NÝTT VÆGI
8.7.2010
Á FEIF ráðstefnunni í febrúar sl. var samþykkt að breytta vægi á nokkrum þáttum í hæfileikadómi kynbótahrossa. Þessar breytingar eru meðal annars hugsaðar til að efla og styðja betur við ræktun keppnishesta og heilsteyptra alhliða gæðinga. Breytingarnar felast í því að nú vegur skeið 10% í stað 9% áður, vilji og geðslag vegur 9% í stað 12,5% áður og fet vegur 4% í stað 1,5% áður.Jafnframt verður mest hægt að fá 7,5 fyrir tölt án þess að sýna hægt tölt, og til að fá 8,5 þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera minst 8,0. Hæsta einkunn fyrir stökk er 8,0 ef ekki er sýnt hægt stökk og til að fá 8,5 fyrir stökk þarf hesturinn að fá minst 8,0 fyrir hægt stökk. Sjá nánar um sundurliðun einstakra einkunna og upplýsingar um þröskulda í grein Guðlaugs V. Antonssonar.
Áhrif breytinganna verða líklega þau að nú verður erfiðara fyrir margar hestgerðir að fá eins háa dómur og áður. Takmarkaðir klárhestar, þ.e.a.s. töltarar með aðrar gangtegundir undir meðallagi, munu meðal annars eiga erfiðara með fá áfram eins háan hæfileikadóma og fyrir breytingarnar. Að sama skapi munu alhliðahestar með stirðan hægagang einnig lækka í heildareinkunn sökum þröskulda í einkunum fyrir tölt og stökk þar sem áhersla á takt og gæði gangtegundarinnar verður í fyrirúmi. Sumir eru þeirrar skoðunnar eftir samanburð á eldri dómum að breytingarnar muni hafa áhrif til lækkunar á flest kynbótahross, ekki síst klárhrossin. Gunnar Arnarsson skrirfaði í vor áhugaverða grein um áhrif breytingana á fyrri dóma sem lesa má hér.
Eins og ég hef áður ritað um þá hefur íslenska dómskerfið verið ákveðnum hestgerðum afar hagstætt, sjá grein um Orra og íslenska dómskerfið hér. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta verði raunin með öll kynbótahross sem dæmd verða eftir nýja skalanum en ég hef trú á að kynbótaknapar muni vega þessa lækkun upp með breyttum áherslum í þjálfun og sýningu kynbótahrossanna. Klárhross með góðan hægagang og gott fet ættu geta haldið sínu þrátt fyrir breytingarnar á vægi einkunnar á skeiði og fyrir vilja/geðslag.
Auðvitað eru ekki allir á eitt sáttir. Þröskuldarnir fara fyrir brjóstið á mörgum sem telja það betri kost að aðskilja einkunnir fyrir hægt tölt og tölt með sitthvort vægið í stað þess að láta hægt tölt stýra heildareinkunn gangtegundarinnar. Einkunn fyrir hægt tölt skiptir marga ræktendur miklu máli og sú gangtegund sem er hvað verðmætust í ræktun keppnishesta og söluhesta almennt. Ég er því að mörgu leiti sammála þeirri þróun að kynbótahross geti ekki lengur fengið 9 eða 9,5 fyrir tölt sem er lélegt og stirt hægt tölt. Jafnframt lýst mér ágætlega á breytingarnar á vægi gangtegunda. Varðveita þarf gæði gangtegundanna og bæði skeið og fet þurfa að fá meira vægi í heildardómi. Fet er einnig að mörgu leiti góður mælikvarði á vilja og geðslag kynbótahrossa. Þar sést greinlega hvort hrossin séu spennlaus, með röska framhugsun og í andlegu jafnvægi.
Það getur ekki verðið ákjósanlegt fyrir hrossaræktina að kynbótahross komist auðveldlega í 1. einkunn með mikið gallaðar gangtegundir, til dæmis mikið gallað fet, hægt tölt og jafnvel án skeiðs að auki. Raunin er sú að spennareið, á kostnað mýktar og taktgæða, sem hefur uppskorið hvað bestu einkunnir í kynbótadómi á liðnum árum er alls ekki eftirsóknarverð fyrir flesta hringvallaríþróttir og almenna hestamenn. Gott geðslag, gott jafnvægi á gangtegundum og mýkt með góðum fótaburði eru þeir þættir sem eftirsóttastir eru á markaði. Þessar breytingar virðast stefna að því marki en tíminn mun leiða í ljós hver raunveruleg áhrif þessara breytinga verða á ræktuna og þjálfun kynbótahrossa til lengri tíma.
Á FEIF ráðstefnunni í febrúar sl. var samþykkt að breytta vægi á nokkrum þáttum í hæfileikadómi kynbótahrossa. Þessar breytingar eru meðal annars hugsaðar til að efla og styðja betur við ræktun keppnishesta og heilsteyptra alhliða gæðinga. Breytingarnar felast í því að nú vegur skeið 10% í stað 9% áður, vilji og geðslag vegur 9% í stað 12,5% áður og fet vegur 4% í stað 1,5% áður.Jafnframt verður mest hægt að fá 7,5 fyrir tölt án þess að sýna hægt tölt, og til að fá 8,5 þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera minst 8,0. Hæsta einkunn fyrir stökk er 8,0 ef ekki er sýnt hægt stökk og til að fá 8,5 fyrir stökk þarf hesturinn að fá minst 8,0 fyrir hægt stökk. Sjá nánar um sundurliðun einstakra einkunna og upplýsingar um þröskulda í grein Guðlaugs V. Antonssonar.
Áhrif breytinganna verða líklega þau að nú verður erfiðara fyrir margar hestgerðir að fá eins háa dómur og áður. Takmarkaðir klárhestar, þ.e.a.s. töltarar með aðrar gangtegundir undir meðallagi, munu meðal annars eiga erfiðara með fá áfram eins háan hæfileikadóma og fyrir breytingarnar. Að sama skapi munu alhliðahestar með stirðan hægagang einnig lækka í heildareinkunn sökum þröskulda í einkunum fyrir tölt og stökk þar sem áhersla á takt og gæði gangtegundarinnar verður í fyrirúmi. Sumir eru þeirrar skoðunnar eftir samanburð á eldri dómum að breytingarnar muni hafa áhrif til lækkunar á flest kynbótahross, ekki síst klárhrossin. Gunnar Arnarsson skrirfaði í vor áhugaverða grein um áhrif breytingana á fyrri dóma sem lesa má hér.
Eins og ég hef áður ritað um þá hefur íslenska dómskerfið verið ákveðnum hestgerðum afar hagstætt, sjá grein um Orra og íslenska dómskerfið hér. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta verði raunin með öll kynbótahross sem dæmd verða eftir nýja skalanum en ég hef trú á að kynbótaknapar muni vega þessa lækkun upp með breyttum áherslum í þjálfun og sýningu kynbótahrossanna. Klárhross með góðan hægagang og gott fet ættu geta haldið sínu þrátt fyrir breytingarnar á vægi einkunnar á skeiði og fyrir vilja/geðslag.
Auðvitað eru ekki allir á eitt sáttir. Þröskuldarnir fara fyrir brjóstið á mörgum sem telja það betri kost að aðskilja einkunnir fyrir hægt tölt og tölt með sitthvort vægið í stað þess að láta hægt tölt stýra heildareinkunn gangtegundarinnar. Einkunn fyrir hægt tölt skiptir marga ræktendur miklu máli og sú gangtegund sem er hvað verðmætust í ræktun keppnishesta og söluhesta almennt. Ég er því að mörgu leiti sammála þeirri þróun að kynbótahross geti ekki lengur fengið 9 eða 9,5 fyrir tölt sem er lélegt og stirt hægt tölt. Jafnframt lýst mér ágætlega á breytingarnar á vægi gangtegunda. Varðveita þarf gæði gangtegundanna og bæði skeið og fet þurfa að fá meira vægi í heildardómi. Fet er einnig að mörgu leiti góður mælikvarði á vilja og geðslag kynbótahrossa. Þar sést greinlega hvort hrossin séu spennlaus, með röska framhugsun og í andlegu jafnvægi.
Það getur ekki verðið ákjósanlegt fyrir hrossaræktina að kynbótahross komist auðveldlega í 1. einkunn með mikið gallaðar gangtegundir, til dæmis mikið gallað fet, hægt tölt og jafnvel án skeiðs að auki. Raunin er sú að spennareið, á kostnað mýktar og taktgæða, sem hefur uppskorið hvað bestu einkunnir í kynbótadómi á liðnum árum er alls ekki eftirsóknarverð fyrir flesta hringvallaríþróttir og almenna hestamenn. Gott geðslag, gott jafnvægi á gangtegundum og mýkt með góðum fótaburði eru þeir þættir sem eftirsóttastir eru á markaði. Þessar breytingar virðast stefna að því marki en tíminn mun leiða í ljós hver raunveruleg áhrif þessara breytinga verða á ræktuna og þjálfun kynbótahrossa til lengri tíma.
LANDSMÓT AÐ ÁRI
1.6.2010
Þá liggur niðurstaðan loksins fyrir, Landsmóti sem halda átti í sumar í Skagafirði, hefur verið frestað um ár. Miklar umræður hafa átt sér stað allan maímánuð þar sem réttmæti mótahalds hefur verið til umræðu og dregið í efa. Niðurstaða rannsókna á bakteríusýkingunni sem herjað hefur á okkar íslenska hest sýna fram á að hrossin mynda ekki ónæmi við sýkingunni og því eru miklar líkur á endursmiti. Það mun væntanlega koma betur í ljós á næstu vikum hvernig sjúkdómurinn þróast og hvernig hrossin koma undan veikinni. En ljóst er að þessi sýking hefur þegar ollið mun meiri skaða en búist var við í upphafi. Stór hluti hesta hérlendis er smitaður og hefur enn ekki náð bata. Af þessum sökum var ekki réttlætanlegt að halda Landsmót þetta árið.
Það er óhætt að segja að nú séu undarlegir tímar í heimi hestamennskunnar. Á tímum sem venjulega eru mestu uppskerutímar hestamanna og ræktanda þá liggur greinin í hálfgerðum dvala. Atvinnumenn hafa lítið fyrir stafni þessa dagana og margir hafa horfið tímabundið til annarra starfa. Biðin eftir landsmótsákvörðuninni hefur haft mikil áhrif á starf atvinnumanna sem geta loksins skipulagt komandi vikur með breyttum forsendum. Hætt hefur verið við hestaferðir og sleppitúra, fáar ef nokkrar keppnir hafa verið haldnar þetta vorið og sýningarhald kynbótahrossa hefur verið með minnsta móti. Frestun Landsmóts mun líklega draga enn meira úr sýningum kynbótahrossa næstu vikurnar og líklega munu margir eigendur kynbótahrossa bíða fram á sumar með sýningar.
Vonandi ná hrossin sér á strik þegar líða fer á sumarið svo að mótahald geti hafist síðsumars. En ljóst er að vetrarstarf margra hestamanna hefur farið fyrir lítið. Margir ræktendur hafa þegar hleypt stóðhestum sínum í hryssur og ljóst er að mun færri kynbótagripir munu mæta í brautina þetta árið en stefnt var með. Aðalatriðið úr því sem komið er mun vera að veikin klári framgang sinn á þessu misseri og dragist ekki fram á næsta vetur.
Lærdómurinn okkar eftir veturinn er mikilvægur. Sóttvarnir okkar eru ekki nægilega öflugar og miklu málið skiptir að við skipuleggjum okkur betur og undirbúum okkar neyðaraðgerðir ef upp kemur alvarlegur sóttfaraldur. Brýna þarf enn betur fyrir hestamönnum og gestum þeirra mikilvægi þessa að flytja ekki inn notaðan búnað eða fatnað sem ekki hefur verið sótthreinsaður. Við megum ekki sofna á verðinum því ekki er aftur snúið ef alvarleg, jafnvel banvæn veiki kemur upp í stofninum okkar.
Þá liggur niðurstaðan loksins fyrir, Landsmóti sem halda átti í sumar í Skagafirði, hefur verið frestað um ár. Miklar umræður hafa átt sér stað allan maímánuð þar sem réttmæti mótahalds hefur verið til umræðu og dregið í efa. Niðurstaða rannsókna á bakteríusýkingunni sem herjað hefur á okkar íslenska hest sýna fram á að hrossin mynda ekki ónæmi við sýkingunni og því eru miklar líkur á endursmiti. Það mun væntanlega koma betur í ljós á næstu vikum hvernig sjúkdómurinn þróast og hvernig hrossin koma undan veikinni. En ljóst er að þessi sýking hefur þegar ollið mun meiri skaða en búist var við í upphafi. Stór hluti hesta hérlendis er smitaður og hefur enn ekki náð bata. Af þessum sökum var ekki réttlætanlegt að halda Landsmót þetta árið.
Það er óhætt að segja að nú séu undarlegir tímar í heimi hestamennskunnar. Á tímum sem venjulega eru mestu uppskerutímar hestamanna og ræktanda þá liggur greinin í hálfgerðum dvala. Atvinnumenn hafa lítið fyrir stafni þessa dagana og margir hafa horfið tímabundið til annarra starfa. Biðin eftir landsmótsákvörðuninni hefur haft mikil áhrif á starf atvinnumanna sem geta loksins skipulagt komandi vikur með breyttum forsendum. Hætt hefur verið við hestaferðir og sleppitúra, fáar ef nokkrar keppnir hafa verið haldnar þetta vorið og sýningarhald kynbótahrossa hefur verið með minnsta móti. Frestun Landsmóts mun líklega draga enn meira úr sýningum kynbótahrossa næstu vikurnar og líklega munu margir eigendur kynbótahrossa bíða fram á sumar með sýningar.
Vonandi ná hrossin sér á strik þegar líða fer á sumarið svo að mótahald geti hafist síðsumars. En ljóst er að vetrarstarf margra hestamanna hefur farið fyrir lítið. Margir ræktendur hafa þegar hleypt stóðhestum sínum í hryssur og ljóst er að mun færri kynbótagripir munu mæta í brautina þetta árið en stefnt var með. Aðalatriðið úr því sem komið er mun vera að veikin klári framgang sinn á þessu misseri og dragist ekki fram á næsta vetur.
Lærdómurinn okkar eftir veturinn er mikilvægur. Sóttvarnir okkar eru ekki nægilega öflugar og miklu málið skiptir að við skipuleggjum okkur betur og undirbúum okkar neyðaraðgerðir ef upp kemur alvarlegur sóttfaraldur. Brýna þarf enn betur fyrir hestamönnum og gestum þeirra mikilvægi þessa að flytja ekki inn notaðan búnað eða fatnað sem ekki hefur verið sótthreinsaður. Við megum ekki sofna á verðinum því ekki er aftur snúið ef alvarleg, jafnvel banvæn veiki kemur upp í stofninum okkar.
TIL HAMINGJU FÁKUR
6.3.2010
Landsamband hestamanna og hestamannafélagið Fákur hafa komist að samkomulagi um landsmót í Reykjavík sumarið 2012 á 90 ára afmæli Fáks. Það er búið að vera yfirlýst markmið stjórnar Fáks frá því um aldamótin að fá landsmótið aftur í Reykjavík og er það ánægjulegt að geta haldið upp á afmæli félagsins með þessum viðeigandi hætti.
Ég hef farið á flest landsmót sem haldinn hafa verið frá því ég hóf mína hestamennsku. Ég kem ekki úr hestamannafjölskyldu og í raun var enginn í hestum sem ég þekkti þegar ég steig mín fyrstu skref á þessari braut. Því var ég of ung til að fara ein á þau landsmót sem haldin voru fram til ársins 1994. Landsmótsárin 1994 og 1998 var ég erlendis að vinna við tamningju og þjálfun á íslenskum hestum en frá því í Reykjavík árið 2000 hef ég farið á öll landsmót sem haldin hafa verið í góðra vina hópi.
Upplifunin hefur verið misjöfn. Öll þessi landsmót hafa verið með sínu sniði og kostir og gallar hafa verið í framkvæmd þeirra allra. Að mínu mati voru Vindheimamótin skemmilegri og næturfriðurinn að öllu leyti betri en Hellumótin á sama tímabili. Landsmótið í Reykjavík hafði vissulega ákveðna sérstöðu og einnig sinn sjarma en það mót var vissulega með öðru sniði vegna fjarveru tjaldbúðastemningarinnar sem er stór hluti landsmótasupplifunarinnar úti á landsbyggðinni. Þéttbýlislandsmót líkist fremur heimsmeistaramóti og er það mín skoðun að fjölbreytileiki í landsmótshaldi sé af hinu góða.
Fyrir fjölskyldufólk eins og okkur er það stór kostur að geta af og til farið á landsmót í heimabyggð þar sem allir geta sofið góðum svefni í uppábúnu rúmi. Foreldrar geta jafnvel notið dagskrá mótsins fyrri part vikunnar á meðan yngstu fjölskyldumeðlimirnir stunda sinn skóla eða fara í stutta pössun hjá fjölskyldu þar sem ekki allir hafa stórfjölskylduna með sér mótstað.
Eftir síðasta landsmót á Hellu þar sem við vorum með tveggja ára son okkar í tjaldi á "fjölskyldusvæðinu" er þolinmæðin orðin afar takmörkuð fyrir frekari endurtekningu á slíkri samkomu. í raun voru bæði landsmótin sem haldin voru á Hellu árin 2004 og 2008 algerlega svefnlaus sökum næturófriðar samkvæmisljóna sem höfðu síðan engan áhuga á skipulagðri dagskrá hátíðarinnar að kvöldskemmtunum undanskyldum. Útihátíðarstemning fór því algerlega úr böndunum á báðum mótunum þegar stórir hópar ungmenna flykktust á mótið til að upplifa sveitaballastemninguna á hestamannamóti.
Það er óskandi að hestamenn nái sátt um landsmótið sumarið 2012 í Reykjavík og njóti samverunnar með öðrum hestamönnum í sátt og samlyndi. Jafnframt að yfirlýsingar í aðdraganda ákvörðunarinnar frá hinum ýmsu hagsmunaðilum og aðildarfélögum LH, meðal annars um að kljúfa kynbótahlutann frá framtíðarlandsmótum eða að ganga úr landssamtökunum, verði orðin tóm. Staðreyndin er sú að stærsti hópur þátttakenda á landsmótum kemur af suðvesturhorninu og það hlýtur að vera réttlætanlegt að halda landsmót á höfðuðborgarsvæðinu á 10-15 ára fresti ef vandað er til verka svo sómi sé að.
Landsamband hestamanna og hestamannafélagið Fákur hafa komist að samkomulagi um landsmót í Reykjavík sumarið 2012 á 90 ára afmæli Fáks. Það er búið að vera yfirlýst markmið stjórnar Fáks frá því um aldamótin að fá landsmótið aftur í Reykjavík og er það ánægjulegt að geta haldið upp á afmæli félagsins með þessum viðeigandi hætti.
Ég hef farið á flest landsmót sem haldinn hafa verið frá því ég hóf mína hestamennsku. Ég kem ekki úr hestamannafjölskyldu og í raun var enginn í hestum sem ég þekkti þegar ég steig mín fyrstu skref á þessari braut. Því var ég of ung til að fara ein á þau landsmót sem haldin voru fram til ársins 1994. Landsmótsárin 1994 og 1998 var ég erlendis að vinna við tamningju og þjálfun á íslenskum hestum en frá því í Reykjavík árið 2000 hef ég farið á öll landsmót sem haldin hafa verið í góðra vina hópi.
Upplifunin hefur verið misjöfn. Öll þessi landsmót hafa verið með sínu sniði og kostir og gallar hafa verið í framkvæmd þeirra allra. Að mínu mati voru Vindheimamótin skemmilegri og næturfriðurinn að öllu leyti betri en Hellumótin á sama tímabili. Landsmótið í Reykjavík hafði vissulega ákveðna sérstöðu og einnig sinn sjarma en það mót var vissulega með öðru sniði vegna fjarveru tjaldbúðastemningarinnar sem er stór hluti landsmótasupplifunarinnar úti á landsbyggðinni. Þéttbýlislandsmót líkist fremur heimsmeistaramóti og er það mín skoðun að fjölbreytileiki í landsmótshaldi sé af hinu góða.
Fyrir fjölskyldufólk eins og okkur er það stór kostur að geta af og til farið á landsmót í heimabyggð þar sem allir geta sofið góðum svefni í uppábúnu rúmi. Foreldrar geta jafnvel notið dagskrá mótsins fyrri part vikunnar á meðan yngstu fjölskyldumeðlimirnir stunda sinn skóla eða fara í stutta pössun hjá fjölskyldu þar sem ekki allir hafa stórfjölskylduna með sér mótstað.
Eftir síðasta landsmót á Hellu þar sem við vorum með tveggja ára son okkar í tjaldi á "fjölskyldusvæðinu" er þolinmæðin orðin afar takmörkuð fyrir frekari endurtekningu á slíkri samkomu. í raun voru bæði landsmótin sem haldin voru á Hellu árin 2004 og 2008 algerlega svefnlaus sökum næturófriðar samkvæmisljóna sem höfðu síðan engan áhuga á skipulagðri dagskrá hátíðarinnar að kvöldskemmtunum undanskyldum. Útihátíðarstemning fór því algerlega úr böndunum á báðum mótunum þegar stórir hópar ungmenna flykktust á mótið til að upplifa sveitaballastemninguna á hestamannamóti.
Það er óskandi að hestamenn nái sátt um landsmótið sumarið 2012 í Reykjavík og njóti samverunnar með öðrum hestamönnum í sátt og samlyndi. Jafnframt að yfirlýsingar í aðdraganda ákvörðunarinnar frá hinum ýmsu hagsmunaðilum og aðildarfélögum LH, meðal annars um að kljúfa kynbótahlutann frá framtíðarlandsmótum eða að ganga úr landssamtökunum, verði orðin tóm. Staðreyndin er sú að stærsti hópur þátttakenda á landsmótum kemur af suðvesturhorninu og það hlýtur að vera réttlætanlegt að halda landsmót á höfðuðborgarsvæðinu á 10-15 ára fresti ef vandað er til verka svo sómi sé að.
FOLALDASÝNINGAR
3.11.2009
Það er ávallt áhugavert að sjá fyrstu árgangana undan ungum og upprennandi kynbótahestum á árlegum folaldasýningum. Þetta haustið eru haldnar fjölmargar folaldasýningar um allt land þó flestar sem haldnar hafa verið enn sem komið er hafi farið fram á Suðurlandi.
Það sem helst vekur athygli mína þetta haustið er að óvenju mörg af þeim folöldum sem skipa efstu sætin eru undan yngstu kynslóð stóðhesta, jafnvel undan ósýndum velættuðum ungfolum.
Það skiptir vissulega máli fyrir stóðhestaeigendur að þeirra unghestar nái skjótt athygli ræktenda. Folöld sem sýna gang (tölt og skeið), fótaburð og reisingu eiga auðveldara með að heilla dómarana. Fyrir ræktandann þá er það mikill kostur að folöldin hafi sem mesta eðlisgetu frá náttúrunnar hendi og að ganglag sé opið og takthreint. Stórstígir og hágengir brokkarar vekja ávallt athygli áhorfenda en svo virðist sem reynsla síðustu ungfola- og folaldasýninga hafi kennt mönnum að þessar hestgerðir eru ekki endilega þær eftirsóknaverðustu til lengri tíma litið. Þessar hestgerðir þurfa oft lengri tíma í tamningu og gangsetningu. Að því leiðir að sigurvegarar flestra unghrossasýninga þurfa nú að sýna einhvern góðgang til að komast á pall.
Á þessu ári hafa margir ungir stóðhestar verið seldir úr landi og flestir eru þegar farnir út. Mikil umræða hefur verið meðal hestamanna í kjölfar þessa og hugmyndir hafa verið ræddar um réttmæti þess að setja hömlur á útflutning hátt dæmra kynbótahrossa og jafnvel unghrossa með hátt kynbótamat. Þetta er gömul saga og ný en umræðan á hins vegar rétt á sér og ræktendur þurfa að gæta að framtíð hrossaræktarinnar í landinu.
Jens Einarsson skrifar um þessa uggvæglegu þróun á vef Viðskiptablaðsins í dag þar sem fram kemur meðal annars upptalning á nokkrum hátt dæmdum og vinsælum stóðhestum sem seldir hafa verið úr landi en dvelja hér enn um stund. Reikna má með að þessir hestir fari flestir af landi brott eftir næsta landsmót í Skagafirði. Á þessum lista eru hestar eins og Ómur og Óliver frá Kvistum, Álfur frá Selfossi, Ágústínus frá Melaleiti, Óskar og Möller frá Blesastöðum, Kiljan frá Steinnesi og Dugur frá Þúfu.
Mikil eftirsjá er í mörgum af þessum stóðhestum og hef ég áður ritað um áhyggjur mínar af þróun mála.
Það er ávallt áhugavert að sjá fyrstu árgangana undan ungum og upprennandi kynbótahestum á árlegum folaldasýningum. Þetta haustið eru haldnar fjölmargar folaldasýningar um allt land þó flestar sem haldnar hafa verið enn sem komið er hafi farið fram á Suðurlandi.
Það sem helst vekur athygli mína þetta haustið er að óvenju mörg af þeim folöldum sem skipa efstu sætin eru undan yngstu kynslóð stóðhesta, jafnvel undan ósýndum velættuðum ungfolum.
Það skiptir vissulega máli fyrir stóðhestaeigendur að þeirra unghestar nái skjótt athygli ræktenda. Folöld sem sýna gang (tölt og skeið), fótaburð og reisingu eiga auðveldara með að heilla dómarana. Fyrir ræktandann þá er það mikill kostur að folöldin hafi sem mesta eðlisgetu frá náttúrunnar hendi og að ganglag sé opið og takthreint. Stórstígir og hágengir brokkarar vekja ávallt athygli áhorfenda en svo virðist sem reynsla síðustu ungfola- og folaldasýninga hafi kennt mönnum að þessar hestgerðir eru ekki endilega þær eftirsóknaverðustu til lengri tíma litið. Þessar hestgerðir þurfa oft lengri tíma í tamningu og gangsetningu. Að því leiðir að sigurvegarar flestra unghrossasýninga þurfa nú að sýna einhvern góðgang til að komast á pall.
Á þessu ári hafa margir ungir stóðhestar verið seldir úr landi og flestir eru þegar farnir út. Mikil umræða hefur verið meðal hestamanna í kjölfar þessa og hugmyndir hafa verið ræddar um réttmæti þess að setja hömlur á útflutning hátt dæmra kynbótahrossa og jafnvel unghrossa með hátt kynbótamat. Þetta er gömul saga og ný en umræðan á hins vegar rétt á sér og ræktendur þurfa að gæta að framtíð hrossaræktarinnar í landinu.
Jens Einarsson skrifar um þessa uggvæglegu þróun á vef Viðskiptablaðsins í dag þar sem fram kemur meðal annars upptalning á nokkrum hátt dæmdum og vinsælum stóðhestum sem seldir hafa verið úr landi en dvelja hér enn um stund. Reikna má með að þessir hestir fari flestir af landi brott eftir næsta landsmót í Skagafirði. Á þessum lista eru hestar eins og Ómur og Óliver frá Kvistum, Álfur frá Selfossi, Ágústínus frá Melaleiti, Óskar og Möller frá Blesastöðum, Kiljan frá Steinnesi og Dugur frá Þúfu.
Mikil eftirsjá er í mörgum af þessum stóðhestum og hef ég áður ritað um áhyggjur mínar af þróun mála.
SVELLKALDAR 2009

2.3.2009
Ég fór á ísmótið Svellkaldar konur um helgina til að styðja vinkonurnar í sportinu og njóta góðra sýninga. Fjöldi keppenda á þessu móti var takmarkaðir við 100 þátttakendur og var keppt í þremur styrkleikaflokkum á mótinu, minna vanar, meira vanar og opnum flokki. Fjöldi keppenda í hverjum flokki skiptist þannig að 17 keppendur voru í flokknum minna vanar, 48 í meira vanar og 35 í opnum flokki.
Það er alltaf gaman að sjá flottar sýningar á vel þjálfuðum gæðingum en það hentar alls ekki öllum hestgerðum að keppa á ís. Miklir gæðingar og jafvel hátt dæmdir kynbótagripir standa sig ekki endilega vel á ísmóti á þröngum velli. Kjarkur og áræðni skiptir máli sem og gangupplag því ákveðin hætta er á að klárgengari hestgerðir læsi sig niður á brokkið þegar á ísinn er komið og aðrar hesgerðir stífna upp og leggjast í lull. Bestu ískeppnishestarnir eru yfirleitt sjálfberandi og eðlisgengir. Þeir eru jafnframt kjarkaðir og viljugir því áreitið er mikið inn á þessum litla ísvelli.
Það er einnig áhugavert að skoða hvaða ættir og línur standa á bak við þessa 100 keppnishestana sem valdir voru af knöpum sínum til að keppa á ísnum. Fljótt á lítið virðist þriðjungur keppnishestana vera undan Orra frá Þúfu eða sonum hans og kemur þar fátt á óvart. Afkomendur Orra hafa hlotið góða notkun á liðnum árum og mikill fjöldi er komin út af þessum eina hesti. Orrasonurinn Sveinn-Hervar frá Þúfu fer þar fremstur í flokki með alls fjóra keppendur, þar af báða sigurvegarana í flokkunum minna og meira vönum konum og einn í A-úrslitum í opnum flokki.
Reglulega fara fram umræður um það meðal hestamanna hvort ræktunin sé að skila sér nægilega vel inná keppnisbrautina. Það er því áhugavert að skoða hversu stórt hlutfall af keppnishestum eru undan 1. verðlauna stóðhestum í hverjum flokki.
Í flokknum minna vanar konur voru 11 af 17 hestum undan 1. verðlauna stóðhestum sem gerir 65% af heildarfjöldanum. Í flokknum meira vanar konur var fjöldi keppenda nokkuð meiri en þar voru 27 af 48 hestum undan 1. verðlauna stóðhestum, alls 56%. Í opnum flokki var hins vegar mikil stigsmunur hvað þetta atriði varðar en þar voru 30 af 35 keppnishestum undan 1. verðlauna stóðhestum, alls 86%.
Það má því draga af þessu þá ályktun að í flokki reyndra keppniskvenna og atvinnumanna þar sem knaparnir hafa jafnvel úr breiðari hóp keppnishesta að velja þá sé valið hvað skýrast og augljóst að ræktunin er í auknum mæli að skila sér inn á keppnisbrautina sjálfa.
Ég fór á ísmótið Svellkaldar konur um helgina til að styðja vinkonurnar í sportinu og njóta góðra sýninga. Fjöldi keppenda á þessu móti var takmarkaðir við 100 þátttakendur og var keppt í þremur styrkleikaflokkum á mótinu, minna vanar, meira vanar og opnum flokki. Fjöldi keppenda í hverjum flokki skiptist þannig að 17 keppendur voru í flokknum minna vanar, 48 í meira vanar og 35 í opnum flokki.
Það er alltaf gaman að sjá flottar sýningar á vel þjálfuðum gæðingum en það hentar alls ekki öllum hestgerðum að keppa á ís. Miklir gæðingar og jafvel hátt dæmdir kynbótagripir standa sig ekki endilega vel á ísmóti á þröngum velli. Kjarkur og áræðni skiptir máli sem og gangupplag því ákveðin hætta er á að klárgengari hestgerðir læsi sig niður á brokkið þegar á ísinn er komið og aðrar hesgerðir stífna upp og leggjast í lull. Bestu ískeppnishestarnir eru yfirleitt sjálfberandi og eðlisgengir. Þeir eru jafnframt kjarkaðir og viljugir því áreitið er mikið inn á þessum litla ísvelli.
Það er einnig áhugavert að skoða hvaða ættir og línur standa á bak við þessa 100 keppnishestana sem valdir voru af knöpum sínum til að keppa á ísnum. Fljótt á lítið virðist þriðjungur keppnishestana vera undan Orra frá Þúfu eða sonum hans og kemur þar fátt á óvart. Afkomendur Orra hafa hlotið góða notkun á liðnum árum og mikill fjöldi er komin út af þessum eina hesti. Orrasonurinn Sveinn-Hervar frá Þúfu fer þar fremstur í flokki með alls fjóra keppendur, þar af báða sigurvegarana í flokkunum minna og meira vönum konum og einn í A-úrslitum í opnum flokki.
Reglulega fara fram umræður um það meðal hestamanna hvort ræktunin sé að skila sér nægilega vel inná keppnisbrautina. Það er því áhugavert að skoða hversu stórt hlutfall af keppnishestum eru undan 1. verðlauna stóðhestum í hverjum flokki.
Í flokknum minna vanar konur voru 11 af 17 hestum undan 1. verðlauna stóðhestum sem gerir 65% af heildarfjöldanum. Í flokknum meira vanar konur var fjöldi keppenda nokkuð meiri en þar voru 27 af 48 hestum undan 1. verðlauna stóðhestum, alls 56%. Í opnum flokki var hins vegar mikil stigsmunur hvað þetta atriði varðar en þar voru 30 af 35 keppnishestum undan 1. verðlauna stóðhestum, alls 86%.
Það má því draga af þessu þá ályktun að í flokki reyndra keppniskvenna og atvinnumanna þar sem knaparnir hafa jafnvel úr breiðari hóp keppnishesta að velja þá sé valið hvað skýrast og augljóst að ræktunin er í auknum mæli að skila sér inn á keppnisbrautina sjálfa.
STÓRSÝNING FÁKS
4.5.2008
Sökum annríkis þá höfum við ekki sótt sýningar, keppnir og ísmót af eins miklu kappi og oft áður. Fyrir dugnað Daníels Ben þá höfum við hins vegar notið ýmissa atburða heima í stofu í gegnum vefinn Hestafréttir og hann virkilegt hrós skilið fyrir áhuga og elju.
Til hátíðarbrigða fórum við hjónaleysin hins vegar á stórsýningu Fáks í reiðhöllinni í Víðidal í kvöldi og áttum góða stund í skemmtilegum félagsskap. Ágæt stemning var í höllinni og nánast uppselt á sýninguna en því miður skrifast þessi sýning ekki hátt á blað Fákssýninganna. Ég hef nú séð þær nokkrar á síðastliðnum árum, verið með í að skipuleggja sumar og riðið í atriðum í öðrum. Það sem helst dró þessa sýningu niður að mínu mati var döpur sýningarstjórn þar sem atriðin voru í litlu samræmi við tilbúna sýningarskrá og dagskrá. Einhæfni í tónlistarvali en taldi ég til dæmis hið fræga Vatnsleysulag í að minnsta kosti fjórum atriðum. Hestakostur sýningarinnar samanstóð af meðalhrossum og lakari og þau undirstrikuðu hvers vegna þau standa í skugga annarra afrekshrossa. Þulir kvöldsins voru í miklum erfileikum með að kynna atriðin og reyna að lesa út hvaða hestar væri í salnum og hverja vantaði í hópinn. Þessi atriði öll drógu niður stemningu sýningarinnar og að atriðin voru flöt og héldu oft ekki athygli áhorfenda. Ég undraðist til dæmis mjög hver vegna tamningarmenn og reiðkennarar í Víðidal mættu eins illa ríðandi og raun bar vitni í sitt atriði og dómgreindarleysi sumra stóðhestseiganda að mæta með hesta sína í eins slæmu formi og þeir voru.
Meðal þeirra hesta sem áttu góða spretti á sýningunni má nefna Hendingu Brekadóttir frá Minni Borg og Fylkingu Hróðsdóttir frá Reykjavík, Ísak Eiðsbróðir frá Oddhóli sýndi skemmtilega takta sem og geldingarnir Nátthrafn frá Dallandi og sá jarpi hjá Robba Pet sem þulirnir vissu engin deili á. Ladý frá Neðra Seli er öflug alhliðahryssa og Anna Valdimarsdóttir stimplaði sig skemmtilega inn með tvo rauða hesta sem áttu báðir góða spretti hvor í sínu atriði. Hróðssonurinn frá Votmúla var mjúkur og flinkur en Hrynjandasonurinn var töffaralegri og náði hylli áhorfenda.
Klerkur frá Bjarnanesi er undan tveimur landsmótsgæðingum en berskjaldaði veikleika sína í einstaklingatriði og náði ekki að heilla áhorfendur. Fótaburðurinn er óumdeilanlegur en Klerkur sýndi okkur greinilega hvernig fer þegar fótaburðurinn er farinn að vera á kostnað gangrýmis, mýktar, spyrnu og svifs gangtegunda. Bygging er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og nýttist illa í reið.
Sigurbjörn Bárðarson mætti með áhugavert en nokkuð langdregið atriði á Stakk frá Halldórsstöðum sem var á kolröngum stað í dagskránni. Atriði sem hefði farið mun betur fyrir hlé. Dívurnar úr Húnavatnsýslunni mættu enn og aftur með vandað skrautatriði. Atriði var vel æft og vel riði en ég er nokkuð viss um að þær voru betur hestaðar á sýningunni í fyrra.
Bestu hross sýningarinnar voru bræðurnir Auður og Arður frá Lundum, hryssurnar Ösp frá Enni og Hnota frá Garðabæ, Illingur frá Tóftum og Stáli frá Kjarri en enginn hestur á sýningunni gaf mér gæsahúð eða töfraði fram "wóww faktorinn". Í heildina litið var sýningin undir meðallagi.
Sökum annríkis þá höfum við ekki sótt sýningar, keppnir og ísmót af eins miklu kappi og oft áður. Fyrir dugnað Daníels Ben þá höfum við hins vegar notið ýmissa atburða heima í stofu í gegnum vefinn Hestafréttir og hann virkilegt hrós skilið fyrir áhuga og elju.
Til hátíðarbrigða fórum við hjónaleysin hins vegar á stórsýningu Fáks í reiðhöllinni í Víðidal í kvöldi og áttum góða stund í skemmtilegum félagsskap. Ágæt stemning var í höllinni og nánast uppselt á sýninguna en því miður skrifast þessi sýning ekki hátt á blað Fákssýninganna. Ég hef nú séð þær nokkrar á síðastliðnum árum, verið með í að skipuleggja sumar og riðið í atriðum í öðrum. Það sem helst dró þessa sýningu niður að mínu mati var döpur sýningarstjórn þar sem atriðin voru í litlu samræmi við tilbúna sýningarskrá og dagskrá. Einhæfni í tónlistarvali en taldi ég til dæmis hið fræga Vatnsleysulag í að minnsta kosti fjórum atriðum. Hestakostur sýningarinnar samanstóð af meðalhrossum og lakari og þau undirstrikuðu hvers vegna þau standa í skugga annarra afrekshrossa. Þulir kvöldsins voru í miklum erfileikum með að kynna atriðin og reyna að lesa út hvaða hestar væri í salnum og hverja vantaði í hópinn. Þessi atriði öll drógu niður stemningu sýningarinnar og að atriðin voru flöt og héldu oft ekki athygli áhorfenda. Ég undraðist til dæmis mjög hver vegna tamningarmenn og reiðkennarar í Víðidal mættu eins illa ríðandi og raun bar vitni í sitt atriði og dómgreindarleysi sumra stóðhestseiganda að mæta með hesta sína í eins slæmu formi og þeir voru.
Meðal þeirra hesta sem áttu góða spretti á sýningunni má nefna Hendingu Brekadóttir frá Minni Borg og Fylkingu Hróðsdóttir frá Reykjavík, Ísak Eiðsbróðir frá Oddhóli sýndi skemmtilega takta sem og geldingarnir Nátthrafn frá Dallandi og sá jarpi hjá Robba Pet sem þulirnir vissu engin deili á. Ladý frá Neðra Seli er öflug alhliðahryssa og Anna Valdimarsdóttir stimplaði sig skemmtilega inn með tvo rauða hesta sem áttu báðir góða spretti hvor í sínu atriði. Hróðssonurinn frá Votmúla var mjúkur og flinkur en Hrynjandasonurinn var töffaralegri og náði hylli áhorfenda.
Klerkur frá Bjarnanesi er undan tveimur landsmótsgæðingum en berskjaldaði veikleika sína í einstaklingatriði og náði ekki að heilla áhorfendur. Fótaburðurinn er óumdeilanlegur en Klerkur sýndi okkur greinilega hvernig fer þegar fótaburðurinn er farinn að vera á kostnað gangrýmis, mýktar, spyrnu og svifs gangtegunda. Bygging er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og nýttist illa í reið.
Sigurbjörn Bárðarson mætti með áhugavert en nokkuð langdregið atriði á Stakk frá Halldórsstöðum sem var á kolröngum stað í dagskránni. Atriði sem hefði farið mun betur fyrir hlé. Dívurnar úr Húnavatnsýslunni mættu enn og aftur með vandað skrautatriði. Atriði var vel æft og vel riði en ég er nokkuð viss um að þær voru betur hestaðar á sýningunni í fyrra.
Bestu hross sýningarinnar voru bræðurnir Auður og Arður frá Lundum, hryssurnar Ösp frá Enni og Hnota frá Garðabæ, Illingur frá Tóftum og Stáli frá Kjarri en enginn hestur á sýningunni gaf mér gæsahúð eða töfraði fram "wóww faktorinn". Í heildina litið var sýningin undir meðallagi.