STÓÐHESTAPÓLITÍK
4.12.2008
Það verður óvenju erfitt að velja stóðhestana til að nota í ræktunina á nýju ári. Mikið úrval hefur verið af góðum hestum á síðustu árum og margir nýir og spennandi stóðhestar komu fram á síðasta landsmóti. Sumir þeirra munu birtast ræktendum í fyrsta sinn á DVD upptökum frá landsmótinu núna um jólin eða að minnsta kosti fá sinn annan brekkudóm í víðtækinu.
Vegna mikillar hestasölu úr landi síðustu vikur eftir gengisfall íslensku krónunnar þá er nú þegar búið að selja marga landsmótsfara og 1. verðlauna kynbótahross úr landi. Ljóst er að erfitt verður að spyrna við frekari straumi hátt dæmra kynbótahrossa úr landi við þær aðstæður sem nú eru og erfitt að spá til um hvaða hestar verða raunverulega í boði á komandi sumri. Mikil eftirsjá er í mörgum þessara kynbótahrossa sem eru að fara afar ung úr landi og ekki eru til mörg afkvæmi undan. Fimm og sex vetra stóðhestarnir eiga flestir mun færri en 50 afkvæmi í landinu og hryssurnar eru fluttar út fylfullar í fyrsta sinn.
Ég leyfi mér að hafa áhyggjur af þessari þróun og í raun mundi ég frekar vilja sjá eldri kynslóð stóðhesta fara út í stað þeirra yngri. Athugull ræktandi benti jafnframt á að flestir þeir stóðhestar sem eru nú á förum eru lítið skyldir Orra frá Þúfu og ákveðin hætta er á að missa breiddina og fjölbreytnina úr landi. Þetta eru mikið til sterkir alhliðahestar með gott skeið og ljóst er að barist verður um sæti í úrslitum fimmgangskeppninnar á HM í sumar.
Við þurfum að standa vörð um ræktunina hér heima og slá riddaraborg um eðlisgóða alhliða gæðinga í röðum kynbótahrossa sem henta jafnt á keppnisvöllin og kynbótabrautina.
Það verður óvenju erfitt að velja stóðhestana til að nota í ræktunina á nýju ári. Mikið úrval hefur verið af góðum hestum á síðustu árum og margir nýir og spennandi stóðhestar komu fram á síðasta landsmóti. Sumir þeirra munu birtast ræktendum í fyrsta sinn á DVD upptökum frá landsmótinu núna um jólin eða að minnsta kosti fá sinn annan brekkudóm í víðtækinu.
Vegna mikillar hestasölu úr landi síðustu vikur eftir gengisfall íslensku krónunnar þá er nú þegar búið að selja marga landsmótsfara og 1. verðlauna kynbótahross úr landi. Ljóst er að erfitt verður að spyrna við frekari straumi hátt dæmra kynbótahrossa úr landi við þær aðstæður sem nú eru og erfitt að spá til um hvaða hestar verða raunverulega í boði á komandi sumri. Mikil eftirsjá er í mörgum þessara kynbótahrossa sem eru að fara afar ung úr landi og ekki eru til mörg afkvæmi undan. Fimm og sex vetra stóðhestarnir eiga flestir mun færri en 50 afkvæmi í landinu og hryssurnar eru fluttar út fylfullar í fyrsta sinn.
Ég leyfi mér að hafa áhyggjur af þessari þróun og í raun mundi ég frekar vilja sjá eldri kynslóð stóðhesta fara út í stað þeirra yngri. Athugull ræktandi benti jafnframt á að flestir þeir stóðhestar sem eru nú á förum eru lítið skyldir Orra frá Þúfu og ákveðin hætta er á að missa breiddina og fjölbreytnina úr landi. Þetta eru mikið til sterkir alhliðahestar með gott skeið og ljóst er að barist verður um sæti í úrslitum fimmgangskeppninnar á HM í sumar.
Við þurfum að standa vörð um ræktunina hér heima og slá riddaraborg um eðlisgóða alhliða gæðinga í röðum kynbótahrossa sem henta jafnt á keppnisvöllin og kynbótabrautina.
STÓÐHESTAVAL
29.12.2008
Þá eru vangaveltur um stóðhestaval sumarsins byrjaðar á mínum bæ. Við munum væntanlega velta þessu með okkur fram á vor en mikið úrval er af góðum stóðhestum og fleiri eiga eftir að mæta í dóm á árinu sem vert er að skoða. Því miður er búið að höggva töluvert skarð í hópinn með miklum útflutningi á liðnum vikum og margir góðir gripir munu ekki standa okkur ræktendum á Íslandi til boða á komandi sumri. Einnig er alltaf töluverður fjöldi stóðhesta í eigu hlutfélaga, jafnvel staðbundin norður í landi, sem litlar líkur eru á komast undir eða um of langan veg að fara.
En eftir hverju erum við að leita þegar valinn er stóðhestur til framræktunar? Það er að minnsta kosti mikilvægt hjá áhugaræktendum eins og okkur að við höfum sjálf gaman af að temja, þjálfa og eiga afkvæmin sem við ræktum. Helst eiga hestarnir að vera framfallegir, reistir og með góðan prúðleika. Geðslagið þarf að vera í lagi og nægur vilja og rými á gangi þarf að vera til staðar til að nýta til fulls alla kosti hestsins. Framtaksleysi og erfitt geðslag vinnur mest á móti framförum í allri framhaldsþjálfun með hestinn.
Eftir að hafa vandlega skoðað kynbótahrossin frá landsmótinu í sumar á nýútkomnum DVD diski þá stóðu nokkrir spennandi stóðhestar öðrum framar. Hægt og rólega grisjaðist úr hópnum þegar einstaka eiginleikar og ætterni var nánar skoðað. Það er auðvitað afar mismundi eftir hverju ræktendur leita og hversu mikla áherslu þeir leggja á ættir kynbótagripana en við okkar val á stóðhestum þá eru allir forfeður metnir, foreldrana, systkini, afa og ömmur. Ég sækist yfirleitt eftir stóru skrefi og burði en það getur verið vandmeðfarið og oft eru slíkir hestar lengri tíma að ná jafnvægi og styrk á gangi. Það er því ákveðið atriði að stóðhestarnir komi snemma í dóm, helst 4 vetra, til að hægt sé að meta eðlisgæði hestsins.
Það er mikill styrkur að sem flestir séu með kynbótadóm í ættartré hestsins og auðvitað réttar tölur á réttum stöðum. Að lokum þarf stóðhesturinn að passa hryssunni sem á nota til undaneldis og þá reynir vissulega á ræktandann sjálfan að vera nægilega gagnrýninn og nota aðeins góðar hryssur til framræktunar.
Þá eru vangaveltur um stóðhestaval sumarsins byrjaðar á mínum bæ. Við munum væntanlega velta þessu með okkur fram á vor en mikið úrval er af góðum stóðhestum og fleiri eiga eftir að mæta í dóm á árinu sem vert er að skoða. Því miður er búið að höggva töluvert skarð í hópinn með miklum útflutningi á liðnum vikum og margir góðir gripir munu ekki standa okkur ræktendum á Íslandi til boða á komandi sumri. Einnig er alltaf töluverður fjöldi stóðhesta í eigu hlutfélaga, jafnvel staðbundin norður í landi, sem litlar líkur eru á komast undir eða um of langan veg að fara.
En eftir hverju erum við að leita þegar valinn er stóðhestur til framræktunar? Það er að minnsta kosti mikilvægt hjá áhugaræktendum eins og okkur að við höfum sjálf gaman af að temja, þjálfa og eiga afkvæmin sem við ræktum. Helst eiga hestarnir að vera framfallegir, reistir og með góðan prúðleika. Geðslagið þarf að vera í lagi og nægur vilja og rými á gangi þarf að vera til staðar til að nýta til fulls alla kosti hestsins. Framtaksleysi og erfitt geðslag vinnur mest á móti framförum í allri framhaldsþjálfun með hestinn.
Eftir að hafa vandlega skoðað kynbótahrossin frá landsmótinu í sumar á nýútkomnum DVD diski þá stóðu nokkrir spennandi stóðhestar öðrum framar. Hægt og rólega grisjaðist úr hópnum þegar einstaka eiginleikar og ætterni var nánar skoðað. Það er auðvitað afar mismundi eftir hverju ræktendur leita og hversu mikla áherslu þeir leggja á ættir kynbótagripana en við okkar val á stóðhestum þá eru allir forfeður metnir, foreldrana, systkini, afa og ömmur. Ég sækist yfirleitt eftir stóru skrefi og burði en það getur verið vandmeðfarið og oft eru slíkir hestar lengri tíma að ná jafnvægi og styrk á gangi. Það er því ákveðið atriði að stóðhestarnir komi snemma í dóm, helst 4 vetra, til að hægt sé að meta eðlisgæði hestsins.
Það er mikill styrkur að sem flestir séu með kynbótadóm í ættartré hestsins og auðvitað réttar tölur á réttum stöðum. Að lokum þarf stóðhesturinn að passa hryssunni sem á nota til undaneldis og þá reynir vissulega á ræktandann sjálfan að vera nægilega gagnrýninn og nota aðeins góðar hryssur til framræktunar.
FOLATOLLAR 1992
11.5.2008
Í framhaldi af pistli mínum um folatolla 2008 og umræðum í kjölfar hans gat ég ekki staðist að vitna í frétt úr gömlum Eiðfaxa, nánar tiltekið úr 6. tölublaði frá árinu 1992.
Í því ágæta blaði er grein sem fjallar um hve hátt verðið á folatollum er orðið og þykir mörgum nóg um. Þar segir að það kosti orðið 37.500,- undir Orra frá Þúfu og 20.000,- undir Hrafn frá Holtsmúla, Kveik frá Miðsitju og Reyk frá Hoftúnum. Undir Anga frá Laugarvatni og Gáska frá Hofstöðum kostar 15.000,- en undir Náttfara frá Ytra-Dalsgerði kostar 18.000,- Öll eru þessi verð uppgefin með virðisaukaskatti.
Þessu til stuðnings má nefna að ég hélt undir Odd frá Selfossi fyrir 15.000,- árið 1993 og undir Feyki frá Hafsteinsstöðum fyrir 20.000,- árið 1997.
Í ljósi þessara upplýsinga má segja að meðalfolatollurinn undir hæst dæmdu (tísku-) hesta landsins hafi því hækkað um 500-1000% á þessum 16 árum. Ef til vill er þetta í samræmi við aðra verðlagsþróun í landinu og að mánaðarlaun sem voru 150.000,- árið 1992 sé nú orðin 1,5 milljón - dæmi hver fyrir sig.
Ég tek samt undir það að vissulega hafi ræktendur ekki efni á að halda undir nema bestu hestana en ég leyfi mér samt að halda áfram að hrista hausinn yfir þessari þróun.
Í framhaldi af pistli mínum um folatolla 2008 og umræðum í kjölfar hans gat ég ekki staðist að vitna í frétt úr gömlum Eiðfaxa, nánar tiltekið úr 6. tölublaði frá árinu 1992.
Í því ágæta blaði er grein sem fjallar um hve hátt verðið á folatollum er orðið og þykir mörgum nóg um. Þar segir að það kosti orðið 37.500,- undir Orra frá Þúfu og 20.000,- undir Hrafn frá Holtsmúla, Kveik frá Miðsitju og Reyk frá Hoftúnum. Undir Anga frá Laugarvatni og Gáska frá Hofstöðum kostar 15.000,- en undir Náttfara frá Ytra-Dalsgerði kostar 18.000,- Öll eru þessi verð uppgefin með virðisaukaskatti.
Þessu til stuðnings má nefna að ég hélt undir Odd frá Selfossi fyrir 15.000,- árið 1993 og undir Feyki frá Hafsteinsstöðum fyrir 20.000,- árið 1997.
Í ljósi þessara upplýsinga má segja að meðalfolatollurinn undir hæst dæmdu (tísku-) hesta landsins hafi því hækkað um 500-1000% á þessum 16 árum. Ef til vill er þetta í samræmi við aðra verðlagsþróun í landinu og að mánaðarlaun sem voru 150.000,- árið 1992 sé nú orðin 1,5 milljón - dæmi hver fyrir sig.
Ég tek samt undir það að vissulega hafi ræktendur ekki efni á að halda undir nema bestu hestana en ég leyfi mér samt að halda áfram að hrista hausinn yfir þessari þróun.
FOLATOLLAR 2008
15.4.2008
Ég hef farið með hryssur undir stóðhesta í 15 ár og framan af var verð á folatollum ávallt stillt í hóf. Mikið úrval var á tollum á verðbilinu 25-40 þúsund (með öllu) og undartekning ef tollurinn var hærri. Flestir stóðhestar voru í einkaeigu bænda eða í eigu ræktunarsambanda en hlutafélög þekktust ekki.
Síðustu árin hafa orðið miklar breytingar á eignarhaldi stóðhesta og verðið á tollunum hefur hækkað alveg gríðarlega, bæði hjá tískuhestunum og einnig á minna þekktum hestum. Það er ekki lengur á færi almennings að halda undir þá allra vinsælustu og hlutafélagshestarnir gefa oft ekki kost á tollum nema fyrir félagsmenn.
Athygli mína vekur að minna þekktir hestar eru einnig verðlagðir upp í topp. Hestar sem fá til sín 5-10 hryssur á ári eru verðlagðir uppá 70-80 þúsund fyrir tollinn og af þessum hryssum eru jafnvel aðeins 2-3 hryssur á gjaldi en aðrar eru á vegum eigandans. Hefði maður haldið að það væri hagur stóðhestaeigandans að fá fleiri álitlegar hryssur til hestsins og halda verðinu frekar í hófi. Þessi verðlagsstefnan gerir það að verkum að munurinn milli tískustóðhesta og minna þekktra stóðhesta er of lítill til að taka áhættuna. Tryppi undan þekktari hesti er verðmeira og oft ekki að ástæðulausu.
Á sama tíma hafa launin á almennum markaði lítið breyst og verðið á tollunum því hlutfallslega stærri hluti af heildarrekstri áhugamálsins. Einnig hefur kostnaður af uppihald á hryssunum sjálfum og ungviðinu farið stigvaxandi ár frá ári. Síðustu 5 árin hefur kostnaður af vetrarfóðrun til dæmis hækkað hjá mér um rúm 80%. Það er því að verða ríkra manna sport að stunda hrossarækt (og hestamennsku almennt) og algjörlega út úr kortinu að rækta hesta án lands og haga.
Lauslegur útreikningum minn á brúttókostnaði á einu fjögurra vetra trippi úr eigin ræktun hljóðar uppá 350 þúsund en þó er miðað við hæverskan 50 þúsund króna folatoll (sem ég veit ekki hvar er hægt að finna í dag). Innifalið er auk tollsins hagaganga og uppihald, ormalyf og gelding ef við á. Við bætist síðan járningar og þjálfunarkostnaður og þá getur hver maður séð að eftir þriggja mánaða tamningu má hesturinn ekki seljast á undir 500 þúsund til að koma hreinlega ekki út í tapi.
Hins vegar má ekki gleyma að tilgangurinn með ræktuninni er sjaldnast von um hagnað og gróða heldur er það leitin að hinum eina sanna gæðing sem heldur neistanum gangandi.
Ég hef farið með hryssur undir stóðhesta í 15 ár og framan af var verð á folatollum ávallt stillt í hóf. Mikið úrval var á tollum á verðbilinu 25-40 þúsund (með öllu) og undartekning ef tollurinn var hærri. Flestir stóðhestar voru í einkaeigu bænda eða í eigu ræktunarsambanda en hlutafélög þekktust ekki.
Síðustu árin hafa orðið miklar breytingar á eignarhaldi stóðhesta og verðið á tollunum hefur hækkað alveg gríðarlega, bæði hjá tískuhestunum og einnig á minna þekktum hestum. Það er ekki lengur á færi almennings að halda undir þá allra vinsælustu og hlutafélagshestarnir gefa oft ekki kost á tollum nema fyrir félagsmenn.
Athygli mína vekur að minna þekktir hestar eru einnig verðlagðir upp í topp. Hestar sem fá til sín 5-10 hryssur á ári eru verðlagðir uppá 70-80 þúsund fyrir tollinn og af þessum hryssum eru jafnvel aðeins 2-3 hryssur á gjaldi en aðrar eru á vegum eigandans. Hefði maður haldið að það væri hagur stóðhestaeigandans að fá fleiri álitlegar hryssur til hestsins og halda verðinu frekar í hófi. Þessi verðlagsstefnan gerir það að verkum að munurinn milli tískustóðhesta og minna þekktra stóðhesta er of lítill til að taka áhættuna. Tryppi undan þekktari hesti er verðmeira og oft ekki að ástæðulausu.
Á sama tíma hafa launin á almennum markaði lítið breyst og verðið á tollunum því hlutfallslega stærri hluti af heildarrekstri áhugamálsins. Einnig hefur kostnaður af uppihald á hryssunum sjálfum og ungviðinu farið stigvaxandi ár frá ári. Síðustu 5 árin hefur kostnaður af vetrarfóðrun til dæmis hækkað hjá mér um rúm 80%. Það er því að verða ríkra manna sport að stunda hrossarækt (og hestamennsku almennt) og algjörlega út úr kortinu að rækta hesta án lands og haga.
Lauslegur útreikningum minn á brúttókostnaði á einu fjögurra vetra trippi úr eigin ræktun hljóðar uppá 350 þúsund en þó er miðað við hæverskan 50 þúsund króna folatoll (sem ég veit ekki hvar er hægt að finna í dag). Innifalið er auk tollsins hagaganga og uppihald, ormalyf og gelding ef við á. Við bætist síðan járningar og þjálfunarkostnaður og þá getur hver maður séð að eftir þriggja mánaða tamningu má hesturinn ekki seljast á undir 500 þúsund til að koma hreinlega ekki út í tapi.
Hins vegar má ekki gleyma að tilgangurinn með ræktuninni er sjaldnast von um hagnað og gróða heldur er það leitin að hinum eina sanna gæðing sem heldur neistanum gangandi.