MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Wow áhugamót Spretts

9/21/2018

 
PictureA-úrslit í fjórgangi á WOWair móti Spretts 2018.
Helgina 16.-17. júní sl. tókum við Mói þátt í Wowair áhugamóti Spretts í annað sinn og vörðum sigur okkar í fjórgangi frá því í fyrra. Þetta er virkilega skemmtilegt mót og ekki skemmdi heldur fyrir að fá veglegan ferðavinning í sigurlaun. Það er algjörlega til fyrirmyndar hve vel Sprettarar sinna áhugamönnum í hestamennsku, bæði með þessu sumarmóti og ekki síður með áhugamannadeildinni sem fram fer yfir vetrartímann. 

Ég hef sjálf tekið þátt í áhugamannadeild Spretts sl. þrjú ár með liði Mustad sem hefur verið mjög skemmtileg áskorun. Liðið hefur verið með í deildinni frá upphafi og verið í topp baráttunni en í vor urðu ákveðin tímamót og tækifæri til breytinga. Eftir vandlega íhugsun ákvað ég í framhaldinu að taka eitt ár í pásu frá deildinni með það í huga að koma tvíefld til leiks að ári liðnu. Það er bæði tímafrekt og krefjandi að taka þátt í svona metnaðarfullri keppnisdeild sem spannar að minnsta kosti þriggja mánaða tímabil. Taka þarf inn snemma og koma hestunum snemma í kennisform.  

Við erum sem stendur með fimm hesta á húsi þessa dagana og verðum að venju með hesta á húsi frameftir haustinu, frameftir októbermánaðuði. Væntanlega tökum við ekki aftur á hús  fyrr en eftir jólahátíðir þennan veturinn, sem verður afar þægileg tilbreyting. 
 
A-úrslit - fjórgangur V2 
1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum, 6,70
2. Jessica Elisabeth Westlund / Frjór frá Flekkudal, 6,50
3. Brynja Viðarsdóttir / Barónessa frá Ekru, 6,43
4.-6. Hrafnhildur Jónsdóttir / Kraftur frá Keldudal, 6,23
4.-6. Ríkharður Flemming Jensen / Tannálfur frá Traðarlandi, 6,23
4.-6. Kristín Ingólfsdóttir / Garpur frá Miðhúsum, 6,23


Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL