SJÁLFBERANDI REIÐMENNSKA

Af stóðhestadegi í Rangárhöll
21.4.2009
Jens Einarsson hefur farið mikinn í umræðunni um hvíldarlausan taumstuðning á heimasíðu sinni www.seisei.is og verð ég að viðurkenna að þessar greinar hans eru eins og ritaðar úr mínu brjósti.
Ég er hef alla tíð lagt á það mikla áherslu á að hestur sé sjálfberandi og léttur á tauma. Það byrjaði sjálfsagt með því að ég var lítil og létt stúlkukind sem gat ekki haldið á hestinum með taumunum og það varð þægilegra á allan hátt að hafa hestinn í jafnvægi og sjálfberandi. Ég sá enga ástæðu til að breyta þessu eftir sem sem aldurinn færðist yfir.
Vissulega þarf þolimæði við ungu hrossin og þau þurfa stundum drjúgan tíma til að öðlast styrk og jafnvægi til að bera sig á réttan hátt en umbunin fyrir báða aðila er óumdeilanleg. Því miður freistast margir reiðmenn til að stytta sér leið með því að halda hestinum í höfðuburð, hanga í taumunum og binda þá inn á hnakknefinu.
Það er synd hve lítið er tekið á þessu reiðlagi í keppnum og sýningum. Það er ófögur sjón að horfa á niðurnjörfaða og þvingaða hesta krafða til afkasta í brautinni af mikilli ósanngirni. Aðrir fara fínna í þetta, æfa innbundið heima en halda sig á mottunni opinberlega. Ég á persónulega mjög erfitt með að njóta sýninga með þessu reiðlagi og það hefur jafnvel áhrif á stóðhestaval mitt.
Þetta er ekki sé séríslenskt vandamál. Klassískir reiðmenn á meginlandinu hafa margir hverjir dregið sig út úr keppnisumhverfinu vegna þessara áhersla dómara. Vandinn er líklega að dómararnir eru of ragir við að gefa rauðu spjöldin þrátt fyrir að rætt sé um þessi atriði í leiðara og því miður hafa knapar unnið sigur að launum fyrir innbundið, stirt og þvingandi reiðlag.
Jens Einarsson hefur farið mikinn í umræðunni um hvíldarlausan taumstuðning á heimasíðu sinni www.seisei.is og verð ég að viðurkenna að þessar greinar hans eru eins og ritaðar úr mínu brjósti.
Ég er hef alla tíð lagt á það mikla áherslu á að hestur sé sjálfberandi og léttur á tauma. Það byrjaði sjálfsagt með því að ég var lítil og létt stúlkukind sem gat ekki haldið á hestinum með taumunum og það varð þægilegra á allan hátt að hafa hestinn í jafnvægi og sjálfberandi. Ég sá enga ástæðu til að breyta þessu eftir sem sem aldurinn færðist yfir.
Vissulega þarf þolimæði við ungu hrossin og þau þurfa stundum drjúgan tíma til að öðlast styrk og jafnvægi til að bera sig á réttan hátt en umbunin fyrir báða aðila er óumdeilanleg. Því miður freistast margir reiðmenn til að stytta sér leið með því að halda hestinum í höfðuburð, hanga í taumunum og binda þá inn á hnakknefinu.
Það er synd hve lítið er tekið á þessu reiðlagi í keppnum og sýningum. Það er ófögur sjón að horfa á niðurnjörfaða og þvingaða hesta krafða til afkasta í brautinni af mikilli ósanngirni. Aðrir fara fínna í þetta, æfa innbundið heima en halda sig á mottunni opinberlega. Ég á persónulega mjög erfitt með að njóta sýninga með þessu reiðlagi og það hefur jafnvel áhrif á stóðhestaval mitt.
Þetta er ekki sé séríslenskt vandamál. Klassískir reiðmenn á meginlandinu hafa margir hverjir dregið sig út úr keppnisumhverfinu vegna þessara áhersla dómara. Vandinn er líklega að dómararnir eru of ragir við að gefa rauðu spjöldin þrátt fyrir að rætt sé um þessi atriði í leiðara og því miður hafa knapar unnið sigur að launum fyrir innbundið, stirt og þvingandi reiðlag.
PHILIPPE KARL

4.11.2008
Ég hef lengi haft áhuga á klassískri reiðmennsku og hef lesið ýmsar bækur og efni í þeim fræðum. Kenningarnar og aðferðir eru margar en sá sem hefur haft mestu áhrifin á mína reiðmennsku er franski snillingurinn Philippe Karl.
Sjónarmiðin í klassískri reiðmennsku skiptast gróflega í tvær fylkingar, í þýska skólann og franska skólann. Sá þýski er agaðri með þéttara taumsamband en sá franski byggir meira á léttleika án taumstuðnings. Stærri mót eins og ólympíuleikar og heimsmeistaramót byggja meira á þýska skólanum, þeim franska til mikill ama.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum grunnhugmyndum úr skóla léttleikans sem byggja á einföldum þrepum í reiðmennsku og þjálfun. Sjá skýrimynd eftir kenningum Philipps Karls til að útskýringa hugmyndafræðina með einföldum hætti.
Í miðjunni er forsenda þjálfunarinnar, virðing fyrir hestinum og samspili manns og hests. Fyrir utan þríhyrninginn eru grunnábendingar reiðmennskunnar sem verða að haldast í jafnvægi til að ná sem bestum árangri í þjálfun og í raun forsenda þess að árangur náist.
Þar er fyrst að nefna svörun og léttleiki í taumhaldi knapans (hendur). Að hesturinn sé sáttur í beisli og svari mjúku taumsambandi með eftirgjöf. Samhliða réttu taumsambandinu er andlegt og líkamlegt jafnvægi bæði hests og knapa nauðsynlegt (sæti). Án jafnvægis getur hesturinn ekki svarað taumhaldinu rétt og þyngist á tauminn og á framhlutann. Að lokum er það framhugsunin og hvatningin fram (fætur). Ef framhugsun vantar þá er hesturinn hvorki léttur á taumum né í góðu jafnvægi.
Fyrir utan hringinn eru markmið þjálfunarinnar og til þeirra er ekki hægt að hugsa fyrr en ábendingarnar eru allar í jafnvægi. Með réttu taumhaldi, sætisábendingum og hvatningu er fyrsta skrefið að framkalla léttleika. Þegar léttleiki er til staðar þá er hægt að biðja um sveigjanleika. Ef hesturinn er ekki léttur á tauma, framhugsandi og í jafnvægi þegar farið er í hliðaræfingar eins og sniðgang þá mun hesturinn styðja sig við taumhendina og færa jafnvægið meira á framhlutann. Þegar léttleika og sveigjanleika er náð þá eru komnar forsendur fyrir því að ná fram meiri styrk í takt og gang hestsins, hann verður samspora. Þegar því er náð er loks hægt að biðja um hámarkssöfnun og burð.
Þessar kenningar byggja á þeirri grunnhugmynd að hvergi sé hægt að stytta sér leið til að ná hámarksafköstum. Ef ekki er hugað að réttri uppbyggingu hestsins frá grunni þá komi ávallt upp vandamál sem hamla frekari framförum. Markmiðið er að ná hámarksgetu hestsins með lágmarksstuðningi og lágmarks ábendingum frá knapa. Það krefst þolinmæði og ástundunar að byggja upp rétt þjálfan hest en þegar knapinn hefur einu sinni fengið að njóta ávinninga þess að sitja velþjálfan gæðing - þá er það eina leiðin til velsældar.
Hægt er að panta kennslumyndbönd hans á heimasíðunni www.philippekarl.com.
Ég hef lengi haft áhuga á klassískri reiðmennsku og hef lesið ýmsar bækur og efni í þeim fræðum. Kenningarnar og aðferðir eru margar en sá sem hefur haft mestu áhrifin á mína reiðmennsku er franski snillingurinn Philippe Karl.
Sjónarmiðin í klassískri reiðmennsku skiptast gróflega í tvær fylkingar, í þýska skólann og franska skólann. Sá þýski er agaðri með þéttara taumsamband en sá franski byggir meira á léttleika án taumstuðnings. Stærri mót eins og ólympíuleikar og heimsmeistaramót byggja meira á þýska skólanum, þeim franska til mikill ama.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum grunnhugmyndum úr skóla léttleikans sem byggja á einföldum þrepum í reiðmennsku og þjálfun. Sjá skýrimynd eftir kenningum Philipps Karls til að útskýringa hugmyndafræðina með einföldum hætti.
Í miðjunni er forsenda þjálfunarinnar, virðing fyrir hestinum og samspili manns og hests. Fyrir utan þríhyrninginn eru grunnábendingar reiðmennskunnar sem verða að haldast í jafnvægi til að ná sem bestum árangri í þjálfun og í raun forsenda þess að árangur náist.
Þar er fyrst að nefna svörun og léttleiki í taumhaldi knapans (hendur). Að hesturinn sé sáttur í beisli og svari mjúku taumsambandi með eftirgjöf. Samhliða réttu taumsambandinu er andlegt og líkamlegt jafnvægi bæði hests og knapa nauðsynlegt (sæti). Án jafnvægis getur hesturinn ekki svarað taumhaldinu rétt og þyngist á tauminn og á framhlutann. Að lokum er það framhugsunin og hvatningin fram (fætur). Ef framhugsun vantar þá er hesturinn hvorki léttur á taumum né í góðu jafnvægi.
Fyrir utan hringinn eru markmið þjálfunarinnar og til þeirra er ekki hægt að hugsa fyrr en ábendingarnar eru allar í jafnvægi. Með réttu taumhaldi, sætisábendingum og hvatningu er fyrsta skrefið að framkalla léttleika. Þegar léttleiki er til staðar þá er hægt að biðja um sveigjanleika. Ef hesturinn er ekki léttur á tauma, framhugsandi og í jafnvægi þegar farið er í hliðaræfingar eins og sniðgang þá mun hesturinn styðja sig við taumhendina og færa jafnvægið meira á framhlutann. Þegar léttleika og sveigjanleika er náð þá eru komnar forsendur fyrir því að ná fram meiri styrk í takt og gang hestsins, hann verður samspora. Þegar því er náð er loks hægt að biðja um hámarkssöfnun og burð.
Þessar kenningar byggja á þeirri grunnhugmynd að hvergi sé hægt að stytta sér leið til að ná hámarksafköstum. Ef ekki er hugað að réttri uppbyggingu hestsins frá grunni þá komi ávallt upp vandamál sem hamla frekari framförum. Markmiðið er að ná hámarksgetu hestsins með lágmarksstuðningi og lágmarks ábendingum frá knapa. Það krefst þolinmæði og ástundunar að byggja upp rétt þjálfan hest en þegar knapinn hefur einu sinni fengið að njóta ávinninga þess að sitja velþjálfan gæðing - þá er það eina leiðin til velsældar.
Hægt er að panta kennslumyndbönd hans á heimasíðunni www.philippekarl.com.