ÞAÐ ER SKRÍTINN FUGL KANÍNAN
15.5.2008
Ég verð að deila með ykkur undarlegum hugsunarhætti eins meðeiganda í hesthúsinu mínu. Við fjölskyldan eigum pláss fyrir 8 hesta í 22 hesta húsi í Faxabóli. Meðeigendur mínir eiga það flestir sameiginlegt að vera virðulegir ríkisstarfsmenn og hið besta fólk. Á stundum virðast þessir virðulegu meðeigendur mínir samt koma fram með hinar undarlegustu hugmyndir um ýmis mál er varða hestahald og einni þeirra verð ég að deila hér með ykkur.
Umræddur meðeigandi er hestamaður á sjötugsaldri sem stundað hefur hestamennsku til margra ára. Hann er kennari að mennt en sökum krankleika hefur hann ekki sinnt útreiðum sem skyldi síðustu árin. Hann á góða hryssu á miðjum aldri undan Baldri frá Bakka sem staðið hefur óbrúkuð í tvö ár sökum heilsuleysis eigandans. Hryssa þessi tók upp á því í vetur við upphaf þjálfunar að hlaupa með karlinn á baki í hálfgerðum rokum. Alvarlegt mál sem hún hafði ekki verið þekkt fyrir að gera áður en tók uppá eftir illa heppnaðan teymingartúr með fyrrnefndan meðeiganda á baki. Hann kom að máli við mig fyrir nokkru og spurði mig hvort ég teldi það geta haft róandi áhrif á hryssuna að eignast folald. Hann sagðist hafa góða reynslu af slíkri slökunarmeðferð en ég sagðist ekki geta svarað því með vissu hvort slík lífreynsla mundi skrúfa fyrir hlaup hryssunnar með öllu.
Meðeigandi virðist samt hafa ákveðið að prufa þessa leið til betrunar og er byrjaður að halda hryssunni undir ógeltan fola í hverfinu. Í sakleysi mínu hafði ég ekki gert mér ljóst með hvaða hætti meðeigandi minn ætlaði sér að nýta þessa slökunarferð fyrr en hann tjáði mér að hann ætlaði að hafa hryssuna á húsi næstkomandi vetur og brúka hana fram að köstun næsta vor. Þetta hafði hann víst gert oft áður með mjög góðum árangri. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða skoðun ég hef á málinu.
Ég verð að deila með ykkur undarlegum hugsunarhætti eins meðeiganda í hesthúsinu mínu. Við fjölskyldan eigum pláss fyrir 8 hesta í 22 hesta húsi í Faxabóli. Meðeigendur mínir eiga það flestir sameiginlegt að vera virðulegir ríkisstarfsmenn og hið besta fólk. Á stundum virðast þessir virðulegu meðeigendur mínir samt koma fram með hinar undarlegustu hugmyndir um ýmis mál er varða hestahald og einni þeirra verð ég að deila hér með ykkur.
Umræddur meðeigandi er hestamaður á sjötugsaldri sem stundað hefur hestamennsku til margra ára. Hann er kennari að mennt en sökum krankleika hefur hann ekki sinnt útreiðum sem skyldi síðustu árin. Hann á góða hryssu á miðjum aldri undan Baldri frá Bakka sem staðið hefur óbrúkuð í tvö ár sökum heilsuleysis eigandans. Hryssa þessi tók upp á því í vetur við upphaf þjálfunar að hlaupa með karlinn á baki í hálfgerðum rokum. Alvarlegt mál sem hún hafði ekki verið þekkt fyrir að gera áður en tók uppá eftir illa heppnaðan teymingartúr með fyrrnefndan meðeiganda á baki. Hann kom að máli við mig fyrir nokkru og spurði mig hvort ég teldi það geta haft róandi áhrif á hryssuna að eignast folald. Hann sagðist hafa góða reynslu af slíkri slökunarmeðferð en ég sagðist ekki geta svarað því með vissu hvort slík lífreynsla mundi skrúfa fyrir hlaup hryssunnar með öllu.
Meðeigandi virðist samt hafa ákveðið að prufa þessa leið til betrunar og er byrjaður að halda hryssunni undir ógeltan fola í hverfinu. Í sakleysi mínu hafði ég ekki gert mér ljóst með hvaða hætti meðeigandi minn ætlaði sér að nýta þessa slökunarferð fyrr en hann tjáði mér að hann ætlaði að hafa hryssuna á húsi næstkomandi vetur og brúka hana fram að köstun næsta vor. Þetta hafði hann víst gert oft áður með mjög góðum árangri. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða skoðun ég hef á málinu.
ÖRYGGI OKKAR ALLRA
17.3.2008
Ég hef áður rætt um aukið tillitsleysi í umferðinni í hesthúsahverfinu en þetta málefni er mér mikið hjartans mál (sjá skrif þann 4. febrúar 2008).
Við fjölskyldan erum oft með unghross og börn í umferðinni og þessi vetur hefur verið mun verri en þeir 20 vetur sem ég man eftir þar á undan. Hraðinn í umferðinni, bæði ríðandi og akandi, er mjög mikill og slys verða nánast daglega. Ég fæ hreinlega í magann við tilhugsunina um sum atvikin og síðast núna um helgina lentum við í glannalegum atvikum sem ógnuðu öryggi okkar og annarra.
Fyrir það fyrsta þá var gríðarlegur hraðakstri og framúrakstri á bílgötunum í hverfinu, aðeins metrum frá reiðstígnum. Það var mót í gangi og mikil akandi umferð um svæðið. Við fengum líka rokuhest á fljúgandi ferð á eftir okkur á þröngum reiðstígum, mættum reiðmönnum með tvo til þrjá hesta til reiðar sem hægðu ekkert á sér við að mæta okkur. Við lentum í árekstri við fólk sem mætti okkur á yfirferðar gangi án þess að víkja til hægri og reið hreinlega á okkur og svo mætti lengi telja. Flest þessara tilvika hefðu getað verið lífshættuleg og ekki mátti á köflum miklu muna að illa færi.
Ég vil að þessu tilefni hvetja alla hestamenn til að lesa greinina hennar Huldu G. Geirsdóttur á Eiðfaxa, sjá grein hennar hér. Þetta er algjörlega ólíðandi ástand sem er greinilega víðar en í okkar fjölfarna Víðidal. Við hreinlega verðum öll að taka okkur á í umferðinni og hægja á okkur. Átak gegn hraðakstri á ekki aðeins við um þjóðvegi landsins heldur umferðina alla.
Ég hef áður rætt um aukið tillitsleysi í umferðinni í hesthúsahverfinu en þetta málefni er mér mikið hjartans mál (sjá skrif þann 4. febrúar 2008).
Við fjölskyldan erum oft með unghross og börn í umferðinni og þessi vetur hefur verið mun verri en þeir 20 vetur sem ég man eftir þar á undan. Hraðinn í umferðinni, bæði ríðandi og akandi, er mjög mikill og slys verða nánast daglega. Ég fæ hreinlega í magann við tilhugsunina um sum atvikin og síðast núna um helgina lentum við í glannalegum atvikum sem ógnuðu öryggi okkar og annarra.
Fyrir það fyrsta þá var gríðarlegur hraðakstri og framúrakstri á bílgötunum í hverfinu, aðeins metrum frá reiðstígnum. Það var mót í gangi og mikil akandi umferð um svæðið. Við fengum líka rokuhest á fljúgandi ferð á eftir okkur á þröngum reiðstígum, mættum reiðmönnum með tvo til þrjá hesta til reiðar sem hægðu ekkert á sér við að mæta okkur. Við lentum í árekstri við fólk sem mætti okkur á yfirferðar gangi án þess að víkja til hægri og reið hreinlega á okkur og svo mætti lengi telja. Flest þessara tilvika hefðu getað verið lífshættuleg og ekki mátti á köflum miklu muna að illa færi.
Ég vil að þessu tilefni hvetja alla hestamenn til að lesa greinina hennar Huldu G. Geirsdóttur á Eiðfaxa, sjá grein hennar hér. Þetta er algjörlega ólíðandi ástand sem er greinilega víðar en í okkar fjölfarna Víðidal. Við hreinlega verðum öll að taka okkur á í umferðinni og hægja á okkur. Átak gegn hraðakstri á ekki aðeins við um þjóðvegi landsins heldur umferðina alla.
DAGLEGT BRAUÐ
4.2.2008
Útreiðarnar í Víðidalnum ganga framar vonum. Það er virkilega gaman að vera komin vel á veg með trippin tvö. Þau láta mikla umferð í dalnum lítið á sig fá en flott reiðfæri síðustu vikur hefur boðið uppá hraða og fullmikla umferð á þröngum reiðstígum hverfisins. Myrkva þurfti nokkra reiðtúra til að átta sig á skuggunum af ljósastaurunum í hverfinu enda ekki vön þeim úr haganum í sveitinni hjá sér. Fyrstu útreiðartúrarnir fóru því í eins konar hindrunarhlaup yfir skuggana af ljósastaurunum.
En þó tryppin séu nokkuð yfirveguð og allt gangi áfallalaust fyrir sig þá mætti tillitasemin á reiðgötunum vera meiri. Ítrekað er komið á yfirferðargangi bæði á móti og framúr okkur á trippunum án þess að huga að því hvort þau stökkvi útundan sér við gassaganginn eins og komið hefur fyrir. Það er hvorki litið til hægri eða vinstri og umferðareglur brotnar sem skapar mikla hættu fyrir óvana, börn og aðra á viðkvæmum hestum eða frumtamningartrippum.
Auðvitað gleymum við okkur öll á góðum hestum í frábæru færi en tillitsemi í umferðinni tryggir öryggi okkar allra.
Útreiðarnar í Víðidalnum ganga framar vonum. Það er virkilega gaman að vera komin vel á veg með trippin tvö. Þau láta mikla umferð í dalnum lítið á sig fá en flott reiðfæri síðustu vikur hefur boðið uppá hraða og fullmikla umferð á þröngum reiðstígum hverfisins. Myrkva þurfti nokkra reiðtúra til að átta sig á skuggunum af ljósastaurunum í hverfinu enda ekki vön þeim úr haganum í sveitinni hjá sér. Fyrstu útreiðartúrarnir fóru því í eins konar hindrunarhlaup yfir skuggana af ljósastaurunum.
En þó tryppin séu nokkuð yfirveguð og allt gangi áfallalaust fyrir sig þá mætti tillitasemin á reiðgötunum vera meiri. Ítrekað er komið á yfirferðargangi bæði á móti og framúr okkur á trippunum án þess að huga að því hvort þau stökkvi útundan sér við gassaganginn eins og komið hefur fyrir. Það er hvorki litið til hægri eða vinstri og umferðareglur brotnar sem skapar mikla hættu fyrir óvana, börn og aðra á viðkvæmum hestum eða frumtamningartrippum.
Auðvitað gleymum við okkur öll á góðum hestum í frábæru færi en tillitsemi í umferðinni tryggir öryggi okkar allra.
MIKILVÆGI RÆKTUNARHRYSSUNNAR
27.10.2008
Hrossaræktendur vita að dýrmætasta eignin þeirra er góð ræktunarhryssa. Sumir vilja meina að hrossarækt sé heppni og ég get ekki annað en tekið undir þau sjónarmið. Þó með þeim hætti að heppnin felst í því að eignast góða hryssu og eignast undan henni heilbrigð afkvæmi. Það er nefnilega svo að það eru ákveðnar hryssur sem eru alvöru ræktunarhryssur og undan þeim koma gæðingarnir. Hinar geta vissulega með fyrrgreindri heppni komið með eitt og eitt áhugavert afkvæmi en þær sem eru bestar þurfa ekki slíka heppni.
Sumir ræktendur eru svo heppnir að þeir hafa þegar fundið sínar ræktunarhryssur á meðan aðrir leita að ungum og efnilegum hryssum í von um að heppnin sé með þeim.
Ertu þú heppinn?
Hrossaræktendur vita að dýrmætasta eignin þeirra er góð ræktunarhryssa. Sumir vilja meina að hrossarækt sé heppni og ég get ekki annað en tekið undir þau sjónarmið. Þó með þeim hætti að heppnin felst í því að eignast góða hryssu og eignast undan henni heilbrigð afkvæmi. Það er nefnilega svo að það eru ákveðnar hryssur sem eru alvöru ræktunarhryssur og undan þeim koma gæðingarnir. Hinar geta vissulega með fyrrgreindri heppni komið með eitt og eitt áhugavert afkvæmi en þær sem eru bestar þurfa ekki slíka heppni.
Sumir ræktendur eru svo heppnir að þeir hafa þegar fundið sínar ræktunarhryssur á meðan aðrir leita að ungum og efnilegum hryssum í von um að heppnin sé með þeim.
Ertu þú heppinn?