NÝTT KYNBÓTAMAT
27.10.2010
Eftir að hafa skoðað heimaréttina okkar í kjölfar nýreiknaðs kynbótamats fyrir árið 2010 kemur í ljós að fimm af okkar hrossum standa í stað, fjögur lækka en ekkert þeirra hækkar frá fyrra ári. Það er greinilegt að við eigum á brattann að sækja í þessum efnum og þurfum alvarlega að herða róðurinn til að komast yfir hinn eftirsótta 120 stiga kynbótamúr.
Það eru ekki allir sannfærðir um ágæti kynbótamatsins (BLUP) en í okkar tilfelli eru tvær hæst stiguðu hryssurnar einmitt þær sem líklegastar eru til að fara í ræktuna hjá okkur sem stendur. Þetta eru frænkurnar Gróska frá Kjarnholtum I með 115 stig og Róska frá Sólheimum með 113 stig undan bræðrunum Aski frá Kanastöðum og Arði frá Brautarholti. Hrossin okkar raðast síðan nokkuð jafnt á línuna frá 100 upp í 115 stig en þar reka lestina fótaburðafrænkurnar tvær, Myrkva frá Álfhólum með 100 stig og Skriða frá Reykjavík með 101 stig. Við spyrjum að leikslokum.
Eftir að hafa skoðað heimaréttina okkar í kjölfar nýreiknaðs kynbótamats fyrir árið 2010 kemur í ljós að fimm af okkar hrossum standa í stað, fjögur lækka en ekkert þeirra hækkar frá fyrra ári. Það er greinilegt að við eigum á brattann að sækja í þessum efnum og þurfum alvarlega að herða róðurinn til að komast yfir hinn eftirsótta 120 stiga kynbótamúr.
Það eru ekki allir sannfærðir um ágæti kynbótamatsins (BLUP) en í okkar tilfelli eru tvær hæst stiguðu hryssurnar einmitt þær sem líklegastar eru til að fara í ræktuna hjá okkur sem stendur. Þetta eru frænkurnar Gróska frá Kjarnholtum I með 115 stig og Róska frá Sólheimum með 113 stig undan bræðrunum Aski frá Kanastöðum og Arði frá Brautarholti. Hrossin okkar raðast síðan nokkuð jafnt á línuna frá 100 upp í 115 stig en þar reka lestina fótaburðafrænkurnar tvær, Myrkva frá Álfhólum með 100 stig og Skriða frá Reykjavík með 101 stig. Við spyrjum að leikslokum.
LITLA LJÓT MEÐ LIPRAN FÓT

Mynd: Hrefna María Ómarsdóttir
22.8.2010
Myrkva okkar hefur dvalið síðustu misseri í góðu yfirlæti hjá ræktenda sínum í Álfhólum á meðan húsfreyjan gekk með barn sitt og fæddi. Á þeim tíma hefur Myrkva bætt sig mikið, sérstaklega á tölti og þroskast í alla staði.
Þegar við eignuðumst Myrkvu tveggja vetra gamla gekk hún undir nafni "Litla ljót með lipran fót". Við gerðum okkur því grein fyrir því strax í upphafi að 1. verðlaun fyrir byggingu væri ekki í boði fyrir þessa lipru klárhryssu og frægðarsaga á kybótabraut yrði ekki hennar örlög. Fótaburður og fas er hins vegar hennar tebolli og möguleikar hennar á keppnisbrautinni eru líklega betri. Mörg systkini hennar hafa getið sér góðs orðspors í keppni þar á meðal Mózart, Hrafnar og Hrafntinna frá Álfhólum.
Það var engu að síður freistandi að fá á hana tölur hjá ráðunautunum og við erum nokkuð sátt við fyrstu tilraun hennar í braut. Nýja dómskerfið hefur ekki mjög mikil áhrif á Myrkvu þar sem hún er með gott fet en einkunin hefði samt verið hærri (7.73) í gamla kerfinu. Myrkva er enn í þróun og á töluvert inni með meiri styrk og þjálfun. Við höfðum engu að síður áhuga á að sjá hvað hún fengi, sérstaklega fyrir byggingu og líka fyrir kosti á þessu stigi þrátt fyrir að hún væri ekki búin að toppa sig í þjálfuninni.
Hestaflensan hefur vissulega sett sitt mark á þjálfun Myrkvu eins og önnur hross og þrekleysi gerði vart við sig í sýningunni þegar hún var krafin fullra afkasta í braut. Jafnframt hafa meiðsl á afturfæti aftrað almennilegri spyrnu á brokki og stökki og við teljum Myrkvu eiga mikið inni fyrir þær gangtegundir. Þrjár 8,5 í hús eru hins vegar gleðiefni - fyrir tölt, fet og vilja og geðslag. Að auki fékk hún ákjósanleg dómsorð, meðal annars um taktfestu, ásækni, svif og mikinn fótaburð.
Meðfylgjandi er dómurinn frá sýningunni og það er aldrei að vita nema við rennum henni í gegnum kynbótabrautina að ári ef við teljum hana eiga þangað erindi. Þangað til munum við leika okkur og njóta góðra stunda.
Myrkva okkar hefur dvalið síðustu misseri í góðu yfirlæti hjá ræktenda sínum í Álfhólum á meðan húsfreyjan gekk með barn sitt og fæddi. Á þeim tíma hefur Myrkva bætt sig mikið, sérstaklega á tölti og þroskast í alla staði.
Þegar við eignuðumst Myrkvu tveggja vetra gamla gekk hún undir nafni "Litla ljót með lipran fót". Við gerðum okkur því grein fyrir því strax í upphafi að 1. verðlaun fyrir byggingu væri ekki í boði fyrir þessa lipru klárhryssu og frægðarsaga á kybótabraut yrði ekki hennar örlög. Fótaburður og fas er hins vegar hennar tebolli og möguleikar hennar á keppnisbrautinni eru líklega betri. Mörg systkini hennar hafa getið sér góðs orðspors í keppni þar á meðal Mózart, Hrafnar og Hrafntinna frá Álfhólum.
Það var engu að síður freistandi að fá á hana tölur hjá ráðunautunum og við erum nokkuð sátt við fyrstu tilraun hennar í braut. Nýja dómskerfið hefur ekki mjög mikil áhrif á Myrkvu þar sem hún er með gott fet en einkunin hefði samt verið hærri (7.73) í gamla kerfinu. Myrkva er enn í þróun og á töluvert inni með meiri styrk og þjálfun. Við höfðum engu að síður áhuga á að sjá hvað hún fengi, sérstaklega fyrir byggingu og líka fyrir kosti á þessu stigi þrátt fyrir að hún væri ekki búin að toppa sig í þjálfuninni.
Hestaflensan hefur vissulega sett sitt mark á þjálfun Myrkvu eins og önnur hross og þrekleysi gerði vart við sig í sýningunni þegar hún var krafin fullra afkasta í braut. Jafnframt hafa meiðsl á afturfæti aftrað almennilegri spyrnu á brokki og stökki og við teljum Myrkvu eiga mikið inni fyrir þær gangtegundir. Þrjár 8,5 í hús eru hins vegar gleðiefni - fyrir tölt, fet og vilja og geðslag. Að auki fékk hún ákjósanleg dómsorð, meðal annars um taktfestu, ásækni, svif og mikinn fótaburð.
Meðfylgjandi er dómurinn frá sýningunni og það er aldrei að vita nema við rennum henni í gegnum kynbótabrautina að ári ef við teljum hana eiga þangað erindi. Þangað til munum við leika okkur og njóta góðra stunda.
FOLADAÞURRÐ
10.7.2010
Það skiptir okkur máli að ná að sinna þeim verkefnum sem við erum með hverju sinni af kostgæfni. Eftir því sem fjölgað hefur í fjölskyldunni hefur tími til útreiða og tamninga minnkað að sama skapi. Hestamennska er afar tímafrek tómstund og við teljum ekki ráðlegt að fjölga frekar í stóðinu okkar á sama tíma og lausum stundum til að sinna áhugamálinu fer fækkandi. Við viljum frekar ná að einbeita okkur almennilega að þeim hrossum sem fyrir eru og þeim sem væntanleg eru á tamnnigaraldur næstu þrjú árin.
Af þeim sökum fáaum við engin folöld í sumar og heldur ekki það næsta. Við teljum okkur þurfa þessa folaldapásu á milli árganga til að vinna úr þeim efnivið sem fyrir er. Það tekur að jafnaði tvö ár að temja og þjálfa hvert afkvæmi til afkasta áður en hægt er að ákveða nánar um framtíð þess, Á næstu þremur árum koma árlega tvö unghross til tamningar til viðbótar við þau sem þegar eru í þjálfun og uppbyggingu. Meðfram vinnu okkar, heimilishaldi og barnauppeldi er fyrirséð að ekki verður komist yfir fleiri verkefni að sinni. Einnig er spennandi fyrir okkur að hafa möguleika á að fylgja einhverjum verkefnum eftir á lengri þjálfunartíma því það er þreytandi til lengdar að sinna þeim miklu frumtamningarverkum sem fylgja ræktuninni. Vonandi náum við að bæta langa veikindarpásu upp með haustinu og þá vitum við betur hvert við stefnum með þjálfunarhrossin. Það er þó fyrirséð að flest plön um kynbótadóma eru fokin út í veður og vind þetta árið hjá okkur eins og hjá mörgum öðrum.
En þrátt fyrir mikinn áhuga þá er lífið ekki bara hestamennska. Við skötuhjúin tókum okkur til og giftum okkur á dögunum, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því aldrei að vita nema við veljum okkur efnilegt mertrippi í brúðargjöf þegar fram líður ef vel gengur að vinda ofan af verkefnum framtíðarinnar. Þangað til yljum við okkur við folaldafréttir frá vinum okkar og öðrum ræktendum því ekkert er skemmtilegra á þessum árstíma en að fylgjast með nýju lífi spretta úr spori og láta sig dreyma.
Það skiptir okkur máli að ná að sinna þeim verkefnum sem við erum með hverju sinni af kostgæfni. Eftir því sem fjölgað hefur í fjölskyldunni hefur tími til útreiða og tamninga minnkað að sama skapi. Hestamennska er afar tímafrek tómstund og við teljum ekki ráðlegt að fjölga frekar í stóðinu okkar á sama tíma og lausum stundum til að sinna áhugamálinu fer fækkandi. Við viljum frekar ná að einbeita okkur almennilega að þeim hrossum sem fyrir eru og þeim sem væntanleg eru á tamnnigaraldur næstu þrjú árin.
Af þeim sökum fáaum við engin folöld í sumar og heldur ekki það næsta. Við teljum okkur þurfa þessa folaldapásu á milli árganga til að vinna úr þeim efnivið sem fyrir er. Það tekur að jafnaði tvö ár að temja og þjálfa hvert afkvæmi til afkasta áður en hægt er að ákveða nánar um framtíð þess, Á næstu þremur árum koma árlega tvö unghross til tamningar til viðbótar við þau sem þegar eru í þjálfun og uppbyggingu. Meðfram vinnu okkar, heimilishaldi og barnauppeldi er fyrirséð að ekki verður komist yfir fleiri verkefni að sinni. Einnig er spennandi fyrir okkur að hafa möguleika á að fylgja einhverjum verkefnum eftir á lengri þjálfunartíma því það er þreytandi til lengdar að sinna þeim miklu frumtamningarverkum sem fylgja ræktuninni. Vonandi náum við að bæta langa veikindarpásu upp með haustinu og þá vitum við betur hvert við stefnum með þjálfunarhrossin. Það er þó fyrirséð að flest plön um kynbótadóma eru fokin út í veður og vind þetta árið hjá okkur eins og hjá mörgum öðrum.
En þrátt fyrir mikinn áhuga þá er lífið ekki bara hestamennska. Við skötuhjúin tókum okkur til og giftum okkur á dögunum, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því aldrei að vita nema við veljum okkur efnilegt mertrippi í brúðargjöf þegar fram líður ef vel gengur að vinda ofan af verkefnum framtíðarinnar. Þangað til yljum við okkur við folaldafréttir frá vinum okkar og öðrum ræktendum því ekkert er skemmtilegra á þessum árstíma en að fylgjast með nýju lífi spretta úr spori og láta sig dreyma.
BARNAHESTARÆKTUN
18.2.2010
Ef til vill er það eðlileg þróun hjá fjölskyldufólki í hrossarækt að horfa sífellt meira til kosta geðgóðra fjölskylduhesta, barnahesta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að alvöru barnahestar séu verðmætustu hestarnir á markanum. Ekki einungis frá uppeldislegu sjónarmiði heldur eru þetta jafnan gallalitlir gæðingar, þjálir, hreingengir og auðveldir. Hestar sem allir geta notið og laga sig að getu knapans.
Okkur fæddist dóttir þann 4. febrúar síðastliðinn og eru börnin því orðin tvö á heimilinu. Með stækkandi fjölskyldu verður að viðurkennast að við val á stóðhestum til framræktunnar þá hafa þessir eðliskostir heillað okkur meira og vegið þyngra í valinu á réttum hesti. Við eigum orðið nokkrar hryssur sem við vonumst eftir að erfi þessa eftirsóttu eiginleika og muni nýtast fyrir fjölskylduna eða jafnvel í ræktunina í framtíðinni.
Hekla er þriggja vetra hryssu undan Vígari frá Skarði og Skriða er tveggja vetra hryssu undan Mola frá Skriðu. Vígar hefur vaxið sem keppnishestur með knapa sínum frá barnsaldri og Moli er á veturna notaður sem barnahestur á Skriðu. Gróska okkar frá Kjarnholtum er síðan undan Aski frá Kanastöðum en sá mikli gæðingur var einnig notaður sem barnahestur fjölskyldunnar á veturna áður en hann féll frá og stillt upp í keppnir og sýningar á vorin.
Það er fátt erfiðara en að finna góðan hest sem þú treystir fyrir barninu þínu, ekki síst í þéttri byggð þar sem umferð er mikil. Það er því mikill kostur fyrir okkur að væntanleg ræktunarhryssu á heimilinu sé hreinlynd, hreingeng og umfram allt hæfileikamikill barnahestur.
Ef til vill er það eðlileg þróun hjá fjölskyldufólki í hrossarækt að horfa sífellt meira til kosta geðgóðra fjölskylduhesta, barnahesta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að alvöru barnahestar séu verðmætustu hestarnir á markanum. Ekki einungis frá uppeldislegu sjónarmiði heldur eru þetta jafnan gallalitlir gæðingar, þjálir, hreingengir og auðveldir. Hestar sem allir geta notið og laga sig að getu knapans.
Okkur fæddist dóttir þann 4. febrúar síðastliðinn og eru börnin því orðin tvö á heimilinu. Með stækkandi fjölskyldu verður að viðurkennast að við val á stóðhestum til framræktunnar þá hafa þessir eðliskostir heillað okkur meira og vegið þyngra í valinu á réttum hesti. Við eigum orðið nokkrar hryssur sem við vonumst eftir að erfi þessa eftirsóttu eiginleika og muni nýtast fyrir fjölskylduna eða jafnvel í ræktunina í framtíðinni.
Hekla er þriggja vetra hryssu undan Vígari frá Skarði og Skriða er tveggja vetra hryssu undan Mola frá Skriðu. Vígar hefur vaxið sem keppnishestur með knapa sínum frá barnsaldri og Moli er á veturna notaður sem barnahestur á Skriðu. Gróska okkar frá Kjarnholtum er síðan undan Aski frá Kanastöðum en sá mikli gæðingur var einnig notaður sem barnahestur fjölskyldunnar á veturna áður en hann féll frá og stillt upp í keppnir og sýningar á vorin.
Það er fátt erfiðara en að finna góðan hest sem þú treystir fyrir barninu þínu, ekki síst í þéttri byggð þar sem umferð er mikil. Það er því mikill kostur fyrir okkur að væntanleg ræktunarhryssu á heimilinu sé hreinlynd, hreingeng og umfram allt hæfileikamikill barnahestur.
RÓSKA TIL BYGGÐA

Sunna frá Reykjavík í kynbótadómi.
8.1.2009
Ég hef ekki lagt það í vana minn hingað til að kaupa hross óséð í gegnum síma en þegar ég frétti að Róska, undan Sunnu frá Reykjavík (7.95) og Arði frá Brautarholti (8.38) væri föl þá stóðst ég ekki mátið og keypti hana samstundis.
Ég hef alla tíð haft mikið álít á Öskju Hervarsdóttur frá Miðsitju og afkvæmi hennar hafa heillast mig jafnt á keppnisvellinum sem og á kynbótabrautinni. Stóðhestarnir Askur, Akkur og Arður eru allir heilsteyptir gæðingar og Alda Dynsdóttir var eftirminnilegt 4 vetra trippi á landsmótinu 2004. Það var því spennandi kostur að fá bæði Öskju og Orra frá Þúfu á móti Sunnu sem ég þekki vel, bæði kosti og galla. Í Arði frá Brautarholti er mikill Hrafn og Sauðárkrókur og í gegnum Sunnu er Hrafn frá Holsmúla beggja vegna. Arður frá Brautarholti hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið.
Sunnu var hjá mér í þjálfun veturinn 1996 og ég keppti meðal annars á henni í A-úrslitum í tölti á framhaldsskólamóti sama ár. Sunna er undan fótaburðahestinum Húna frá Hrafnhólum sem ég var með í þjálfun á árunum 1995-1996 og keppti á bæði í tölti og fimmgangi.
Sunna hefur hæst hlotið einkuna 8,0 fyrir sköpulag og 8.10 fyrir hæfileika en ekki í sama dómi, hæsta aðaleinkunn hennar er 7.95. Hún hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið ásamt 8 fyrir skeið, stökk og geðslag. Einnig hlaut hún 8,5 fyrir bæði fótagerð og réttleika. Undan Sunnu hefur verið sýnd ein hryssa undan Orrasyninum Ganta frá Hafnarfirði með 7.85 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag.
Róska frá Sólheimum er loks komin til byggða eftir rúmlega 3 mánaða bið og lýst mér afar vel á gripinn. Hún er svipuð á hæð og Skriða en faxmeiri og jafnvel fínlegri. Hún fer um á hágengu tölti og brokki með rúmar og fallegar hreyfingar. Ég get auk þess ekki betur séð en að hún sé sótrauð eins og móðir sín með aðeins ljósara fax. Hún er að minnsta kosti mun dekkri og sótaðri en Skriða sem dvelur með henni í stíu og það verður spennandi að sjá hvernig liturinn á henni verður næsta sumar. Skriða var mikið fegin að fá félagskap og fóru þær stöllur strax að kljást í gríð og erg. Skrifað 8.1.2009 kl. 12:50 af vefstjóra
Ég hef ekki lagt það í vana minn hingað til að kaupa hross óséð í gegnum síma en þegar ég frétti að Róska, undan Sunnu frá Reykjavík (7.95) og Arði frá Brautarholti (8.38) væri föl þá stóðst ég ekki mátið og keypti hana samstundis.
Ég hef alla tíð haft mikið álít á Öskju Hervarsdóttur frá Miðsitju og afkvæmi hennar hafa heillast mig jafnt á keppnisvellinum sem og á kynbótabrautinni. Stóðhestarnir Askur, Akkur og Arður eru allir heilsteyptir gæðingar og Alda Dynsdóttir var eftirminnilegt 4 vetra trippi á landsmótinu 2004. Það var því spennandi kostur að fá bæði Öskju og Orra frá Þúfu á móti Sunnu sem ég þekki vel, bæði kosti og galla. Í Arði frá Brautarholti er mikill Hrafn og Sauðárkrókur og í gegnum Sunnu er Hrafn frá Holsmúla beggja vegna. Arður frá Brautarholti hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið.
Sunnu var hjá mér í þjálfun veturinn 1996 og ég keppti meðal annars á henni í A-úrslitum í tölti á framhaldsskólamóti sama ár. Sunna er undan fótaburðahestinum Húna frá Hrafnhólum sem ég var með í þjálfun á árunum 1995-1996 og keppti á bæði í tölti og fimmgangi.
Sunna hefur hæst hlotið einkuna 8,0 fyrir sköpulag og 8.10 fyrir hæfileika en ekki í sama dómi, hæsta aðaleinkunn hennar er 7.95. Hún hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið ásamt 8 fyrir skeið, stökk og geðslag. Einnig hlaut hún 8,5 fyrir bæði fótagerð og réttleika. Undan Sunnu hefur verið sýnd ein hryssa undan Orrasyninum Ganta frá Hafnarfirði með 7.85 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag.
Róska frá Sólheimum er loks komin til byggða eftir rúmlega 3 mánaða bið og lýst mér afar vel á gripinn. Hún er svipuð á hæð og Skriða en faxmeiri og jafnvel fínlegri. Hún fer um á hágengu tölti og brokki með rúmar og fallegar hreyfingar. Ég get auk þess ekki betur séð en að hún sé sótrauð eins og móðir sín með aðeins ljósara fax. Hún er að minnsta kosti mun dekkri og sótaðri en Skriða sem dvelur með henni í stíu og það verður spennandi að sjá hvernig liturinn á henni verður næsta sumar. Skriða var mikið fegin að fá félagskap og fóru þær stöllur strax að kljást í gríð og erg. Skrifað 8.1.2009 kl. 12:50 af vefstjóra