UM OKKUR

Við erum fjögurra manna fjölskylda úr Reykjavík, Saga Steinþórsdóttir, Árni Reynir Alfredsson, Steinþór Nói og Kolbrá EVið hjónum eigum það sameiginlegt að komu úr fjölskyldum sem ekki stunduðu eða þekktu nokkuð til í hestamennsku. Saga eignaðist þó sinn fyrsta hest í fyrirfram fermingargjöf aðeins tíu ára gömlu eftir að hafa sótt öll reiðnámskeið sem í boði voru ár hvert. Þaðan var síðan ekki aftur snúið. Árni kynntist hestamennskunni nokkru síðar eða um tvítugsaldurinn þegar þau Saga hófu sambúð.
Við stundum okkar hestamennsku af miklum áhuga meðfram vinnu og erum með hesthús á félagssvæði Fáks. Hestamennskan er okkar lífsstíll, við ríðum út, temjum, keppum og ræktum okkar eigin hesta. Við höfum stundað okkar malbiksræktun af minnstu gerð frá 1994 en það sumar fæddist fyrsta folaldið, Þruma frá Reykjavík, undan Oddi frá Selfossi.
Við eigum hvorki land né stóð og erum áhugahestamenn og ræktendur í Reykjavík. Ræktunin er smá í sniðum og við temjum og þjálfum okkar hesta í frístundum. Lengst af höfum við fengið folald annað hvert ár, undan okkar eigin hryssum eða lánshryssum en stundum líður enn lengra á milli. Sum árin veljum við fremur að kaupa okkur efnileg unghross í stað þess að halda hryssum undir stóðhesta og einnig höfum við haldið hryssum í félagi við aðra. Ræktun okkar er fyrst og fremst áhugamál og reynum við eftir fremsta megni að halda fjöldanum í skefjun.
Þá höfum gaman af keppnishestamennsku en Saga keppti töluvert í hestaíþróttum á sínum yngri árum eftir að hún eignast sinn fyrsta hest um tíu ára aldur. Fyrsti keppnihesturinn var flugviljug hestakaupahryssa sem landaði meðal annars Reykjavíkurmeistaratitli í tölti unglinga. Næstu keppnishestar voru síðan hestar sem fengnir voru að láni hjá kunningjum og þjálfaðir til nokkurra ára í senn með ágætis árangri. Laust eftir aldarmótin voru keppnisskórnir svo lagðir á hilluna á meðan börnin voru að fæðast og hestakosturinn uppfærður. Vorið 2011 var rykið dustaði af keppnisjakkanum og haldið inn á völlinn að nýju með gæðingana okkar frá Álfhólum.
Við stundum okkar hestamennsku af miklum áhuga meðfram vinnu og erum með hesthús á félagssvæði Fáks. Hestamennskan er okkar lífsstíll, við ríðum út, temjum, keppum og ræktum okkar eigin hesta. Við höfum stundað okkar malbiksræktun af minnstu gerð frá 1994 en það sumar fæddist fyrsta folaldið, Þruma frá Reykjavík, undan Oddi frá Selfossi.
Við eigum hvorki land né stóð og erum áhugahestamenn og ræktendur í Reykjavík. Ræktunin er smá í sniðum og við temjum og þjálfum okkar hesta í frístundum. Lengst af höfum við fengið folald annað hvert ár, undan okkar eigin hryssum eða lánshryssum en stundum líður enn lengra á milli. Sum árin veljum við fremur að kaupa okkur efnileg unghross í stað þess að halda hryssum undir stóðhesta og einnig höfum við haldið hryssum í félagi við aðra. Ræktun okkar er fyrst og fremst áhugamál og reynum við eftir fremsta megni að halda fjöldanum í skefjun.
Þá höfum gaman af keppnishestamennsku en Saga keppti töluvert í hestaíþróttum á sínum yngri árum eftir að hún eignast sinn fyrsta hest um tíu ára aldur. Fyrsti keppnihesturinn var flugviljug hestakaupahryssa sem landaði meðal annars Reykjavíkurmeistaratitli í tölti unglinga. Næstu keppnishestar voru síðan hestar sem fengnir voru að láni hjá kunningjum og þjálfaðir til nokkurra ára í senn með ágætis árangri. Laust eftir aldarmótin voru keppnisskórnir svo lagðir á hilluna á meðan börnin voru að fæðast og hestakosturinn uppfærður. Vorið 2011 var rykið dustaði af keppnisjakkanum og haldið inn á völlinn að nýju með gæðingana okkar frá Álfhólum.
MALBIKSHESTAR | REYKJAVÍK - ÍSLAND | Tel: (+354) 691 4694 | MALBIKSHESTAR@MALBIKSHESTAR.NET