VIÐTAL Í EIÐFAXA 1. TLB. 2009

6.2.2009
"Hestamennskan er fjölskyldusport. Þessu slá margir fram en líklega á þessi setning þó ekki við um fyrstu árin eftir barnsburð. Meðan börnin eru enn það lítil að þau geta ekki riðið út með foreldrunum verður líf hestafjölskyldunnar flókið og hálfgert púsluspil að sameina áhugamálið við fjölskyldulífið. Mörgum konum vex í augum að stunda hestamennsku ásamt því að ala upp lítil börn, enda þarfnast þau mikillar athygli og orku þessi fyrstu ár. Mörg dæmi eru um að konur hafi gefið hestamennskuna upp á bátinn eftir að þær eignuðust börn. Eiðfaxi ræddi við þrjár hestakonur af lífi og sál sem hafa ekki látið barneignir aftra sér frá því að stunda hestamennskuna. Flestar hafa þær þó sömu sögu að segja: Lífið breytist, til hins betra."
Endurheimti sjálfa sig á hestbaki.
Viðtal við Sögu Steinþórsdóttur í Eiðfaxi, 1. tbl. 2009.
Birt með góðfúslegu leyfi greinarhöfundar.
Áður en frumburðurinn fæddist dvaldi Saga Steinþórsdóttir flestum stundum í hesthúsinu meðfram skóla og vinnu ásamt manni sínum Árna Reyni Alfredssyni . "Hestamennskan er okkar lífsstíll, við lifum og hrærumst í sportinu, ríðum út, temjum og ræktum okkar hesta" segir Saga. Við eigum fjölskyldu og vini í hestamennsku sem eiga börn og við gerðum okkur vissulega grein fyrir því að við yrðum að skipta verulega um gír þegar fjölgun yrði í fjölskyldunni. Við vorum vel undirbúin og meðvituð um þann tíma og orku sem færi í barnauppeldið" segir Saga sem reið út daglega fyrstu fimm mánuði meðgöngunnar. "Þetta var auðvelt og ég fann ekkert fyrir því að vera ófrísk. Mér fannst bara gaman að geta viðrað mig og leit á þetta sem mína hreyfingu," segir Saga sem ákvað að hætta að ríða út þegar hún var komin fimm mánuði á leið. "Þetta haust vorum við með nokkur trippi á húsi sem við vorum að temja og gangsetja en þegar kom fram í nóvember ákváðum við að sleppa hestunum út. Þarna var ég orðin nokkuð framstæð og hætt að passa í reiðbuxurnar," segir Saga glettin. Þegar hestarnir komu aftur á hús eftir áramót hélt Saga áfram að fara með Árna upp í hesthús en nú einvörðungu til að bursta, kemba og hringteyma. "Ég nennti nú ekki að hanga ein heima meðan Árni færi í hesthúsið en ég vildi ekki taka óþarfa áhættu á síðustu mánuðum meðgöngunnar," segir Saga en á þessum tíma voru þau aðeins með tvo hesta á húsi og leigðu frá sér nokkur pláss. "Við dvöldum styttra uppí hesthúsi þessa síðustu mánuði og þetta varð nokkurs konar undirbúningur að því sem koma skyldi, við urðum að draga saman í tíma og hrossafjölda," segir Saga en þau höfðu að jafnaði verið með um sex til átta hross í þjálfun fram að þessum. "Meðgangan gekk rosalega vel allan tímann ég fann ekki fyrir neinu, ekki einu sinni ógleði," segir Saga sem var stálhraust alla meðgönguna, vann nánast fram á síðasta dag og átti drenginn á settum degi. "Fæðingin tók alls átján tíma og var örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni en um leið og ég var komin með drenginn í fangið þá var ég tilbúin til að gera þetta aftur." Saga var komin aftur í hnakkinn mánuði eftir fæðinguna. "Mér fannst þetta frábært. Steinþór Nói fæddist í lok mars og vorið var á næsta leiti. Ég fann að mig langaði til að komast út í góða veðrið og á bak," segir Saga sem fór ein í fyrsta skiptið á ungum fola sem hún hafði tamið sjálf. "Mér fannst ég endurheimta sjálfa mig í þessum fyrsta reiðtúr. Að vera ein úti í náttúrunni með góðum félaga var dásamlegt," segir Saga dreymin. Árni hafði séð um alla þjálfunina framan af vetri á meðan Saga var ófrísk en um vorið skiptu þau um gír. Þau fóru saman upp í hesthúsið en Árni var með drengnum upp á hlýrri kaffistofunni á meðan Saga skrapp í stutta reiðtúra. Annars segir Saga þau skiptast bróðurlega á að fara upp í hesthús. Þau eru yfirleitt með unga hesta á húsi enda stunda þau hrossarækt í smáum stíl. "Við erum núna að temja þrjú þriggja og fjögurra vetra trippi sem er mjög gaman. Við skiptum vikunni yfirleitt á milli okkur, förum sitt í hvoru lagi á virkum dögum en reynum að fara öll saman eða fá pössun um helgar," segir Saga en þau Árni reyna að komast saman í reiðtúr einu sinni í viku." Það er toppurinn geta farið saman og við köllum þetta rómantísku reiðtúrana okkar," segir Saga og hlær. Aðstaðan í hesthúsinu segir Saga að skipti miklu máli. "Það var nýlega búið að gera hesthúsið okkar upp sem við eigum ásamt öðrum. Áður voru gamlar innréttingar þar sem börn gátu klifrað inn í stíurnar, undir stallana og slysagildrur voru margar. Núna erum við búin að loka framhliðinni á öllum stíunum og Steinþór Nói getur þvælst með kústinn og hjólbörurnar á ganginum án þess að við þurfum að hafa áhyggjur af honum," segir Saga. Hestaáhuginn hefur þegar gert vart við sig hjá unga manninum sem verður tveggja ára í lok mars, "hann fékk rugguhest í jólagjöf og finnst gaman að fara á bak honum en við verðum ekkert sár þó að hann velji fótbolta fram yfir hesta í framtíðinni," segir Saga að lokum.
"Hestamennskan er fjölskyldusport. Þessu slá margir fram en líklega á þessi setning þó ekki við um fyrstu árin eftir barnsburð. Meðan börnin eru enn það lítil að þau geta ekki riðið út með foreldrunum verður líf hestafjölskyldunnar flókið og hálfgert púsluspil að sameina áhugamálið við fjölskyldulífið. Mörgum konum vex í augum að stunda hestamennsku ásamt því að ala upp lítil börn, enda þarfnast þau mikillar athygli og orku þessi fyrstu ár. Mörg dæmi eru um að konur hafi gefið hestamennskuna upp á bátinn eftir að þær eignuðust börn. Eiðfaxi ræddi við þrjár hestakonur af lífi og sál sem hafa ekki látið barneignir aftra sér frá því að stunda hestamennskuna. Flestar hafa þær þó sömu sögu að segja: Lífið breytist, til hins betra."
Endurheimti sjálfa sig á hestbaki.
Viðtal við Sögu Steinþórsdóttur í Eiðfaxi, 1. tbl. 2009.
Birt með góðfúslegu leyfi greinarhöfundar.
Áður en frumburðurinn fæddist dvaldi Saga Steinþórsdóttir flestum stundum í hesthúsinu meðfram skóla og vinnu ásamt manni sínum Árna Reyni Alfredssyni . "Hestamennskan er okkar lífsstíll, við lifum og hrærumst í sportinu, ríðum út, temjum og ræktum okkar hesta" segir Saga. Við eigum fjölskyldu og vini í hestamennsku sem eiga börn og við gerðum okkur vissulega grein fyrir því að við yrðum að skipta verulega um gír þegar fjölgun yrði í fjölskyldunni. Við vorum vel undirbúin og meðvituð um þann tíma og orku sem færi í barnauppeldið" segir Saga sem reið út daglega fyrstu fimm mánuði meðgöngunnar. "Þetta var auðvelt og ég fann ekkert fyrir því að vera ófrísk. Mér fannst bara gaman að geta viðrað mig og leit á þetta sem mína hreyfingu," segir Saga sem ákvað að hætta að ríða út þegar hún var komin fimm mánuði á leið. "Þetta haust vorum við með nokkur trippi á húsi sem við vorum að temja og gangsetja en þegar kom fram í nóvember ákváðum við að sleppa hestunum út. Þarna var ég orðin nokkuð framstæð og hætt að passa í reiðbuxurnar," segir Saga glettin. Þegar hestarnir komu aftur á hús eftir áramót hélt Saga áfram að fara með Árna upp í hesthús en nú einvörðungu til að bursta, kemba og hringteyma. "Ég nennti nú ekki að hanga ein heima meðan Árni færi í hesthúsið en ég vildi ekki taka óþarfa áhættu á síðustu mánuðum meðgöngunnar," segir Saga en á þessum tíma voru þau aðeins með tvo hesta á húsi og leigðu frá sér nokkur pláss. "Við dvöldum styttra uppí hesthúsi þessa síðustu mánuði og þetta varð nokkurs konar undirbúningur að því sem koma skyldi, við urðum að draga saman í tíma og hrossafjölda," segir Saga en þau höfðu að jafnaði verið með um sex til átta hross í þjálfun fram að þessum. "Meðgangan gekk rosalega vel allan tímann ég fann ekki fyrir neinu, ekki einu sinni ógleði," segir Saga sem var stálhraust alla meðgönguna, vann nánast fram á síðasta dag og átti drenginn á settum degi. "Fæðingin tók alls átján tíma og var örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni en um leið og ég var komin með drenginn í fangið þá var ég tilbúin til að gera þetta aftur." Saga var komin aftur í hnakkinn mánuði eftir fæðinguna. "Mér fannst þetta frábært. Steinþór Nói fæddist í lok mars og vorið var á næsta leiti. Ég fann að mig langaði til að komast út í góða veðrið og á bak," segir Saga sem fór ein í fyrsta skiptið á ungum fola sem hún hafði tamið sjálf. "Mér fannst ég endurheimta sjálfa mig í þessum fyrsta reiðtúr. Að vera ein úti í náttúrunni með góðum félaga var dásamlegt," segir Saga dreymin. Árni hafði séð um alla þjálfunina framan af vetri á meðan Saga var ófrísk en um vorið skiptu þau um gír. Þau fóru saman upp í hesthúsið en Árni var með drengnum upp á hlýrri kaffistofunni á meðan Saga skrapp í stutta reiðtúra. Annars segir Saga þau skiptast bróðurlega á að fara upp í hesthús. Þau eru yfirleitt með unga hesta á húsi enda stunda þau hrossarækt í smáum stíl. "Við erum núna að temja þrjú þriggja og fjögurra vetra trippi sem er mjög gaman. Við skiptum vikunni yfirleitt á milli okkur, förum sitt í hvoru lagi á virkum dögum en reynum að fara öll saman eða fá pössun um helgar," segir Saga en þau Árni reyna að komast saman í reiðtúr einu sinni í viku." Það er toppurinn geta farið saman og við köllum þetta rómantísku reiðtúrana okkar," segir Saga og hlær. Aðstaðan í hesthúsinu segir Saga að skipti miklu máli. "Það var nýlega búið að gera hesthúsið okkar upp sem við eigum ásamt öðrum. Áður voru gamlar innréttingar þar sem börn gátu klifrað inn í stíurnar, undir stallana og slysagildrur voru margar. Núna erum við búin að loka framhliðinni á öllum stíunum og Steinþór Nói getur þvælst með kústinn og hjólbörurnar á ganginum án þess að við þurfum að hafa áhyggjur af honum," segir Saga. Hestaáhuginn hefur þegar gert vart við sig hjá unga manninum sem verður tveggja ára í lok mars, "hann fékk rugguhest í jólagjöf og finnst gaman að fara á bak honum en við verðum ekkert sár þó að hann velji fótbolta fram yfir hesta í framtíðinni," segir Saga að lokum.