RÆKTUNARBÚ ÁRSINS
1.12.2009
Það er afar áhugavert og ánægjulegt fyrir hrossaræktina í landinu hve mikill metnaður er í hrossaræktinni hjá bæði stærri og smærri búum. Í ár voru áherslur breyttar hjá Fagráði Bændasamtakanna því aldrei fyrr hafa eins mörg bú verið tilnefnd. Ræktunarbúin eru jafnframt blönduð af bæði stóru flaggskipunum sem og smærri og yngri búum sem hingað til hafa ekki náð athygli Fagráðsins. Þessi bú hafa engu að síður náð frábærum árangri í sinni ræktun, ekki síst í ljósi stærðarinnar.
Í framhaldi af áhugaverðri úttekt sem gerð var um tilnefnd hrossaræktarbú á árinu í blaðinu Hestar og hestamenn ákvað ég að skoða nánar þau hrossaræktarbú sem hlotið hafa titilinn á liðnum tólf árum. Kemur í ljós að aðeins sjö hrossaræktarbú hafa unnið tiltilinn á þessum árum en Fet og Auðshlotshjáleiga eru þar atkvæðamest með samtals sjö verðlaun.
Ef hvert ár er flokkað sem ein verðlaun þá vekur það athygli að níu verðlaunarhafar af tólf eiga hlut í kynbótagarpinum Orra frá Þúfu. Aðeins hrossaræktarbúin í Kirkjubær, Miðsitja og Flugumýri II eiga ekki hlut í Orra eftir því sem ég best veit en þau hafa þó öll notað Orra og Orrasyni í sinni ræktun í töluverðum mæli. Má þar meðal annars nefna Orradæturnar Sömbu frá Miðsitju (8.46) og Eddu frá Kirkjubæ (8.36).
Ræktunarbú ársins frá árunum 1998-2009 eru eftirfarandi:
2009: Strandarhjáleiga
2008: Auðsholtshjáleiga
2007: Fet
2006: Auðsholtshjáleiga
2005: Blesastaðir 1A
2004: Fet
2003: Auðsholtshjáleiga
2002: Miðsitja
2001: Flugumýri II
2000: Kirkjubær
1999: Auðsholtshjáleiga
1998: Fet
Það er afar áhugavert og ánægjulegt fyrir hrossaræktina í landinu hve mikill metnaður er í hrossaræktinni hjá bæði stærri og smærri búum. Í ár voru áherslur breyttar hjá Fagráði Bændasamtakanna því aldrei fyrr hafa eins mörg bú verið tilnefnd. Ræktunarbúin eru jafnframt blönduð af bæði stóru flaggskipunum sem og smærri og yngri búum sem hingað til hafa ekki náð athygli Fagráðsins. Þessi bú hafa engu að síður náð frábærum árangri í sinni ræktun, ekki síst í ljósi stærðarinnar.
Í framhaldi af áhugaverðri úttekt sem gerð var um tilnefnd hrossaræktarbú á árinu í blaðinu Hestar og hestamenn ákvað ég að skoða nánar þau hrossaræktarbú sem hlotið hafa titilinn á liðnum tólf árum. Kemur í ljós að aðeins sjö hrossaræktarbú hafa unnið tiltilinn á þessum árum en Fet og Auðshlotshjáleiga eru þar atkvæðamest með samtals sjö verðlaun.
Ef hvert ár er flokkað sem ein verðlaun þá vekur það athygli að níu verðlaunarhafar af tólf eiga hlut í kynbótagarpinum Orra frá Þúfu. Aðeins hrossaræktarbúin í Kirkjubær, Miðsitja og Flugumýri II eiga ekki hlut í Orra eftir því sem ég best veit en þau hafa þó öll notað Orra og Orrasyni í sinni ræktun í töluverðum mæli. Má þar meðal annars nefna Orradæturnar Sömbu frá Miðsitju (8.46) og Eddu frá Kirkjubæ (8.36).
Ræktunarbú ársins frá árunum 1998-2009 eru eftirfarandi:
2009: Strandarhjáleiga
2008: Auðsholtshjáleiga
2007: Fet
2006: Auðsholtshjáleiga
2005: Blesastaðir 1A
2004: Fet
2003: Auðsholtshjáleiga
2002: Miðsitja
2001: Flugumýri II
2000: Kirkjubær
1999: Auðsholtshjáleiga
1998: Fet
AFKOMENDUR SVARTS FRÁ UNALÆK

Askur frá Tunguhálsi II, sonarsonur Svarts
4.12.2009
Svartur frá Unalæk varð í raun aldrei tískuhestur eins og við þekkjum þá þrátt fyrir að hafa hlotið mikla athygli og aðdáum á landsmóti árið 1994 í flokki 6 vetra stóðhesta. Þar hlaut hann háan einstaklingsdóm, meðal annars einkunnina 10 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Í aðaleinkunn hlaut hann 8.54 þar af 8.90 fyrir hæfileika. Svartur kom fram á fyrrnefndu landsmóti sem einstaklingur ásamt því að fylgja bæði föður sínum og móður. Ferðirnar um brautirnar og skeiðsprettirnir voru því ansi margir og aldrei fataðist honum flugið. Það geislaði af honum vilji, geðprýði og einstakt rými en fundið var að stífni í bógum og fótaburði.
Svartur var seldur til Danmerkur árið 2000, aðeins 12 vetra gamall en undan honum eru til 500 afkvæmi í dag. Athygli vekur að af 500 afkvæmum þá hafa rúmlega 90 þeirra hlotið fullnaðardóm, þar af eru 24 þeirra með 1. verðlaun sem öll eru fædd á Íslandi að fjórum hrossum undanskyldum. Enginn stóðhestur undan Svarti hefur náð verulegum vinsældum á Íslandi en meðal sona hans má nefna Ask frá Kanastöðum, Núma frá Þóroddsstöðum og Þór frá Prestbakka. Allir 1. verðlauna stóðhestar undan Svarti, að Aski undanskyldum, hafa verið seldir á erlenda grund.
Askur frá Kanastöðum var því miður ekki mikið notaður þau fáu ár sem hann lifði þrátt fyrir að hafa staðið efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti árið 2000. Að margra áliti var hann talinn besta afkvæmi Svarts. það var eftirminnilegt á að horfa þegar hann vorið 2003 atti kappi í B-flokki gæðinga á Hvítasunnumóti Fáks við þá albræður, Nagla og Svein-Hervar frá Þúfu. Rýmið, mýktin og viljinn var einstakur í þessum alhliða gæðingi og munað hársbreidd að hann ynni sigur í B-flokkun.
Askur var aðeins 8 vetra gamall þegar hann fannst dauður í skurði á gamlársdag, líklega eftir að hafa fælst undan flugeldum. Undan honum eru aðeins til 70 afkvæmi. Þar af hafa 10 þeirra verið sýnd í fullnaðardóm. Fjögur eru með 1. verðlaun og þrjú til viðbótar með 7.85-7.99. Öll fyrstu verðlauna afkvæmin undan Aski eru með mjög háan hæfileikadóm eða frá 8.30-8.60.
Aðeins einn stóðhestur er til undan Aski en hann hefur nú verið seldur til Danmerkur. Hann ber nafn föður síns og er frá Tunguhálsi II, undan sýndri Safírsdóttur með 1. verðlaun fyrir hæfileika. Askur frá Tunguhálsi er einn fimmgangs stóðhesturinn sem fluttur hefur verið úr landi á liðnu ári og á það sameiginlegt með flestum þeirra að vera lítið skyldur Orra frá Þúfu. Þetta er afar öflugur og flugrúmur 5 vetra gæðingur sem eflaust á mikið inni á hæfileikavængnum. Telja má víst að hann muni hækka í dómi ytra en hann hefur þegar fengið 8,5 fyrir allar gangtegundir auk einkunnarinnar 9 fyrir vilja og geðslag.
Svartur frá Unalæk varð í raun aldrei tískuhestur eins og við þekkjum þá þrátt fyrir að hafa hlotið mikla athygli og aðdáum á landsmóti árið 1994 í flokki 6 vetra stóðhesta. Þar hlaut hann háan einstaklingsdóm, meðal annars einkunnina 10 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Í aðaleinkunn hlaut hann 8.54 þar af 8.90 fyrir hæfileika. Svartur kom fram á fyrrnefndu landsmóti sem einstaklingur ásamt því að fylgja bæði föður sínum og móður. Ferðirnar um brautirnar og skeiðsprettirnir voru því ansi margir og aldrei fataðist honum flugið. Það geislaði af honum vilji, geðprýði og einstakt rými en fundið var að stífni í bógum og fótaburði.
Svartur var seldur til Danmerkur árið 2000, aðeins 12 vetra gamall en undan honum eru til 500 afkvæmi í dag. Athygli vekur að af 500 afkvæmum þá hafa rúmlega 90 þeirra hlotið fullnaðardóm, þar af eru 24 þeirra með 1. verðlaun sem öll eru fædd á Íslandi að fjórum hrossum undanskyldum. Enginn stóðhestur undan Svarti hefur náð verulegum vinsældum á Íslandi en meðal sona hans má nefna Ask frá Kanastöðum, Núma frá Þóroddsstöðum og Þór frá Prestbakka. Allir 1. verðlauna stóðhestar undan Svarti, að Aski undanskyldum, hafa verið seldir á erlenda grund.
Askur frá Kanastöðum var því miður ekki mikið notaður þau fáu ár sem hann lifði þrátt fyrir að hafa staðið efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti árið 2000. Að margra áliti var hann talinn besta afkvæmi Svarts. það var eftirminnilegt á að horfa þegar hann vorið 2003 atti kappi í B-flokki gæðinga á Hvítasunnumóti Fáks við þá albræður, Nagla og Svein-Hervar frá Þúfu. Rýmið, mýktin og viljinn var einstakur í þessum alhliða gæðingi og munað hársbreidd að hann ynni sigur í B-flokkun.
Askur var aðeins 8 vetra gamall þegar hann fannst dauður í skurði á gamlársdag, líklega eftir að hafa fælst undan flugeldum. Undan honum eru aðeins til 70 afkvæmi. Þar af hafa 10 þeirra verið sýnd í fullnaðardóm. Fjögur eru með 1. verðlaun og þrjú til viðbótar með 7.85-7.99. Öll fyrstu verðlauna afkvæmin undan Aski eru með mjög háan hæfileikadóm eða frá 8.30-8.60.
Aðeins einn stóðhestur er til undan Aski en hann hefur nú verið seldur til Danmerkur. Hann ber nafn föður síns og er frá Tunguhálsi II, undan sýndri Safírsdóttur með 1. verðlaun fyrir hæfileika. Askur frá Tunguhálsi er einn fimmgangs stóðhesturinn sem fluttur hefur verið úr landi á liðnu ári og á það sameiginlegt með flestum þeirra að vera lítið skyldur Orra frá Þúfu. Þetta er afar öflugur og flugrúmur 5 vetra gæðingur sem eflaust á mikið inni á hæfileikavængnum. Telja má víst að hann muni hækka í dómi ytra en hann hefur þegar fengið 8,5 fyrir allar gangtegundir auk einkunnarinnar 9 fyrir vilja og geðslag.
ÆTTMÆÐUR FRÁ HVAMMI

9.9.2009
Það er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á ættfræði að skoða hvaða einstaklingar standa að baki þeim kynbótahrossum sem mest ber á í nútíma hrossarækt og hvernig þeir tengjast hver öðrum.
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ættfræði hrossa og hef afar gaman af því að rekja saman hesta, sérstaklega í móðurlegg. Við val á stóðhestum til undaneldis er ekki síður mikilvægt að skoða arfleið móðurættar hestsins en föður. Að mínu mati skiptir það miklu máli að ættmæðurnar séu af sterkum stofnum því það eykur kynfestu stóðhestsins og áreiðanleika gæðanna ef báðir foreldrar eru vel ættaðir og hafa sterkt bakland.
Dæmi um þetta eru meðal annars stóðhestar og hryssur sem komin eru út af ættmóðurinni Fríðu frá Hvammi. Fríða var fædd árið 1977 undan Sleipni frá Ásgeirsbrekku, 1. verðlauna hesti útaf Lýsingi gamla frá Voðmúlastöðum. Sjálf fékk Fríða afleitan dóm, 7.25 í aðaleinkunn en undan henni eru tvær hryssur sem hafa markað djúp spor í nútíma hrossarækt.
Önnur þeirra er Dóttla frá Hvammi, ósýnd hryssa undan Feng frá Reykjavík. Fengur þessi hefur lítið til afreka unnið en undan Dóttlu og Gusti frá Hóli er hinn gráskjótti Klettur frá Hvammi. Klettur hefur þegar sannað sig bæði sem einstaklingur og ekki síður sem kynbótahestur en nú þegar eru komnir fram háttdæmdir og flottir stóðhestar undan Kletti, þar á meðal þeir Kiljan frá Steinnesi (8.59), Seiður frá Flugumýri (8.52) og Héðinn frá Feti (8.43).
Löpp Gáska og Fríðudóttir fór hins vegar í góð 1. verðlaun sem einstaklingur, þar af 8.76 fyrir hæfileika, 8.22 í aðaleinkunn. Undan Löpp eru nú þegar komin 5 afkvæmi í 1. verðlaun, þar af er 1. verðlauna Þorrasonurinn Þröstur frá Hvammi með 8.59 í aðaleinkunn og Otursdóttirin Orka frá Hvammi með 8.15 í aðaleinkunn. Undan Orku eru síðan bræðurnir Ómur (8.61) og Óliver (8.67) frá Kvistum sem báðir hafa slegið rækilega í gegn á síðustu tveimur árum. Við munum vissulega horfa til afkomenda þessara ættmæðra við val á stóðhestum til framræktunar.
Það er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á ættfræði að skoða hvaða einstaklingar standa að baki þeim kynbótahrossum sem mest ber á í nútíma hrossarækt og hvernig þeir tengjast hver öðrum.
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ættfræði hrossa og hef afar gaman af því að rekja saman hesta, sérstaklega í móðurlegg. Við val á stóðhestum til undaneldis er ekki síður mikilvægt að skoða arfleið móðurættar hestsins en föður. Að mínu mati skiptir það miklu máli að ættmæðurnar séu af sterkum stofnum því það eykur kynfestu stóðhestsins og áreiðanleika gæðanna ef báðir foreldrar eru vel ættaðir og hafa sterkt bakland.
Dæmi um þetta eru meðal annars stóðhestar og hryssur sem komin eru út af ættmóðurinni Fríðu frá Hvammi. Fríða var fædd árið 1977 undan Sleipni frá Ásgeirsbrekku, 1. verðlauna hesti útaf Lýsingi gamla frá Voðmúlastöðum. Sjálf fékk Fríða afleitan dóm, 7.25 í aðaleinkunn en undan henni eru tvær hryssur sem hafa markað djúp spor í nútíma hrossarækt.
Önnur þeirra er Dóttla frá Hvammi, ósýnd hryssa undan Feng frá Reykjavík. Fengur þessi hefur lítið til afreka unnið en undan Dóttlu og Gusti frá Hóli er hinn gráskjótti Klettur frá Hvammi. Klettur hefur þegar sannað sig bæði sem einstaklingur og ekki síður sem kynbótahestur en nú þegar eru komnir fram háttdæmdir og flottir stóðhestar undan Kletti, þar á meðal þeir Kiljan frá Steinnesi (8.59), Seiður frá Flugumýri (8.52) og Héðinn frá Feti (8.43).
Löpp Gáska og Fríðudóttir fór hins vegar í góð 1. verðlaun sem einstaklingur, þar af 8.76 fyrir hæfileika, 8.22 í aðaleinkunn. Undan Löpp eru nú þegar komin 5 afkvæmi í 1. verðlaun, þar af er 1. verðlauna Þorrasonurinn Þröstur frá Hvammi með 8.59 í aðaleinkunn og Otursdóttirin Orka frá Hvammi með 8.15 í aðaleinkunn. Undan Orku eru síðan bræðurnir Ómur (8.61) og Óliver (8.67) frá Kvistum sem báðir hafa slegið rækilega í gegn á síðustu tveimur árum. Við munum vissulega horfa til afkomenda þessara ættmæðra við val á stóðhestum til framræktunar.
GOÐSÖGN Í LIFANDA LÍFI
16.4.2009
Ég viðurkenni það fúslega að ég féll í stafi þegar ég sá Orra frá Þúfu í fyrsta sinn aðeins fjögurra vetra gamlan vorið 1990. Orri var þá í umsjón Rúnu Einarsdóttur á stóðhestastöðinni í Gunnarsholti og saman voru þau ógleymanlegt par. Ekki grunaði mig á þeim tíma frekar en nokkurn annan hversu ógnar vinsældum hann átti eftir að ná og hve djúp spor hann átti eftir að marka á íslenska hrossarækt á komandi árum.
Á þessum tíma var blöndun ætta á milli landssvæða enn frekar takmörkun. Skagfirðingar héldu sig norðan heiða og sunnlendingar leituðu frekar austur en norður. Orri varð á margan hátt táknmynd þessara kynblöndunnar sem varð á milli landsvæða, í honum sameinaðist skagfirski gæðingurinn þeim sunnlenska en á næstu áratugum áttu gömlu og hreinu ættlínur Svaðastaðahrossa, Hornafirðinga og annarra fornra góðhesta eftir að þurrkast út að mestu. Á skömmum tíma varð Orri einn verðmætasti og umtalaðasti hestur allra tíma. Orri var með allra fyrstu stóðhestum til að komst í eigu hlutarfélags sem enn þann dag í dag malar eigendum sínum gull - 19 árum síðar.
Fáir ef nokkrir aðrir stóðhestar hafa átt jafnmörg afkvæmi með fyrstu verðlaun og það er örugglega einsdæmi hversu mörg afkvæmi undan einum stóðhesti hafa hlotið einkunn yfir 9 fyrir hæfileika. Orri á alls sex afkvæmi sem hafa rofið níu múrinn og fjölmörg önnur koma þar ansi nálægt. Töltið, prúðleikinn og framgangan sem einkenndi Orra og hans afkvæmi heilla bæði ræktendur og almenning en Orri er ekki gallalaus frekar en aðrir stóðhestar. Hann gefur í bland bolþung, stutt og þykkvaxinn afkvæmi. Skeiðgetan er oft takmörkuð og svif og rými gangtegundanna bregður til beggja átta.
Orri hefur alla tíð átt sína gagnrýnendur jafnt sem aðdáendur. Margir ræktendur hafa lagt sig fram við að sniðganga hann og hans afkomendur til að halda sínum ættlínum óskyldum Orra. Það verður samt ekki tekið af honum að hann framleiðir hestgerðir sem henta fjöldanum og víðast hvar hefur hann kynbætt það sem fyrir er. Afkvæmin eru auðveld, fljóttamin og gagnhrein reiðhross sem eru tilbúin til sýningar og sölu eftir stuttan tamningu og það gerir framleiðsluna afar arðbæra fyrir ræktandann.
Því miður höfum við átt alltof fáa hesta út af Orra en við höfum ekki verið nægilega duglega að nota hans afkomendur í ræktuna. Það stóð reyndar til að velja stóðhest undan honum til notkunar á þessu ári en þau plön fuku út í veður og vind. Engu að síður erum við mjög ánægð með þær hryssur sem við eigum út af Orra og þær búa yfir mörgum eiginleikum sem við sækjumst eftir í okkar framræktun. Ef til vill hefur sérviskan leitt okkur á aðrar slóðir en það er vissulega ástæða til að endurskoða þau mál í náinni framtíðinni.
Ég viðurkenni það fúslega að ég féll í stafi þegar ég sá Orra frá Þúfu í fyrsta sinn aðeins fjögurra vetra gamlan vorið 1990. Orri var þá í umsjón Rúnu Einarsdóttur á stóðhestastöðinni í Gunnarsholti og saman voru þau ógleymanlegt par. Ekki grunaði mig á þeim tíma frekar en nokkurn annan hversu ógnar vinsældum hann átti eftir að ná og hve djúp spor hann átti eftir að marka á íslenska hrossarækt á komandi árum.
Á þessum tíma var blöndun ætta á milli landssvæða enn frekar takmörkun. Skagfirðingar héldu sig norðan heiða og sunnlendingar leituðu frekar austur en norður. Orri varð á margan hátt táknmynd þessara kynblöndunnar sem varð á milli landsvæða, í honum sameinaðist skagfirski gæðingurinn þeim sunnlenska en á næstu áratugum áttu gömlu og hreinu ættlínur Svaðastaðahrossa, Hornafirðinga og annarra fornra góðhesta eftir að þurrkast út að mestu. Á skömmum tíma varð Orri einn verðmætasti og umtalaðasti hestur allra tíma. Orri var með allra fyrstu stóðhestum til að komst í eigu hlutarfélags sem enn þann dag í dag malar eigendum sínum gull - 19 árum síðar.
Fáir ef nokkrir aðrir stóðhestar hafa átt jafnmörg afkvæmi með fyrstu verðlaun og það er örugglega einsdæmi hversu mörg afkvæmi undan einum stóðhesti hafa hlotið einkunn yfir 9 fyrir hæfileika. Orri á alls sex afkvæmi sem hafa rofið níu múrinn og fjölmörg önnur koma þar ansi nálægt. Töltið, prúðleikinn og framgangan sem einkenndi Orra og hans afkvæmi heilla bæði ræktendur og almenning en Orri er ekki gallalaus frekar en aðrir stóðhestar. Hann gefur í bland bolþung, stutt og þykkvaxinn afkvæmi. Skeiðgetan er oft takmörkuð og svif og rými gangtegundanna bregður til beggja átta.
Orri hefur alla tíð átt sína gagnrýnendur jafnt sem aðdáendur. Margir ræktendur hafa lagt sig fram við að sniðganga hann og hans afkomendur til að halda sínum ættlínum óskyldum Orra. Það verður samt ekki tekið af honum að hann framleiðir hestgerðir sem henta fjöldanum og víðast hvar hefur hann kynbætt það sem fyrir er. Afkvæmin eru auðveld, fljóttamin og gagnhrein reiðhross sem eru tilbúin til sýningar og sölu eftir stuttan tamningu og það gerir framleiðsluna afar arðbæra fyrir ræktandann.
Því miður höfum við átt alltof fáa hesta út af Orra en við höfum ekki verið nægilega duglega að nota hans afkomendur í ræktuna. Það stóð reyndar til að velja stóðhest undan honum til notkunar á þessu ári en þau plön fuku út í veður og vind. Engu að síður erum við mjög ánægð með þær hryssur sem við eigum út af Orra og þær búa yfir mörgum eiginleikum sem við sækjumst eftir í okkar framræktun. Ef til vill hefur sérviskan leitt okkur á aðrar slóðir en það er vissulega ástæða til að endurskoða þau mál í náinni framtíðinni.
ORRI OG ÍSLENSKA DÓMSKERFIÐ
16.4.2009
Margir eru þeirrar skoðunar að gildandi dómskerfi fyrir kynbótahross sé hannað til að hygla Orra frá Þúfu og afkvæmi hans. Að honum sé hampað óeðlilega vegna áhrifa hluthafa og ákveðin forgjöf sé gefin með ætterninu einu saman.
Vissulega er hátt vægi í dómsskalanum fyrir ýmsa þætti sem einkenna afkvæmi Orra en þetta eru jafnframt eiginleikar sem þykja eftirsóknarverðir í ræktun íslenska hestsins. Hátt vægi er til dæmis á tölti, vilja og geðslag og fegurð í reið. Allt eru þetta eiginleikar sem afkvæmi Orra eru að fá sínar bestu einkunnir fyrir en þau eru alls ekki ein um það. Á sínum tíma var ákveðið að hafa hærra vægi á tölti en skeið til að bæta töltið almennt með markvissri ræktun en þessi áhersla gefur öflugum klárhestum sem hreyfa skeiðeinkunn vissulega mikið forskot í dómi á við alhliðahest með gott skeið en síðra tölt.
Það má gagnrýna þær áherslur liðinna ára að gefa fjórtöktuðu skeiði hærri einkunn en hún raunverulega verðskuldar en mörg afkvæmi Orra hafa einmitt notið góðs af því atriði. Mörg afkvæmanna eru raunverulega meiri klárhross en alhliðahross en með lagni sýnendanna hafa þau hreyft ágæta skeiðeinkunn sem nægir til hærri metorða.
Nú hafa fagráðin innan Bændasamtakanna og sérsambönd hrossaræktenda gert það að tillögu sinni að breyta væginu á dómsskálanum og auka jafnframt kröfurnar um takthreinna skeið, meðal annars í ljósi tíðra ágripa í kynbótabrautinni. Aðrar áherslubreytingar sem lagðar hafa verið fram eru meðal annars hækkun á vægi fyrir hægt tölt og stökk og breyta jafnframt áhrifum þessara atriða á heildareinkunnina fyrir gangtegund. Þannig verður hestur með 9,5 fyrir tölt að hafa hlotið lágmark 9 fyrir hægt tölt svo dæmi sé tekið. Einnig er vilji til að hækka vægið á skeiði og feti á kostnað vægis fyrir vilja og geðslag. Allt endurmat á er af hinu góða og þessar breytingar munu örugglega skila okkur áframhaldandi framförum í hrossaræktinni ef af verður. Aukin áhersla á hægu ferðirnar, fet og skeið efla hæfni kynbótahestana á keppnisbrautinni og markaður kallar eftir breyttum áherslum í þeim efnum.
Hér má síðan sjá skemmtilegan leiðara úr Eiðfaxa eftir Jens Einarsson frá árinu 2002 sem fjallar um hvernig vægi á tölt og skeið í kynbótadómi hafði stýrandi áhrif á í hrossaræktina.
Margir eru þeirrar skoðunar að gildandi dómskerfi fyrir kynbótahross sé hannað til að hygla Orra frá Þúfu og afkvæmi hans. Að honum sé hampað óeðlilega vegna áhrifa hluthafa og ákveðin forgjöf sé gefin með ætterninu einu saman.
Vissulega er hátt vægi í dómsskalanum fyrir ýmsa þætti sem einkenna afkvæmi Orra en þetta eru jafnframt eiginleikar sem þykja eftirsóknarverðir í ræktun íslenska hestsins. Hátt vægi er til dæmis á tölti, vilja og geðslag og fegurð í reið. Allt eru þetta eiginleikar sem afkvæmi Orra eru að fá sínar bestu einkunnir fyrir en þau eru alls ekki ein um það. Á sínum tíma var ákveðið að hafa hærra vægi á tölti en skeið til að bæta töltið almennt með markvissri ræktun en þessi áhersla gefur öflugum klárhestum sem hreyfa skeiðeinkunn vissulega mikið forskot í dómi á við alhliðahest með gott skeið en síðra tölt.
Það má gagnrýna þær áherslur liðinna ára að gefa fjórtöktuðu skeiði hærri einkunn en hún raunverulega verðskuldar en mörg afkvæmi Orra hafa einmitt notið góðs af því atriði. Mörg afkvæmanna eru raunverulega meiri klárhross en alhliðahross en með lagni sýnendanna hafa þau hreyft ágæta skeiðeinkunn sem nægir til hærri metorða.
Nú hafa fagráðin innan Bændasamtakanna og sérsambönd hrossaræktenda gert það að tillögu sinni að breyta væginu á dómsskálanum og auka jafnframt kröfurnar um takthreinna skeið, meðal annars í ljósi tíðra ágripa í kynbótabrautinni. Aðrar áherslubreytingar sem lagðar hafa verið fram eru meðal annars hækkun á vægi fyrir hægt tölt og stökk og breyta jafnframt áhrifum þessara atriða á heildareinkunnina fyrir gangtegund. Þannig verður hestur með 9,5 fyrir tölt að hafa hlotið lágmark 9 fyrir hægt tölt svo dæmi sé tekið. Einnig er vilji til að hækka vægið á skeiði og feti á kostnað vægis fyrir vilja og geðslag. Allt endurmat á er af hinu góða og þessar breytingar munu örugglega skila okkur áframhaldandi framförum í hrossaræktinni ef af verður. Aukin áhersla á hægu ferðirnar, fet og skeið efla hæfni kynbótahestana á keppnisbrautinni og markaður kallar eftir breyttum áherslum í þeim efnum.
Hér má síðan sjá skemmtilegan leiðara úr Eiðfaxa eftir Jens Einarsson frá árinu 2002 sem fjallar um hvernig vægi á tölt og skeið í kynbótadómi hafði stýrandi áhrif á í hrossaræktina.
AFKOMENDUR HERVARS FRÁ SAUÐÁRKRÓKI

11.1.2009
Í framhaldinu af umfjölluninni um Öskju frá Miðsitju er áhugavert að skoða nánar aðra afkomendur hins mikla höfðingja Hervars frá Sauðárkróki. Unda Hervari, sem er nýlega fallinn (2005), er komin geysistór ættbógur en hann á 910 skráð afkvæmi í Worldfeng. Af þeim eru 39 með 1. verðlaun og tugir til viðbótar með góð 2. verðlaun. Hervar var undan Blossa og Hervöru frá Sauðárkróki. Blossi hefur helst sannað sig í gegnum son sinn en stór ættbógur stendur út af Hervöru Hrafns- og Síðudóttur.
Hervar á nokkra syni sem hafa reynst farsælir í ræktun. Það eru meðal annars þeir Otur og Kjarval frá Sauðárkróki, Parker frá Sólheimum, Kraflar frá Miðsitju og Hektor frá Akureyri. Hins vegar eru Hervarsdæturnar fjölmargar sem hafa sannað sig í framræktun og áhugamvert er að skoða hvað stendur að baki skærum stjörnum liðinna landsmóta.
Til gaman eru hér nefndar nokkrar þekktar Hervarsdætur sem margar eru sjálfar með góð 1. verðlaun sem einstaklingar auk þess að eiga framúrskarandi afkvæmi. Fyrst er að nefna að gæðingssysturnar Sóldögg og Hryðja frá Hvoli eru undan Hervarsdótturinni Eldingu frá Víðidal. Systkinin List og Leiknir frá Vakusstöðum eru einnig undan Hervarsdóttur, Lyftingu frá Ysta-Mó auk þess sem móðir systranna Hátíðar og Hendingar frá Úlfsstöðum er undan Hervarsdóttur.
Stóðhestarnir Galsi og Glymur eru undan Hervarsdótturinni Gnótt frá Sauðárkróki. Stör frá Unalæk, móðir Æsu frá Árnagerði er Hervarsdóttir og Hera frá Jaðri móðir Eldjárns frá Tjaldhólum er Hervarsdóttir ásamt Kötlu frá Miðsitju, móðir Spuna og Svaka frá Miðsitju. Stóðhesturinn Dagur frá Strandarhöfði er einnig undan Hervarsdóttur og svona mætti lengi áfram telja því það er um auðugan garð að gresja.
Það er því augljóst að Hervar frá Sauðárkróki hefur markað djúp spor í íslenskri hrossarækt og afkomendur Hervars skipta þúsundum.
Í framhaldinu af umfjölluninni um Öskju frá Miðsitju er áhugavert að skoða nánar aðra afkomendur hins mikla höfðingja Hervars frá Sauðárkróki. Unda Hervari, sem er nýlega fallinn (2005), er komin geysistór ættbógur en hann á 910 skráð afkvæmi í Worldfeng. Af þeim eru 39 með 1. verðlaun og tugir til viðbótar með góð 2. verðlaun. Hervar var undan Blossa og Hervöru frá Sauðárkróki. Blossi hefur helst sannað sig í gegnum son sinn en stór ættbógur stendur út af Hervöru Hrafns- og Síðudóttur.
Hervar á nokkra syni sem hafa reynst farsælir í ræktun. Það eru meðal annars þeir Otur og Kjarval frá Sauðárkróki, Parker frá Sólheimum, Kraflar frá Miðsitju og Hektor frá Akureyri. Hins vegar eru Hervarsdæturnar fjölmargar sem hafa sannað sig í framræktun og áhugamvert er að skoða hvað stendur að baki skærum stjörnum liðinna landsmóta.
Til gaman eru hér nefndar nokkrar þekktar Hervarsdætur sem margar eru sjálfar með góð 1. verðlaun sem einstaklingar auk þess að eiga framúrskarandi afkvæmi. Fyrst er að nefna að gæðingssysturnar Sóldögg og Hryðja frá Hvoli eru undan Hervarsdótturinni Eldingu frá Víðidal. Systkinin List og Leiknir frá Vakusstöðum eru einnig undan Hervarsdóttur, Lyftingu frá Ysta-Mó auk þess sem móðir systranna Hátíðar og Hendingar frá Úlfsstöðum er undan Hervarsdóttur.
Stóðhestarnir Galsi og Glymur eru undan Hervarsdótturinni Gnótt frá Sauðárkróki. Stör frá Unalæk, móðir Æsu frá Árnagerði er Hervarsdóttir og Hera frá Jaðri móðir Eldjárns frá Tjaldhólum er Hervarsdóttir ásamt Kötlu frá Miðsitju, móðir Spuna og Svaka frá Miðsitju. Stóðhesturinn Dagur frá Strandarhöfði er einnig undan Hervarsdóttur og svona mætti lengi áfram telja því það er um auðugan garð að gresja.
Það er því augljóst að Hervar frá Sauðárkróki hefur markað djúp spor í íslenskri hrossarækt og afkomendur Hervars skipta þúsundum.
ÓFEIGUR FRÁ HVANNEYRI

10.11.2008
Margir hrossaræktendur og ráðunautar hafa viljað útrýma áhrifum Ófeigs 818 frá Hvanneyri úr íslenskri hrossarækt. Algengt er að hann sé talinn einn ofmetnasta stóðhest sögunnar og eru þessi sjónarmið nokkuð útbreidd. Vissulega eru afkomendur Ófeigs ekki alltaf auðveld hross.
Jens Einarsson hittir naglann á höfuðið þegar hann talar um Ófeigshross fyrir lengra komna í grein sinni á Seisei.is. Þar segir Jens: "Afkomendur Ófeigs eru ekki með kjör geðslag í keppni og sýningar. Pirringurinn og fýlan frá Óðu-Rauðku er lífseig. En þetta eru hross sem gefa manni ógleymanlegar stundir. Þegar þau eru í skapi til að ganga nokkra hringi á keppnisvelli eru fá hross sem standa þeim snúning. Þeir sem láta skapið í Ófeigshrossum fara í taugarnar á sér ættu ekki að koma nálægt þeim. Það gerir vont verra. Lengra komnir mættu hins vegar standa betur við bakið á þessari ætt og leiða meira undir þó stóðhesta sem ennþá eru til af þessum meiði."
Fyrir hálfgerðri tilviljun er stærsti partur okkar hrossa kominn útaf gamla Hornfirðingnum Ófeigi 818 frá Hvanneyri. Spóla frá Brekkukoti (18v.) er undan Ófeigssyninum Kára frá Grund sem jafnframt var sammæðra Gusti frá Grund undan Flugsvinn frá Bræðrartungu. Myrkva frá Álfhólum (4v.) er undan Gusti frá Lækjarbakka, Gustssyni frá Grund, Flosasyni, Ófeigssyni og Svala frá Svínafelli (13v.) er undan Gusti frá Grund, Flosasyni, Ófeigssyni. Að auki sækja flestar hryssurnar sínar ættir til Hornafjarðar í móðurarm.
Það sem gerir þessi hross afar áhugaverð að okkar mati er einmitt hversu fasmiklir og áberandi einstaklingar þetta eru. Þeir búa yfir ákveðnum eiginleikum sem vekja eftirtekt og aðdáun fyrir framgöngu, fótaburð og gangrými. Ef þessum einstaklingum er blandað við aðrar ættlínur afkastahesta þá er útkoman virkilega spennandi og jafnvel eldfim.
Kynbótadómur Ófeigs 818 frá Hvanneyri:
Sköpulag Höfuð Háls/herðar/bógar 8.5 Bak og lend Samræmi 8.5 Fótagerð Réttleiki 8 Hófar Sköpulag 8.3 Kostir Tölt 9 Brokk 8.5 Skeið 9.5 Stökk 8.5 Vilji 8.5 Geðslag 8.5 Fegurð í reið 9 Hæfileikar 8.8 Aðaleinkunn 8.55
Margir hrossaræktendur og ráðunautar hafa viljað útrýma áhrifum Ófeigs 818 frá Hvanneyri úr íslenskri hrossarækt. Algengt er að hann sé talinn einn ofmetnasta stóðhest sögunnar og eru þessi sjónarmið nokkuð útbreidd. Vissulega eru afkomendur Ófeigs ekki alltaf auðveld hross.
Jens Einarsson hittir naglann á höfuðið þegar hann talar um Ófeigshross fyrir lengra komna í grein sinni á Seisei.is. Þar segir Jens: "Afkomendur Ófeigs eru ekki með kjör geðslag í keppni og sýningar. Pirringurinn og fýlan frá Óðu-Rauðku er lífseig. En þetta eru hross sem gefa manni ógleymanlegar stundir. Þegar þau eru í skapi til að ganga nokkra hringi á keppnisvelli eru fá hross sem standa þeim snúning. Þeir sem láta skapið í Ófeigshrossum fara í taugarnar á sér ættu ekki að koma nálægt þeim. Það gerir vont verra. Lengra komnir mættu hins vegar standa betur við bakið á þessari ætt og leiða meira undir þó stóðhesta sem ennþá eru til af þessum meiði."
Fyrir hálfgerðri tilviljun er stærsti partur okkar hrossa kominn útaf gamla Hornfirðingnum Ófeigi 818 frá Hvanneyri. Spóla frá Brekkukoti (18v.) er undan Ófeigssyninum Kára frá Grund sem jafnframt var sammæðra Gusti frá Grund undan Flugsvinn frá Bræðrartungu. Myrkva frá Álfhólum (4v.) er undan Gusti frá Lækjarbakka, Gustssyni frá Grund, Flosasyni, Ófeigssyni og Svala frá Svínafelli (13v.) er undan Gusti frá Grund, Flosasyni, Ófeigssyni. Að auki sækja flestar hryssurnar sínar ættir til Hornafjarðar í móðurarm.
Það sem gerir þessi hross afar áhugaverð að okkar mati er einmitt hversu fasmiklir og áberandi einstaklingar þetta eru. Þeir búa yfir ákveðnum eiginleikum sem vekja eftirtekt og aðdáun fyrir framgöngu, fótaburð og gangrými. Ef þessum einstaklingum er blandað við aðrar ættlínur afkastahesta þá er útkoman virkilega spennandi og jafnvel eldfim.
Kynbótadómur Ófeigs 818 frá Hvanneyri:
Sköpulag Höfuð Háls/herðar/bógar 8.5 Bak og lend Samræmi 8.5 Fótagerð Réttleiki 8 Hófar Sköpulag 8.3 Kostir Tölt 9 Brokk 8.5 Skeið 9.5 Stökk 8.5 Vilji 8.5 Geðslag 8.5 Fegurð í reið 9 Hæfileikar 8.8 Aðaleinkunn 8.55
ÁGÚSTÍNUS FRÁ MELALEITI

23.05.2008.
Sem áhugamanneskja um hrossarækt þá finnst mér skemmtilegast þegar ég fæ tilfinningu og trú á hestefnum sem upprennandi stjörnum. Þetta er tilfinning sem ég er til í að fylgja með vonina að leiðarljósi og bæði Álfasteinn og Moli voru valdir með þetta í huga á sínum tíma áður en þeir mætti til dóms.
Síðastliðið haust sá ég myndir af ungum stóðhesti undan Kolfinni frá Kjarnholtum sem farið hafði í ágætan dóm, um 8.20 í aðaleinkunn. Mig hefur lengi langað til að halda undir Kolfinn sjálfan eða syni hans og átti meira að segja pantað pláss undir gamla árið 2001 sem ég gat því miður ekki nýtt mér.
Það var eitthvað við folann sem hreif mig og eftir að hafa rætt við báða eigendur hestsins og skoðað ættbógan í bak og fyrir þá ákvað ég að panta tvö pláss undir hestinn í mars síðastliðnum. Þessi hestur var Ágústínus frá Melaleiti.
Það er auðvitað virkilega ánægjuleg að hafa veðjað á frekar óþekktan Kolfinnsson sem yfir nótt er orðinn lang hæstdæmda Kolfinnsafkvæmið. Ágústínus er þriðji 9,5 brokkarinn sem við höldum undir í röð en sá fyrsti sem jafnfram býr yfir skeiði.
IS2002135450 Ágústínus frá Melaleiti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Vilhjálmur Svansson
Eigandi: Sporthestar ehf., Vilhjálmur Svansson
F: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I
Ff: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla
Fm: IS1974288560 Glókolla frá Kjarnholtum I
M: IS1979286002 Gnótt frá Steinmóðarbæ
Mf: IS1976186111 Háttur frá Kirkjubæ
Mm: IS1961284221 Stjarna frá Steinmóðarbæ
Mál: 141 - 131 - 137 - 65 - 140 - 38 - 48 - 43 - 6,5 - 29,5 - 18,5
Hófamál: Vfr: 9,2 - Va: 7,9
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,13
Hæfileikar: 8,5 - 9,5 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 8,5 - 8,0 = 8,93
Aðaleinkunn: 8,61
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Jens Einarsson um frændurna Kraft frá Efri-Þverá og Ágústínus frá Melaleiti:
"Hæst dæmda hrossið á héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal 2008 er stóðhesturinn Ágústínus frá Melaleiti. Ræktandi hans er Vilhjálmur Svansson. Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Þá sýnd af Magnúsi Lárussyni sem nú gaf syninum einkunnir. Hún er frjósöm, á fimmtán skráð afkvæmi, þar á meðal stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum. Kraftur og Ágústínus eru því næstum albræður, eða þannig! Sækir Ágústínus til Kolfinns gangrými og skörungsskap, líkt og Kraftur. Hann er dálitla stund að taka augað, eins og faðirinn, en vinnur á eftir því sem ferðunum fjölgar. Hann er flugrúmur á brokki og skeiði, góður á tölti en á það til að binda sig og grúfa sig á tauminn. Þrumu klár eigi að síður. Knapi á Ágústínusi var Agnar Þór Magnússon, sem er einnig þjálfari og knapi Krafts."
Sem áhugamanneskja um hrossarækt þá finnst mér skemmtilegast þegar ég fæ tilfinningu og trú á hestefnum sem upprennandi stjörnum. Þetta er tilfinning sem ég er til í að fylgja með vonina að leiðarljósi og bæði Álfasteinn og Moli voru valdir með þetta í huga á sínum tíma áður en þeir mætti til dóms.
Síðastliðið haust sá ég myndir af ungum stóðhesti undan Kolfinni frá Kjarnholtum sem farið hafði í ágætan dóm, um 8.20 í aðaleinkunn. Mig hefur lengi langað til að halda undir Kolfinn sjálfan eða syni hans og átti meira að segja pantað pláss undir gamla árið 2001 sem ég gat því miður ekki nýtt mér.
Það var eitthvað við folann sem hreif mig og eftir að hafa rætt við báða eigendur hestsins og skoðað ættbógan í bak og fyrir þá ákvað ég að panta tvö pláss undir hestinn í mars síðastliðnum. Þessi hestur var Ágústínus frá Melaleiti.
Það er auðvitað virkilega ánægjuleg að hafa veðjað á frekar óþekktan Kolfinnsson sem yfir nótt er orðinn lang hæstdæmda Kolfinnsafkvæmið. Ágústínus er þriðji 9,5 brokkarinn sem við höldum undir í röð en sá fyrsti sem jafnfram býr yfir skeiði.
IS2002135450 Ágústínus frá Melaleiti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Vilhjálmur Svansson
Eigandi: Sporthestar ehf., Vilhjálmur Svansson
F: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I
Ff: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla
Fm: IS1974288560 Glókolla frá Kjarnholtum I
M: IS1979286002 Gnótt frá Steinmóðarbæ
Mf: IS1976186111 Háttur frá Kirkjubæ
Mm: IS1961284221 Stjarna frá Steinmóðarbæ
Mál: 141 - 131 - 137 - 65 - 140 - 38 - 48 - 43 - 6,5 - 29,5 - 18,5
Hófamál: Vfr: 9,2 - Va: 7,9
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,13
Hæfileikar: 8,5 - 9,5 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 8,5 - 8,0 = 8,93
Aðaleinkunn: 8,61
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Jens Einarsson um frændurna Kraft frá Efri-Þverá og Ágústínus frá Melaleiti:
"Hæst dæmda hrossið á héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal 2008 er stóðhesturinn Ágústínus frá Melaleiti. Ræktandi hans er Vilhjálmur Svansson. Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Þá sýnd af Magnúsi Lárussyni sem nú gaf syninum einkunnir. Hún er frjósöm, á fimmtán skráð afkvæmi, þar á meðal stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum. Kraftur og Ágústínus eru því næstum albræður, eða þannig! Sækir Ágústínus til Kolfinns gangrými og skörungsskap, líkt og Kraftur. Hann er dálitla stund að taka augað, eins og faðirinn, en vinnur á eftir því sem ferðunum fjölgar. Hann er flugrúmur á brokki og skeiði, góður á tölti en á það til að binda sig og grúfa sig á tauminn. Þrumu klár eigi að síður. Knapi á Ágústínusi var Agnar Þór Magnússon, sem er einnig þjálfari og knapi Krafts."