úrslit næst.      

Íþróttamót Harðar - Fjórgangur 1. flokkur

1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 7,20
2. Dagmar Öder Einarsdóttir / Villa frá Kópavogi, 7,03
3. Helena Ríkey Leifsdóttir / Faxi frá Hólkoti, 6,80
4. Ríkharður Flemming Jenssen / Ás frá Traðarlandi, 6,53
5. Jón Steinar Konráðssson / Flumbri frá Þingholti, 6,50
6. Arnhildur Halldórsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi, 5,80 


Gæðingamót Fáks - B flokkur áhugamanna
                               
                                
1.  Mói frá Álfhólum / Saga Steinþórsdóttir, 8,61
2.  Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 / Þorvarður Friðbjörnsson, 8,46
3.  Paradís frá Austvaðsholti 1 / Margrét Halla Hansdóttir, 8,26
4.  Snót frá Prestsbakka / Jón Þorvarður Ólafsson, 8,22
5.  Ösp frá Hlíðartúni / Sandra Westphal-Wiltschek, 7,98
6.  Taktur frá Reykjavík / Svandís Beta Kjartansdóttir, 7,92
7.  Dimmir frá Strandarhöfði / Guðrún Agata Jakobsdóttir, 7,87

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL