RÆKTUNARMARKMIÐ
Markmiðið er að rækta fasmikla einstaklinga með mikinn vilja, rými og fótaburð. Mikilvægt er að hrossin séu auðtamin og geðgóð. Við höfum langt áherslu á ganghæfileika framyfir byggingu en við sækjumst eftir ákveðnum byggingarþáttum s.s. samræmi, frambyggingu, öflugu baki og sterkri fótagerð.
Hrossaræktin er áhugamál og við höfum stundað hana í afar smáum stíl frá árinu 1993 en að meðaltali fáum við folald annað hvert ár. Afkvæmin eru kennd við Reykjavík og markmið okkar er að rækta einungis undan 1. verðlauna hryssum í framtíðinni.
Við temjum og þjálfum okkar hross í frístundum og reynum að halda fjöldanum í skefjum. Við leggjum mikla áherslu á að temja sjálf öll okkar unghross og kynnumst þannig upplagi þeirra og eiginleikum. Flest eignast þau ný heimili eftir að tamningu líkur en þau sem eru í okkar eigu í dag má sjá á þessari síðu.
Hrossaræktin er áhugamál og við höfum stundað hana í afar smáum stíl frá árinu 1993 en að meðaltali fáum við folald annað hvert ár. Afkvæmin eru kennd við Reykjavík og markmið okkar er að rækta einungis undan 1. verðlauna hryssum í framtíðinni.
Við temjum og þjálfum okkar hross í frístundum og reynum að halda fjöldanum í skefjum. Við leggjum mikla áherslu á að temja sjálf öll okkar unghross og kynnumst þannig upplagi þeirra og eiginleikum. Flest eignast þau ný heimili eftir að tamningu líkur en þau sem eru í okkar eigu í dag má sjá á þessari síðu.
MALBIKSHESTAR | REYKJAVÍK - ÍSLAND | Tel: (+354) 691 4694 | MALBIKSHESTAR@MALBIKSHESTAR.NET